Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 22. maí 1987 Þegar ég hóf mannfræðirann- sóknir mínar á Bali, hafði ég ekki sérstakan áhuga á lyfjum eða við- horfum til veikinda. En einhver fyrsta lífsreynsla mín á eynni vakti hjá mér áhuga á að leita skýringa, sem aftur leiddu mig inn í hugmyndaheim Balibúa varðandi veikindi, heilbrigði og læknislyf, segir mannfræðingur- inn Unni Wikan. Ung stúlka sagði frá því í strætisvagninum, að einn af vin- um hennar hefði skyndilega dáið fyrir tveimur dögum. Hann hafði fengið niðurgang og eftir 10 tíma var hann látinn. Stúlkan ljómaði eins og sól í heiði meðan hún sagði frá. Tveimur dögum síðar bað hún um allmikla upphæð að láni, til þess að hún gæti farið að minningarhátíð, sem halda átti vini hennar. Þetta sýndist einkennilegt. Það geislaði af henni þessa daga, augu hennar ljómuðu, og mér flaug í hug, að hún væri að fara til leynilegs brúðkaups. Til hjóna- bands á Bali er venjulega stofnað í leyni. Eða var sagan um dauða vininn sönn? Stúlkan fékk peningana og var burtu í viku. Þegar hún kom til baka og gekk upp götuna að hús- inu, gekk hún svo hnarreist og það geislaði svo af henni, að ég var viss um, að hún væri að koma af velheppnuðu stefnumóti. Nú dró hún fram myndirnar af vini sínum, hverja af annarri. Þetta var laglegur ungur maður, fjaðurmagnaður og fullur lífs- orku, myndirnar teknar við ýmis tækifæri; á mótorhjóli, í skógar- ferð með vinum sínum, við íþróttaæfingar o.s.frv. Á einni myndinni lá hann endilangur uppi í rúmi og hlustaði hugfang- inn á stereotónlist. Á næstu mynd lá hann á sama rúmi, sveipaður hvítu. Á næstu tveimur myndum sást, þegar hann var lagður á börurnar og þegar stúlk- an kraup við gröf hans. Hún skýrði nú frá því, að þetta væri maðurinn, sem hún hefði ætlað að giftast eftir þrjár vikur. Hlátur er hiuti af lífsspeki Balibúa Fljótlega komu margir vinir hennar til að fá fréttir af ferðalag- inu og sjá myndirnar. Allir brugðust þeir við á einn veg. Þeir hlógu. Þetta var ekkert til að vera mæddur yfir. Heimurinn er fullur af mönnum. Heimurinn er stærri en blað á kelor-trénu, sem er á stærð við nögl á litlafingri. Fleyg- ið sorgum á brott. Hugsið já- kvætt. Látið það liðna vera liðið. Næstu mánuði reyndi stúlkan að bregðast við á þann hátt sem sagt var fyrir. Það tókst svo vel, að fólk þekkti hana ekki, hélt að hún væri ástfangin á laun, og stríddi henni með því. Sjálfri var henni ekki Ijóst, að mpð heeðun sinni var hún viðbót- arsönnun á niðurstöðum rann- sóknar, sem gerð var í 75 löndum, á því hvernig fólk brygðist við sorginni. Balibúar voru eina þjóðin, sem ekki grét í sambandi við dauða. Slíkar rannsóknir sýna aðeins, það sem rannsóknarmönnunum er leyft að sjá. Því að vissulega gráta Balibúar, en sjaldan ef fólk utan fjölskyldunnar sér til. Það var ekki fyrr en eftir þrjá mánuði, að gráturinn brast út hjá Suriati, en svo hét stúlkan. Hún útskýrði hvers vegna svo mikil- vægt væri að láta það vera. Láti maður undan sorg sinni, kann hún að gera mann vitskertan. I augum Evrópubúa var hlátur- inn undarlegur og tilfinninga- snauður. Við hefðum í hans stað búist við hluttekningu og samúð. af erlendum vettvangi. Það er hægt að vinna bug á sorginni: Þess vegna brosa Baióar við dauðanum Balibúar gráta ekki við greftranir eða aðra sorglega atburði. Það er ekki af því að þeir séu ruddalegir í sér. En glaðværð er nauðsyn til að reka sorgina á flótta, en ella myndi hún valda bæði andlegum og líkamlegum sjúkdómum Ýmislegt benti til þess, að Bali- búar væru einmitt kaldlyndir, eins og tveir þekktir þjóðfræðing- ar vildu halda fram, Margaret Mead og Clifford Geertz. Ef hin syrgjandi Suriati lét grímuna falla, þó ekki væri nema andar- tak, og varð þungt hugsi, réðist fólk samstundis að henni með háði og spoíti. Af hverju ert þú alltaf svona fýld og önug á svipinn? Þú kemur okkur í vont skap með þessum fýlusvip. Rektu sorgina á flótta og vertu hamingjusöm. En ári síðar gerðist nokkuð, sem varð til að breyta áliti mínu á Balibúum. Suriati gifti sig. Þegar hún gekk um til að bjóða fólki í brúðkaup sitt, notuðu flestir tækifærið til að minnast hins ömurlega atburðar fyrr í lífi hennar. Fólk talaði um það af mikilli samúð, hversu gott það væri, að sorgin hlyti nú svo ham- ingjusaman endi. Nú var þeim til- finningum sleppt Iausum, sem fólkið gat ekki haft á orði áður. Suriati, sem áður hafði reiðst, þegar hlegið var að sorg hennar, tók nú málstað fólksins og sagði: „Já, þið hlóguð bara til að reka sorgina burtu. Kannski hafið þið óttast, að ég myndi fremja sjálfs- morð vegna þess hve ég var óhamingjusöm. Þið hlóguð til að gera mér gott...“ Næstu átta mánuðina varð ég vitni að fleiri atburðum, sem minntu á þennan, þar sem unnið var gegn sorg, áhyggjum eða reiði - vegna þess að barn hafði hlaupist að heiman, makinn hafði brugðist eða vinirnir brugðist ein- hverjum - með því að leita já- kvæðrar hugsunar og framgöngu. Sú hugsun, sem liggur að baki hegðun Balibúanna, er sú, að ef ekki takist að halda í jákvæðar hugsanir, þá muni illar tilfinning- ar skjóta rótum og valda veikind- um og óhamingju. Hláturinn hef- ur hvetjandi áhrif á sjálfs- bjargarviðleitnina. Óttinn við að verða hafður að athlægi breytist í vilja til að berjast gegn sorg og reiði. í Austurlöndum líta menn andlega sjúkdóma öðrum augum Balibúar vita, að góðum og jákvæðum tilfinningum og hugs- unum fylgir innri ró og jafnvægi, og þá verður inannfólkið heil- brigt og hamingjusamt. Líkami og sál hafa áhrif hvort á annað. „Við Balibúar trúum því, að orsaka alls sé að leita í sálinni," segja þeir. Eigi að síður þekkja þeir uppþembu, vírusa, bakterí- ur og næringarskort sem sjúk- dómsvalda. En þeir telja ástand sálarinnar ráða úrslitum um það á hvern hátt veikindi þróast, hvort þau verða langvarandi eða hæctuleg. Sá, sem hefur sterka, eða „stóra“ sál, eins og Balibúar komast að orði, hann hefur mikið mótstöðuafl og verður fljótlega heilbrigður. Sá, sem hefur veik- burða, eða „litla“ sál, er illa settur. Líkami og sál eru svo nátengd í sjálfsvitund Balibúa og skilningi þeirra á heilbrigði, að þeir líta á líkamann sem eins konar hita- mæli, sem þeir fylgjast stöðugt með til að gera sér grein fyrir að hverju skuli keppa eða hvaða takmörk þeim séu sett. Kenning Balibúanna verður að vissu marki til að færa þeim þekkingu á sjálfum sér; sá sem finnur, að hann hefur stóra sál, verður hraustari en sá, sem hefur á vit- undinni, að sál hans sé lítil. Áhugi Balibúa á sálinni kemur einkennilega fyrir sjónir, þegar þess er gætt, að í rauninni viður- kenna þeir ekki sálræna sjúk- dóma, heldur aðeins líkamlega. Það er litið niður á sálrænar þján- ingar og viðbrögð við þeim eru eins og þær væru líkamlegar. Það þekkist einnig víðar í Asíu. Það er Balibúunum mikilvægast, að allir líkamlegir sjúkdómar eiga sér ákveðna samsvörun í sálarlíf- inu, sem ákveður gang sjúkdóms- ins. Það er skoðun Balibúa, að ótraust eða veiklað sálarlíf sé hæltulegt, þar sem það geti leitt til rangra og óvandaðra athafna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.