Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 22.05.1987, Blaðsíða 6
6- DAGUR-22. maí 1987 Ibúðir óskast Vil jum taka á leigu tveggja og þriggja herbergja íbúðir frá 1. júní n.k. vegna starfsmanna. Tryggjum góða umgengni og skilvísar greiðslur. Nánari upplýsingar gefur Jón Amþórsson í síma 21900. Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri. Hjólhýsaeigendur og aðrir þeir sem eiga hluti í geymslu hjá Svifflugfélagi Akureyrar á Melgerðismelum, vitjið þeirra laugardaginn 23. maí frá kl. 14.00-17.00. Sviíflugfélag Akureyrar. Harmonikutónleikar Sigmund DEHLI ásamt 4 þekktum spilurum halda tón- leika í Alþýðuhúsinu Akureyri föstudaginn 22. maí kl. 22.00. Dansað verður á eftir og mun Hljómsveit Sigmunds DEHLIS leika ásamt félögum úr FHUE. Harmonikuunnendur við Eyjafjörð. Til sölu MMC L-200 Pick up árgerð 1982. Bíllinn sem lítur mjög vel út er með veltigrind, spili og í honum eru góð hljómflutningstæki. Einnig fylgja bílnum stór og mikil vetrardekk á hvítum felgum. Verð 430 þúsund. Nánari upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson f síma 24222 á daginn og í síma 26367 á kvöldin. Höfðaberg veitingasalur annarri hæð Bjóðum upp á hraðréttaseðil í hádeginu ★ ★ ★ ★ Dansleikur laugardagskvöld Hin stórgóða hljómsveit PASS leikur fyrir dansi til kl. 3 Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00 Bílaklúbbur Akureyrar: Torfærukeppni á sunnudaginn Torfærukeppni Bílaklúbbs Akur- eyrar verður haldin í malarkrús- unum á Glerárdal á sunnudag og hefst kl. 14.00. Keppt verður í „standard"- flokki og flokki sérútbúinna jeppa. Lifandi orö „Því að svo elskaði Guð heiminn, aö hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft iíf.“ Jóh. 3,16. Guð elskaði og Guð gaf, af því að hann er kærleikur. Hann elskaði mennina í heiminum, hvern einstakling, þrátt fyrir synd og ranglæti þeirra. Svo mikill og óverð- skuldaður var kærleikur hans. Ritningin segir: „Ég er orðinn augljós þeim, sem spurðu ekki að mér." Róm. 10, 20. Guð sendi okkur Lausnarann í heiminn, það var hans dýrmæta náðargjöf. Markmið Guðs var að við mættum eignast eilíft líf fyrir trúna á hann, hinn kross- festa og upprisna Frelsara. Þetta er í hnotskurn boð- skapur Biblíunnar, að Guð gaf son sinn í dauðann, til að sýna hvernig hann þurfti að dæma synd og ranglæti. Við erum hins vegar þakklátir þiggjendur, ef við tökum á móti fyrirgefningu Guðs I Kristi. Lykilorðið í þessari ritningargrein, hvað okkur varðar, er trúin á hann, trúin á hjálpræðisverk Drottins Jesú. Jóhannes 3,16 flytur okkur þannig náðarboðskap Guðs, hið eina sanna fagn- aðarerindi. Þetta var byltingarkenndur boðskapur í eyrum Nikódemusar, sem fékk að heyra þessi orð af munní Frelsarans, nóttina er hann leitaði á hans fund. Hann þekkti einungis þá guðsdýrk- un sem miðaðist við að bæta sjálfan sig til þess aö þókn- ast Guði. Það var því nýtt fyrir honum, að hægt væri að öðlast fyrirgefningu Guðs sem gjöf fyrir trúna á Krist. Einnig var það nýr þoðskap- ur fyrir honum, að öllum mönnum, bæði Aröbum, Rómverjum og hverju mannsbarni stæði jafnt til boða hin sama blessun. „Til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jesús talaði skýrt og skorinort um glötun og dóm Guðs. Að sá Guð sem valdið hefur, mun dæma réttvíslega allt guð- leysi og allt ranglæti. En með friðþægíngarverki sínu, hef- ur Jesús skapað grundvöll sátta og fyrirgefningar. Að hafa „eilíft líf“, er að hafa Drottin Jesúm Krist að Frels- ara og leiðtoga. Það er að eiga samfélag við hann, og eiga þekkinguna á Guði eins og hún birtist í orði hans. „Akureyri er öflugur samvinnubær" - segir Leif Levin, framkvæmdastjóri sænska samvinnusambandsins Leif Levin, framkvæmdastjóri sænska samvinnusambandsins, var staddur á Akureyri í gær, en hann var hér á ferð með 50 manna hópi sænskra samvinnu- manna. Hér voru á ferðinni menn í æðstu stöðum sænsku samvinnuhreyfingarinnar ásamt mökum sínum. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, tók á móti hópnum í gærkvöld á Hótel KEA, og þar var snæddur kvöldverður. Blaða- maður náði tali af Leif Levin á Hótel KEA. - Hvernig eru samvinnufélög- in sænsku byggð upp? „Umsvif samvinnufélaga í Sví- þjóð eru mjög mikil, og þegar við tölum um reksturinn skiptum við honum eftir því hvort um mat- vælaframleiðslu er að ræða eða ekki. Sænska samvinnusamband- ið og kaupfélög á þess vegum reka fyrirtæki, sem eru með þeim stærstu í heimalandi okkar. Þró- unin á síðustu árum hefur verið jákvæð fyrir okkur þrátt fyrir mjög harða samkeppni við einka- aðila, einkum í verslunarrekstr- inum. Við erum ekki í samkeppni við nein fyrirtæki á vegum sænska ríkisins.“ - Hvað er langt síðan sam- vinnuhreyfingin var stofnuð í Svíþjóð? „Samvinnuhreyfingin er mjög rótgróin í Svíþjóð og upphaf hennar má rekja allt til ársins 1856. Á sunnudaginn kemur fer ég einmitt á hátíð, sem er haldin til að minnast þess að 125 ár eru liðin frá stofnun eins elsta kaup- félagsins í Svíþjóð, en þetta til- tekna félag var stofnað árið 1862.“ - Fellur samvinnuhugsjónin í góðan jarðveg í Svíþjóð? „Já. Núna eru tvær milljónir Svía félagsmenn í kaupfélögum og sífellt bætast fleiri við. Hlut- verk okkar er að stuðla að fleiri atvinnutækifærum og heilbrigðu viðskiptalífi landi og þjóð til hagsbóta, eins og reyndar ann- arra samvinnumanna í heiminum. - Hvernig líst þér á umsvif samvinnumanna hér á Akureyri? „Ég er mjög hrifinn af því sem ég hef séð hérna. Það er greini- legt að hlutverk samvinnurekstr- arins er mjög mikilvægt á Akur- eyri og fleiri stöðum hér í kring. Það, sem mér kom mest á óvart er hversu víðtækur þessi rekstur er, hann er á fleiri sviðum en hjá okkur f Svíþjóð. Við erum aðal- Sumarbúðirnar við Hólavatn Þessa dagana stendur yfír skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni, en eins og undanfarin ár er boðið upp á tíu til fjórtán daga dvöl fyrir stúlkur og drengi á aldr- inum átta til tólf ára. Innritun hófst fjórða maí og stendur hún til tíunda júní. Fyrsti hópurinn, átta til tólf ára drengir, kemur til Hólavatns tíunda júní, en sá síðasti þann 28. júlí. KFUM og K á Akureyri eiga allstórt hús við norðvesturenda Hólavatns í Eyjafirði. Umhverfið er mjög ákjósanlegt til sumar- dvalar barna, og gefast þeim mörg tækifæri til leikja og úti- vistar undir eftirliti. Á Hólavatni eru margir bátar til afnota fyrir börnin. Krabbameinsfélag fslands: Fundur á Hótel KEA Aðalfundur Krabbameins- félags Islands verður haldinn á Hótel KEA á laugardaginn kl. 14.00. Á fundinn kemur Kristján Sigurðsson, yfíriæknir á leitarstöð Krabbameins- félagsins í Reykjavík. Kristján Sigurðsson flytur fræðsluerindi um krabbameins- leit, einkum hvað varðar leit að krabbameini í legháisi og brjóst- um kvenna. Þá verða viðraðar hugmyndir um skipulega krabba- meinsleit hjá öllum konum á landinu, sem eru 40 ára og eldri, og rætt um að styrkja Fjórðungs-i sjúkrahúsið til kaupa á röntgen-! myndatæki, sem notað yrði til að' taka myndir af brjóstum kvenna. Konur eru hvattar til að koma á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.