Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 5
6. nóvember 1987 - DAGUR - 5
Hafnarstjórn Sauðárkróks:
Ætlar að lengja norður-
garð á næsta ári
- til að bæta aðstöðu togaranna
„Jú það er rétt. Ég sagði að
leitað yrði alla leiða til að fjár-
magna þessa framkvæmd.
Málið er það alvarlegt að við
verðum með öllum tiltækum
ráðum að útvega peninga, en
fyrst og fremst ætlumst við til
að þeir komi í gegnum fjárlög,“
sagði Hörður Ingimarsson for-
maður hafnarstjórnar Sauðár-
króks er fregnir af fundi, sem
stjórn Útgerðarfélags Skag-
fírðinga óskaði eftir með hafn-
arstjórn, voru bornar undir
hann.
„Okkar markmið eru að bjóða
út grjótflutninga í viðbótina við
norðurgarðinn í janúar nk. En
það fer auðvitað allt eftir því
hvort okkur tekst að útvega
fjármagn.
í góðri samvinnu við vita- og
hafnamálayfirvöld hefur verið
ákveðið að lengja norðurgarðinn
um 50-70 metra til að freista þess
að koma í veg fyrir súginn inni í
höfninni. Við höfum auðvitað
komið því á framfæri við stjórn-
völd hversu alvarlegt ástandið er.
Síðustu tvö haust hefur það verið
einkanlega slæmt, og er mál
Þórshöfn:
Koli fluttur
út í gámum
Stakfellið landaði á Þórshöfn á
mánudaginn 150 tonnum af
heilfrystum karfa og grálúðu.
Skipið hafði verið á veiðum í
þrjár vikur en þar áður var
skipið stopp í um 10 daga
vegna bilana í spilbúnaði.
Súlnafellið, hitt skip Útgerðar-
félags Norður-Þingeyinga, er í
sinni fyrstu veiðiferð en afli mun
hafa verið heldur tregur eins og
hjá öðrum togurum. Skipið er
væntanlegt til hafnar næstkom-
andi mánudag.
Afli báta hefur verið þokkaleg-
ur fyrir austan. Aðallega er um
að línuveiðar en einnig hefur
talsvert fengist af kola í snurvoð.
Mest af kolanum hefur verið flutt
út í gámum í gegnum Fiskmiðlun
Norðurlands á Dalvík. ET
manna að það hafi ekki verið jafn
slæmt til fjölda ára. Sumir tala
um í allt að 30 ár,“ sagði Hörður.
„Ef þetta tekst ætti okkar mál-
um að vera borgið,“ sagði Bjarki
Tryggvason framkvæmdastjóri
Útgerðarfélags Skagfirðinga, en
eins og áður hefur komið fram
hafa togarar félagsins legið undir
skemmdum í höfninni í minnstu
norðan veðrum.
Hafnarstjórn áformar fram-
kvæmdir upp á 41,3 milljónir við
Sauðárkrókshöfn á næsta ári. í
þessari forgangsröð: í lengingu
norðurgarðs er áætlað að fari 25
milljónir, í malbikun á hafnar-
svæðinu fyrir gámaaðstöðu 3,3
milljónir, í framkvæmdir við
suðurgarð 3,3 milljónir og í loka-
áfanga víð smábátahöfn 10 millj-
ónir. -þá
Ég get ekki dottið.
Mynd: TLV
Verslun í Hlíðarhverfi á Króknum:
Bygginganefnd
átelur seinagang
Bygginganefnd Sauðárkróks
gagnrýndi á fundi sínum fyrir
Ólafsfjörður:
Verður ósinn færður
til vesturs?
- Með færslu hans skapast aukið
byggingasvæði fyrir bæinn
Nú er unnið að nýju aðalskipu-
lagi fyrir Ólafsfjarðarbæ. Ein
af þeim hugmyndum sem rætt
er um í því sambandi er að
færa ós Ólafsfjarðarvatns til
vesturs en ósinn rennur nú
skammt vestan við bæinn.
Bjarni Einarsson, bæjartækni-
fræðingur í Ólafsfirði sagði ekki
enn vera ljóst hversu mikið ósinn
yrði færður ef til kæmi. Með því
að færa ósinn til vesturs skapast
aukið byggingasvæði fyrir bæinn
og einnig sparast brúargerð yfir
ósinn svo að hægt yrði að komast
að hugsanlegri byggð vestan
hans.
Aðspurður sagði Bjarni að
bærinn væri helst aðþrengdur
með byggingasvæði fyrir iðnað-
arhús. Flestir vildu byggja iðnað-
arhús sín í nágrenni hafnárinnar
og með færslu óssins gæti skapast
aukið svæði fyrir iðnaðarhúsnæði
í nágrenni hennar.
Bjarni sagði að aðalbreytingar
á nýju aðalskipulagi fyrir Ólafs-
fjörð verði í tengslum við hafnar-
svæðið og þá verði stærsta málið
færsla óssins.
Vinna við aðalskipulag Ólafs-
fjarðar stendur nú yfir hjá Skipu-
lagi ríkisins og fleiri aðilum.
Hugmynd um að færa ósinn fer
því til gerðar skipulagsins en gert
er ráð fyrir að gerð aðalskipulags
ljúki á næsta ári. JÓH
nokkru seinagang í byggingar-
framkvæmdum á verslunarlóð
við Akurhlíð í Hlíðarhverfí
og var byggingarfulltrúa falið
að kanna gang mála. Fundar-
gerð bygginganefndar nýlega
greinir frá viðræðum bygginga-
fulltrúa Jóns Arnar Berndsens
við Einar Sigtryggsson lóðar-
hafa.
Þar segir að stefnt sé að því að
húsið verði tilbúið til notkunar
sumarið 1988. Yrði þá sá hluti
hússins sem nú er uppsteyptur
frágenginn að innan og húsið
pússað og málað að utan. Teikn-
ingar að innra skipulagi liggja að
mestu fyrir að sögn Einars, og
verður veturinn notaður til inni-
vinnu í húsinu.
íbúar í Hlíðarhverfi á Sauðár-
króki munu vera orðnir nokkuð
langeygðir eftir að verslun verði
opnuð á einu verslunarlóðinni í
hverfinu. Lóðinni var úthlutað
fyrir nokkrum árum. Hluti versl-
unarhússins við Akurhlíð var
steyptur upp á síðasta ári og
gerður fokheldur en bygginga-
nefnd finnst lítið hafa farið fyrir
framkvæmdahraðanum í ár.
-þá
Söngfólk - Söngfólk
Kirkjukór Lögmannshlíðar getur bætt við sig
söngfólki sérstaklega í alt og tenór.
Komið og verið með í skemmtilegum félagsskap.
Æft er á þriðjudagskvöldum kl. 20.00.
Upplýsingar veittar hjá söngstjóranum
Jóhanni Baldvinssyni eftir kl. 20.00 í síma 27537
og Aðalbjörgu Áskelsdóttur eftir kl. 14.00 í síma 25713.
Valgeir í Zebra
Hinn frábæri Valgeir Guðjónsson
mætir með kassagítarinn
í Zebra
laugardaginn 7. nóv. kl. 10.00
★
Mfssíð ekki af
frábærri skemmtun
Veitingastaður, Hafnarstræti 100, sími 25500
Laugardagur 7. nóvember
Dansleikur
Hljómsveitin Pass
leikur fyrir dansi
Kristján Guðmundsson leikur
fyrir matargesti.
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200.
Snyrtilegur klæðnaður.
★ ★ ★
Súlnaberg
sunnudag kl. 11-17
★ Glæsilegt kökuhlaðborð ★
Ath. síðasta sýningarvika á vatnslitamyndum og
teikningum Guðmundar Odds.
Verid velkomin.