Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 6
6 - ÐAGUR - 6. nóvember 1987 „BundB slitlag besta jjárfestinm “ Helgarviðtal við Svavar Jónsson héraðsstjóra Vegagerðar ríkisins Svavar Jónsson er héraðsstjóri Vegagerðar ríkisins í Suður- Þingeyjarsýslu. „Þetta er svo- lítið villandi, aðrir aðilar eru héraðsstjórar en nafnið er komið til af því að umdæmið nær yfir héraðið. A aðal- stöðunum eins og t.d. Akur- eyri eru yfirmennirnir nefndir rekstrarstjórar og það minnir mig aftur á móti á réttirnar,“ sagði Svavar er Dagur innti hann eftir starfsheitinu. En við skulum byrja á byrjuninni, hvar fæddist Svavar? „Ég fæddist í Móskógum í Vestur-Fljótum, sá bær er kom- inn í eyði núna en hann var við Haganesvík. Þegar ég var átta ára fluttum við að Molastöðum í Austur-Fljótum og þar ólst ég upp. Foreldrar mínir, Jón Guð- mundsson og Helga Jósefsdóttir voru bæði ættuð úr Fljótunuin, faðir minn er orðinn 87 ára, hann býr á Sauðárkróki hjá systur minni en móðir mín dó fyrir nokkrum árum. Við systkinin vorum 13 en 12 af okkur eru á lífi. Frá Móskógum eru mér sér- staklega minnisstæð brimin á haustin en þetta var fyrir opnu hafi. Fjallið fyrir ofan bæinn var mjög bratt og hátt og manni fannst það stundum ógnvænlegt þegar glampaði á það í tunglskin- inu á kvöldin. Ég var tæplega þriggja ára 1934 þegar mikill jarðskjálfti kom, þetta var að vori til, ég var úti á túni sem verið var að bera á og elstu bræður mínir voru að mala tað í kvörn. Þeir fóru að álasa hver öðrum fyrir að hrista kvörnina því landið gekk í bylgjum. Ég valt þarna um á milli þúfna og fór að skæla en móðir mín kom og tók mig. Þá sá ég að öll fjallshlíðin var í reyk og mér fannst þetta vera gráir belju- skrokkar, sem búið var að skera hausa og lappir af, sem ultu þarna niður. Astæðan mun hafa verið sú að skömmu áður hafði verið slátrað kú sem ég sá þegar búið var að gera þannig að henni. Þetta mun hafa verið Dalvík- urskjálftinn og það er svolítið merkilegt að maður skuli muna eftir þessu, fyrst ég var svona ungur.“ Byrjaði snemma í vegavinnunni „Ég byrjaði snemma í vega- vinnunni, átta ára gamall fór ég að fá borgað fyrir vinnuna, tvær krónur fyrir daginn, en áður var ég búinn að sniglast í kring og þá fékk ég stundum að teyma hest- ana. Maður var oft þreyttur í fót- unum eftir daginn en það var unnið í tíu tíma á dag og líka á laugardögum." - Var ekki ýmislegt brallað í vegavinnunni? „Jú, það var ýmislegt gert, t.d. voru oft áflog í matartímunum. Ég man sérstaklega eftir einum strák sem var hrekkjóttur, einu sinni þegar maður hafði lagst afturábak og sofnað fór strákur- inn með hrossaskít og muldi í andlitið á honum. Hinn spratt náttúrlega upp og elti hann. Hjá Ludvik Kemp sem stjórn- aði vegalagningu um Siglufjarðar- skarð, voru til hestar sem voru þannig að það þurfti ekki að teyma þá, það var nóg að fara með þá út á veginn og setja upp á þá tauminn, þá vissu þeir hvert þeir áttu að fara. Svo voru til hestar sem voru ákveðnir, flokkstjórinn var með flautu sem hann blés í þegar átti að fara úr og í mat og kaffi. Sum- ir hestarnir voru þannig aö þeir rumdu þegar flautað var og það þýddi ekki að reyna að hreyfa þá eftir það. Þeir vissu hvað til stóð og það varð að spenna þá frá því þeim varð ekki þokað af stað. Hestarnir voru sumir hrekkj- óttir, 1945 var ég í vinnuflokki hjá Hrólfi Ásmundssyni, sem og mörg næstu árin, hjá honum voru margir af þessum hestum. Verið var að fylla að brú og þá var ég með hest sem átti það til að bíta þegar verið var að spenna klaf- ana á hann. Ég var ekki hár í loft- inu og einu sinni náði hann í bux- urnar mínar, hnippti mér upp og stakk mér á hausinn. Einu sinni losnaði af honum annar kjálkinn á kerrunni, ég varaði mig ekki á þessu og hann tók viðbragð, rauk af stað fram af uppfyllingunni, skildi eftir kerruskúffuna og síð- an hjólin. Hann þaut upp í árgilið og hvarf en dró á eftir sér grind- ina, svo kom hann aftur allur blautur og spakur. Það var foss inni í gilinu og hesturinn hafði farið í hylinn þegar hann komst ekki lengra og vatnið hefur haft róandi áhrif á hann. Þetta var ákaflega skemmtileg- ur tími. Mér fannst alltaf sérstak- lega þægilegt og gott að sofa í tjöldunum og ég man aldrei eftir að mér væri kalt þar. Þarna var ég í tjaldi með tveim gömlum Færeyingum. Ekkert gólf var í tjaldinu en borð voru lögð á jörð- ina á milli fletanna. Annar þeirra bæði reykti og tók í vörina. Hann átti stóra, bogna pípu. Þar var nú ekki verið að spilla því sem nýta mátti: Eftir að dautt var í pípunni losaði hann öskuna í lófa sér og hellti upp í sig til að drýgja tóbakið. Síðan spýtti hann á bak við rúmið sitt. Þctta voru ágætis karlar, mjög guðhræddir og sungu sálma á hverju kvöldi, og báðust fyrir, einnig þegar þeir voru sestir við matborðið. Þeim þótti íslending- arnir orðljótir og sögðu mér að Færeyingar færu aldrei með svona ljót blótsyrði. Eitt var það, sem þeir áttu ekki nógu sterk orð yfir í vanþóknun sinni en það var hrossakjöt. Höfðu þeir aldrei bragðað það og sögðu það hina mestu ósvinnu að neyta þess. Um sumarið var svo keyptur hálfur tryppisskrokkur fyrir mötuneytið og körlunum sagt, að það væri kýrkjöt og borðuðu þeir það með bestu lyst. En heldur áttum við strákarnir bágt með að stilla hláturinn þegar þeir voru að sveia hrossakjötinu áður en þeir réðust á kjötfatið. Þar sem ég var að vinna kom fyrsta ýtan 1946, þá var efninu rutt upp í veginn en lítið hugsað um að ganga snyrtilega frá, síðan var farið með handverkfæri, efn- inu jafnað og hlaðinn smá sniddukantur ofan á það sem ýtan ýtti upp. Það var ljótur frá- gangur á þessum ýtuförum, ekki hugsað um að laga þetta til eins og nú er gert. Það var verið að reyna að koma vegunum sem allra lengst, reyna að lyfta sem allra mestu af þeim upp úr snjó, en þetta voru allt saman niður- grafnir vegir áður. Það var tekið sem auðveldast var, það var moldin, henni var ýtt upp í veg- inn en svo var kannski þessi fína möl þar undir. Þessir vegir voru alltaf ófærir á vorin, það var slett yfir þá malarlagi sem moldin kom strax upp úr þegar klaki var að fara úr veginum." Lauk kennaraprófí, varð þrítugur og kvæntist „Um tvítugt fór ég í Héraðsskól- ann á Laugarvatni og var þar í þrjá vetur, það var mjög ánægju- legt og gaman að vera þar. Þar voru góðir menn, eins og Þórður Kristleifsson sem var mjög mikill áhuga- og ákafamaður. Hann kenndi söng og íslensku og var harður á því að menn töluðu rétt og gott mál. Það var mjög gott félagslíf í skólanum, haldnir voru dansleik- ir og fundir en þá var ekkert sjón- varp til að trufla. íþróttir voru mikið stundaðar, Björn Jakobs- son var skólastjóri íþrótta- kennaraskólans og hann lék oft fyrir okkur á fiðlu en það var í fyrsta skipti sem ég kynntist því að músík væri notuð við leikfimi. Þegar ég var í landsprófinu fór ég yfirleitt á fætur klukkan sex á morgnana til að lesa undir prófin, tók síðan próf og fór svo að vinna á ýtu fyrir Bjarna skólastjóra. Ég ætlaði að halda áfram námi en yfirmaður véladeildar Vega- gerðarinnar í Reykjavík fékk mig til að koma á vélalagerinn, svo ég hætti við skólann, fór þangað og vann þar í rúm tvö ár. Mér líkaði ekki vel þarna, saknaði tjaldlífs- ins yfir sumarið. Fyrra sumarið sem ég var í Reykjavík var sér- stakt rigningarsumar og það fór alveg með mann. Eitt sumarleyfið vann ég með Leópold Jóhannessyni vestur á Fróðárheiði, það var ákaflega gaman að koma á nýjar slóðir. Veturinn eftir að ég hætti á lagernum fór ég í Kennaraskól- ann og lauk prófi þaðan 1961, þá var ég þrítugur og sama ár kvænt- ist ég Ingu Guðrúnu Sumarliðadótt- ur. Faðir hennar vann hjá Vega- gerðinni og við Inga kynntumst vestur í Dölum. Ég var að vinna hér fyrir norðan en fór á héraðs- mót vestur í Dali til að syngja með tvöföldum kvartett sem við vegagerðarmenn vorum með. Vegagerðarmenn fjölmenntu þangað og þá sá ég konuna mína fyrst.“ Inga og Svavar eiga þrjú börn, Björg er elst þeirra, hún er gift, á eina dóttur og býr í Glasgow, Helgi Þorbjörn er í Mennta- skólanum á Akureyri og stundar nám á tónlistarbraut en Heimir Týr er í Framhaldsskólanum á Húsavík. „í Kennaraskólanum kynntist ég fjölda manns, þar voru margir merkir menn: Freysteinn Gunn- arsson, Broddi Jóhannesson, ísak Jónsson, Óskar Halldórs- son, Árelíus Níelsson og Helgi Tryggvason voru meðal þeirra sem kenndu mér.“ Eg valdi Vegagerðina „Gestur Þorgrímsson var einn kennaranna við skólann, hann var milligöngumaður um það að ég fór vestur í Grundarfjörð og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.