Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 15
22. maí 1987- DAGUR - 15 Þá getur svo farið, að menn geri á hlut annarra og þeir kunna að svara fyrir sig með göldrum eða töfrabrögðum. Þá sitja menn illa í því, því að veikluð sál má sín lítils móti töfraöflum. Fólki ber að mæta hættum og ógnunum með bros á vör, gleði og góðri hegðun, ella breiðist veiklunin út um líkamann. En góðar tilfinn- ingar og látbragð má ekki ráðast af því, hvort maður er hamingju- samur. Hamingjan er nokkuð, sem maður skapar sér sjálfur eða ræktar innra með sér. Þegar Suriati fann reiðina blossa upp, þegar fólk hló að sorg hennar, gerði hún það eina rétta eftir balinesiskri hefð. Sem snar- ast drakk hún kalt vatn og þyoði hendur sínar úr köldu vatni til að dempa reiðina. Síðan gekk hún í flýti burt frá þeim, sem höfðu sært hana og leitaði af ráðnum hefna sín með sjúkdómum og óhamingju. Láttu þig það engu skipta Allar hinar athyglisverðu hliðar á hegðun Suriatis og vina hennar j og önnur tilfelli, sem ég rakst á, þar sem um var að ræða innri baráttu, tilfinningastjórn og „jákvæða hugsun", má skýra út frá heildarkenningu Balibúa. Hún fjallar bæði um fagurt líferni og heilbrigði, góðar og slæmar tilfinningar og þeirra staði í lík- amanum, hreysti, hamingju og gengi manna á lífsbrautinni. Þessa kenningu drekka börnin í sig með móðurmjólkinni sem raunhæfan alþýðufróðleik. Þegar barn verður hrætt, er það sam- stundis tekið til meðferðar hjá ömmu eða einhverri gamalli frænku, sem kann að koma sál þess í jafnvægi á ný eða kalla hana til baka, ef barnið þjáist af úrskeiðis hefur farið. Aukinn skilningur á eigin sjálfi og athöfn- um er ekkert keppikefli í þessu menningarsamfélagi, þar sem mest er lagt upp úr félagslegu jafnvægi og velferð fjöldans. Ungum börnum er veitt aðstoð við að gleyma vonbrigðum og örvinglan. Hlátur og kæti eru helstu meðulin, sem bcitt er. Börnum er kennd ýmiss konar tækni til að leiða hjá sér tilfinn- ingar á borð við afbrýði meðal systkina, reiði, öfund og hryggð. Það, sem mest áhersla er lögð á, mætti kalla „láttu þig það engu skipta". Fegurð notuð til að sigrast á þjáningum Ekki geta Balibúar fyrirhafnar- laust hrint frá sér sorg eða reiði. Þeir reyna, og stundum kemur fyrir, að þeir veikjast af áreynsl- Strax í barnæsku er grundvöllurinn lagður aö heilbrigði og hamingju á Bali. Hér er því fagnað, þegar þriggja mánaða gamalt barn stígur í fyrsta skipti fótum á jörðina. Balibúar heiðra guði sína með fórnum og hátíðahaldi. Á þann hátt er leitast við að lifa í sátt við hin vfirnáttúrulegu öfl, sem geta stuðlað að heilbrigðu og hamingusömu lífi. Áður en hátíðin hefst blessar presturinn helgidóminn með vígðu vatni. huga samvista við aðra, þar sem umhverfið einkenndist af velvild, kæti og gleði. Tilfínningar eru smitandi og því verður að hafa stjórn á þeim Það er nánast skylda að vera glaður á Bali, því að tilfinning- arnar hafa áhrif á annað fólk. Þess vegna krefjast kurteisisregl- urnar þess, að maður reyni sífellt að dreifa gleði og kæti til umhverfisins til að auka á gleði annarra og minna þá á skyldur þeirra við gleðina. Hafi einhver orðið fyrir óhappi, skal segja við hann: „En hvað það er heppilegt, að ekki fór verr. En sú heppni, að þú skyldir ekki drepa þig.“ Maður verður alltaf að leitast við að leiða hugsanir annarra til betri vegar og bæta líðan þeirra. Jafnframt hlær maður og segir brandara, til þess að hinir fari líka að hlæja, því að gleðin er smitandi, og Balibúar trúa því ákveðið, að þcir geti varla komist hjá því að smitast. Það ber hins vegar eyðilegginguna í sér að hafa áhrif á aðra með reiði eða illu skapi. Þess í stað verður að leggja sig fram um að mæta illu með góðu. Það sem máli skiptir er að öðl- ast sálarró og jafnvægi, ekki að- eins innra með sjálfum sér og í skiptum við annað fólk, heldur einnig að því er líkamann snertir. Virðuleiki og rósemd, falleg framkoma og hreyfingar, er lík- amlegu heilbrigði gott og styrkj- andi, en það er hættulegt að hrasa og detta. Þá geta æðarnar truflast eða sálin yfirgefið líkam- ann vegna hræðslu. Sumir alþýðulæknar eru sér- fræðingar í að fást við sjúkdóma eins og „sálarmissi", sem orsak- ast af ógnunum líkamans. Það þarf einnig að halda ró sinni gagnvart yfirnáttúrlegum öflum, guðum, forfeðrum og öndum. Þeim ber að sýna nær- gætni og gleði með fórnunt og hátíðahaldi. Ella kunna þeir að „sálarmissi". En það gerir barnið, ef það til dæntis grenjar stjórnlaust án þess að nokkur viti ástæðu til þess. Þegar barnið eldist, lærist því að vera sljótt, ruglað og skjálfandi eftir slíkar uppákomur. Það missir matar- lystina og fær höfuðverk, af því að það er gert ráð fyrir siíkum einkennum eftir að barnið hefur orðið fyrir svona hugarróti. Börn, sem eru á brjósti, geta líka orðið veik, ef móðirin hefur orðið hrædd eða reiðst. Það er raunar talin algengasta orsök ungbarnadauða. Fólk lítur svo á, að sjúkdómurinn berist með móðurmjólkinni, sem verður til af blóði og hlýtur því að bera í sér sálarefni móðurinnar. Fullorðnum er einnig lífshætta búin af því að hræðast eða reið- ast. Líkamlegir sjúkdómar eru fátíðir, að dómi Balibúa, og lækn- ar geta ekkert gert til að vinna bug á þeim. Flestir sjúkdómar bera bæði líkamleg og sálræn einkenni, og það verður að snúa sér gegn hvorum tveggja. Hryggð og reiði eru tilfinning- ar, sem unnið er gegn hjá börnum. Þeim er ekki veitt nein aðstoð til að átta sig á eigin tilfinningum og ástandinu nteð því að kanna nánar, það sem unni. En það takmark er öllunt æðra að vera hamingjusamur og halda jafnvægi, og þeir hafa sínar aðferðir til að ná þessu takmarki. Við reynum að losna við þjáning- una, en þeir líta á hana sem hluta af lífinu og þeir verði að vera við henni búnir. Ekki skal kvarta heldur verða sér úti um þá kjöl- festu, sem dugir, til þess að þján- ingin sigrist ekki á manni. Niðurbæld reiði er einhver hættulegasta tilfinning, sem til er, og það vita Balibúar. Þeir losa sig við reiðina, ekki með því að veita henni útrás, því að það má ekki láta reiðina í Ijósi. Nei, með gleðilátum og hlátri skal reiðin á burt, þegar gleðin gengur í bæinn, gengur reiðin út. Á Bali ríkir eitt hið fjölskrúð- ugasta menningarsamfélag, þar sem listin birtist í svo fjölbreytt- um myndum, að þeir, sem heim- sækja eyjuna, standa nánast orðvana. Sagt hefur verið, að . Balibúar leggi meiri áherslu á fag- urfræði en siðfræði, að þeir dýrki fegurðina fegurðarinnar vegna, en ekki vegna þess að þeir leggi á hana neitt siðgæðismat. Balibú- um er oft lýst þannig, að þeir séu afskiptalausir og kaldgeðja, hræddir við að sýna eigin tilfinn- ingar, fólk, sem haldi öðrum í fjarlægð og óttist einstaklings- eðlið, þeir leggi mikla áherslu á kurteisisreglur og dylji eigin persónuleika með formlegri og fagurfræðilegri framkomu. Rannsóknir mínar á Bali hafa leitt til allt annarrar niðurstöðu. Umgengnisvenjurnar, sem eru nánast eins og farið sé eftir helgi- siðabók, eru nátengdar hug- myndum Balibúa um heilbrigði líkama og sálar. Og siðferðið hef- ur miklu hlutverki að gegna. Suriati hlaut ákúrur fyrir, þeg- ar hún lét tilfinningar sínar og örvilnan ná yfirhöndinni, vegna þess að með því stofnaði hún ekki aðeins eigin sálarjafnvægi í hættu, heldur einnig þeirra, sem hún umgekkst. Þeir gátu smitast af örvilnan hennar. í rauninni sjá Balibúar heiminn sem táradal fullan þjáninga. Mannfólkið þarf á öllum þeim stuðningi að halda, sem kostur er, eigi það að bjargast. Djúpt undir hjartarót- um allra búa áhyggjur og vanlíð- an, sem aðeins er unnt að halda í skefjum með góðum hugsunum. Tilfínningar eru mismunandi eftir löndum Meginuppspretta skilnings míns á Suriati og mörgum öðrum, er hvemig tilfinningar þeirra hafa ver- ið látnar í ljósi við hinar ýmsu aðstæður, sorg, hamingju, veik- indi, hræðslu eða reiði. En mis- munandi menningarsamfélög eiga sín sérstöku merki, sem lík- arninn gefur frá sér, svipbreyt- ingar, bros og grát. Leggi maður eigið þjóðfélag til grundvallar, þegar túlka á þessi merki, er auðvelt að lenda á villigötum. í okkar heimshluta telst það eðlilegt, að fólk sé að jafnaði „alvarlegt" á svipinn, það hefur enga sérstaka merkingu. Bros táknar aftur á móti annað hvort gleði eða að fólk vill sýna öðrum sérstaka vinsemd. Á Bali er brosið tákn almennrar nær- gætni og algengasti andlitssvipur- inn, en alvörusvipur er strax tek- inn sent merki um reiði. Aðeins með því að þekkja menningu þjóðarinnar, tákn hennar og sér- kenni til fulls, er maður fær um að skýra, hvað hin einstöku svip- brigði merkja og hvað er að ger- ast innra með viðkomandi. Því er heldur engan veginn að treysta, að mannlegar tilfinningar séu hinar sömu burtséð frá þjóð- menningu og kennslu. Þær upp- lýsingar, sem ég hefi frá Bali, benda til þess, að þarna kunni að vera um mismun að ræða, sem eigi sér langa sögu. Áður en við finnum eða reyn- um ákveðnar tilfinningar í okkur sjálfum verðum við að átta okkur á hverjar þær eru og gefa þeim nafn. Ásamt nafninu, sem er ntis- munandi frá einum stað til annars, fylgir mismunandi skiln- ingur á mönnum og siðfræði. Sú mynd, sem hver þjóðmenning gerir sér af tilfinningunum varpar Ijósi á þá reynslu, sem um er að ræða, en hylur jafnframt suma þætti tilfinningarinnar. Orðið „móðurást“ táknar fyrir okkur umhyggju og góðvild, en dylur óskina um yfirráð og hlýðni. í „sorg“ okkar yfir burtkölluðum ástvini þegjum við um vonbrigði og reiði í garð þess dána, en hjá sumum þjóðflokkum er þetta tíundað. Ég held, að það sé ekki hægt fyrir Balibúa að finna til reiði eða hryggðar án þess að finna strax fyrir sektarkennd og samvisku- biti. Jafnframt verður hann ótta- sleginn, því að sorg og reiði fylgir hættan á líkamlegum sjúkdónt- um. Þess vegna neita margir Bali- búar því ákveðið, að þeir hafi nokkurn tíma reiðst. (Unni Wikan cr þjóömcnningarfræðingur og forstööumaður þjóöfræðisafnsins við háskólann í Osló. - Þýtt úr 111. Videnskab 2/87. - Þ.J.) Garð- hús- •i gogn ★ í garðinn, ★ á svalirnar, ★ í sumarbústaðinn. Alls staðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.