Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 1
Frystihús KEA á Dalvík: Löndun í gáma hefur lamað fiskvinnsluna „Þegar ég verð stór, þá ætla ég...“ segir í vel þekktum dægurlagatexta. Ekki er ólíklegt að þessi litla hnáta sem Lalli rakst á hafi verið að hugsa eitthvað á þessa leið þar sem hún spókaði sig með nýju regnhlífina sína. Hvert framhald textans í henn- ar tilfelli er skal ósagt látið en víst er að hún á sína drauina. Mynd tlv Mikið hefur verið um það að undanförnu að togarar frá Dal- vík landi afla sínum í gáma til útflutnings. Þetta hefur, ásamt slæmri tíð, haft áhrif á fisk- vinnsluna á Dalvík og í fáein skipti hefur komið fyrir að orð- ið hefur að loka Frystihúsi KEA vegna fiskieysis. í eitt skiptið var allt starfsfólk frá vinnu í fjóra daga samfleytt vegna þessa. Gunnar Aðalbjörnsson, frysti- hússtjóri sagði enga launung að vandamál hafi skapast £ frystihús- inu beinlínis vegna gámaútflutn- ings. Gott verð hefur fengist fyrir gámafisk á erlendum mörkuðum og því er mikill þrýstingur frá sjómönnum um að aflanum verði landað í gáma. Meira en helm- ingi hærra verð fæst fyrir fiskinn ef hann er fluttur út í gámum í stað þess að landa honum heima. Gunnar sagði að munnlegt samkomulag hafi verið gert við sjómenn og útgerð í haust þess efnis að fiskvinnslan verði sem fyrr látin ganga fyrir gámaút- flutningi. Komið hafi hins vegar fyrir að sjómenn hafi ákveðið að sigla inn til ísafjarðar og landa í gáma í stað þess að landa heima. Af þessum ástæðum varð hráefn- isskortur á Dalvík. Aðspurður um hvort ekki komi til greina að hækka greiðsl- ur fyrir fiskinn sagði Gunnar að slíkt kæmi ekki til. „Við erum komnir í botn og getum ekki spennt bogann hærra.“ Kristján Ólafsson, sjávarút- vegsfulltrúi KEA var inntur eftir hvort ekki kæmi til greina að gera fasta samninga við sjómenn um að landa ákveðnum hluta aflans heima. „Ef ástandið verður eins áfram og oftar kemur fyrir að vinnslan stöðvist þá er ljóst að breyta verður stjórnuninni á þessum málum. Samkomulag er þó í gangi við sjómenn um að halda vinnslunni gangandi og ég vona að ekki komi fyrir aftur að hún stöðvist alveg.“ JÓH Rækjuvinnslan Án/er á Árskógsströnd: Reynt að tryggja hráefni í vetur Vonir standa nú til að takist að tryggja hráefni í vetur fyrir rækjuvinnsluna Árver á Árskógsströnd en erfiðlega hefur gengið að fá hráefni fyrir verksmiðjuna. Heimabátar eru nú komnir á línu- og sfldveiðar en þeir hafa aflað fyrir verk- smiðjuna undanfarið. Þeir eru flestir af minni gerðinni og geta því ekki sinnt vetrarveið- unum. prufur til Englands og Danmerk- ur en of snemmt væri að spá hvort þarna yrði um verulegan markað að ræða. Nýr framkvæmdastjóri, Pétur G. Helgason, er tekinn til starfa í Árveri. Pétur starfaði síðasta árið hjá fiskmati ríkisins en hann hefur starfað bæði við vinnslu og veiðar á rækju. JÓH Saumastofan Vaka Sauðárkróki: Nú er kominn á veiðar fyrir rækjuvinnsluna lítill skuttogari frá Patreksfirði og standa vonir til að -hann leggi upp hjá verk- smiðjunni í vetur. Petta er lítill frystitogari en að sögn Sveins Jónssonar, oddvita Árskógs- hrepps en hreppurinn er einn af stærstu eigendum Árvers, er fryst rækja ákaflega hentug fyrir verk- smiðjuna þegar eyður koma í hráefnisöflunina hjá öðrum bátum. Nýtt verksmiðjuhús Árvers var tekið í notkun snemma í sumar en mjög lítil vinna var í verk- smiðjunni síðasta vetur vegna hráefnisskorts. í verksmiðjunni er búnaður sem notaður verður til að nýta rækjuskel. Árvers- menn eru í samvinnu við danskt fyrirtæki að afla markaða fyrir rækjuskelina og sagði Sveinn að þegar væri búið að senda nokkrar Öllu starfsfólki Saumastofunn- ar Vöku á Sauðárkróki var sagt upp störfum sínum á dögunum. Um svipað leyti bauð Erlendur Hansen fram- kvæmdastjóri og eigandi saumastofunnar Sauðárkróks- bæ tæplega helming húsnæðis fyrirtækisins til kaups. Sauma- stofan Vaka er meðal stærstu vinnuveitenda á Sauðárkróki. Erlendur segir ástæðurnar fyrir uppsögnum vera þær að hann sé að draga sig út úr rekstrinum og starfsfólkinu verði gefmn kostur á endurráðningu. Undanfarið hafa átt sér stað þreifingar milli Er- lendar og tveggja starfsmanna, þeirra Hauks Stefánssonar og Sigurðar Frostasonar, um að þeir taki við rekstrinum. Að sögn þessara aðila er ekki búið að ganga frá samningum, en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur er ekki ólíklegt að af þeim verði og mun það væntan- lega skýrast á næstu dögum. Viðræður milli Erlendar og Sauðárkróksbæjar um sölu 500 fermetra húsnæðisins eru skammt á veg komnar. Hefur verið talað um húsnæðið sem lausn á húsnæðisvanda tónlist- skólans. í samtali við Erlend kom fram að í deiglunni er að starf- semi saumastofunnar verði færð saman, þannig að hún verði á 600 fermetrum í stað 1100 áður. Saumaskapurinn verði dreginn saman en prjónið aukið. Segir hann að þótt vinnurýmið minnki svona mikið, verði hægt að skapa öllu starfsfólki fyrir- tækisins í dag viðunandi vinnuað- stöðu. „Verðið á framleiðslunni er búið að vera það sama í 2 ár á sama tíma og allt annað hefur vaðið upp. T.d. er búið að vera mikið launaskrið í greininni, sér- staklega síðasta árið. Þetta hefur verið allt of umfangsmikið hjá mér. Ég er búinn að vera með stóran lager frá síðustu áramót- um, sem lítil sem engin hreyfing hefur orðið á og það gengur auð- vitað ekki. Það er hægt að reka þetta með því að draga það hæfi- í lega mikið saman og aðlaga það markaðinum," sagði Erlendur Hansen. -þá I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.