Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 19
6. nóvember 1987 - DAGUR - 19 of erlendum veffvangi Rafhlöður era ekkí baraafæða að þau höfðu gleypt alkali-raf- hlöður úr leikföngum, ljós- myndavélum, heyrnartækjum og fleiru. í tímaritinu Journal of Pediatric Surgery er sagt frá því, að 16 barnanna voru ennþá með rafhlöðurnar í maganum, þegar komið var með þau á sjúkrahús, en hjá hinum voru þær komnar lengra áleiðis, niður í þarmana. Hættan af að gleypa þessar raf- hlöður liggur í því, að meltingar- sýrur geta unnið á hylkinu þannig að gat myndist og innihaldið leki út. Þá berst kvikasilfur og fleiri hættuleg efni út í meltingarfærin. í rafhlöðunum eru bæði almenn eiturefni og svo efni, sem geta étið göt á magaveggi og þarma. Hjá þeim 16 börnum, sem enn voru ineð rafhlöðurnar í magan- um sjálfum, náðu læknarnir þeim með grannri slöngu með segli í endanum. Oftast tók það innan við 20 mínútur að ná rafhlöðu á þennan hátt. Þeim börnum, sem voru með rafhlöður í þörmunum, var gefið hægðalyf, svo að óþverrinn bærist sem fyrst venju- lega leið. Ekkert þessara barna hlaut alvarlegt tjón af vegna þess að brugðist var við í tæka tíð. En ein rafhlaðan hafði þó legið í maga barns í fjóra tíma áður en hún var fjarlægð, og á henni sáust greinileg merki um tæringu. Hefði rafhlaðan legið öllu lengur í maga barnsins, hefði innihaldið lent í maganum og líf barnsins verið í hættu. Þessar litlu rafhlöður eru hrein tækniundur og verða sífellt þýð- ingarmeiri í almennu lífi manna. Það hve litlar þær eru getur hins vegar valdið hættum, og niður- staðan af rannsóknum Japana er sú, að stálpuð börn verði að gæta þess að ungbörn nái ekki í þær. Tæki, sem ganga fyrir svona raf- hlöðum, og ekki síst leikföng, þurfa að vera með lok yfir raf- hlöðunum, sem fest er með skrúfum eða á annan tryggilegan hátt svo að ákafir fingur ung- barna geti ekki opnað. (Heimild: Fakta 8/87. -Þ.J.) Lx>papeysur! Nú vantar mikið af peysum, nýir litir og mynstur. Konur sem vilja prjóna hafi samband við okkur. Opið þríðjudaga frá kl. 17.00-20.00. Peysumóttakan Beykllundi 13, sími 21288. Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn á Hótel Húsavík mánudaginn 9. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþingið. Vetrarstarfið. Önnur mál. Félagar hvattir til að fjölmenna á fundinn. Framsóknarfélag Húsavíkur. Það getur auðveldlega komið fyrir, að litlar rafhlöður, eins og þær, sem notaðar eru í arm- bandsúr og alls konar rafeinda- tæki, lendi á flækingi og börn gleypi þær. í heimalandi raf- eindatækninnar, Japan, voru 28 börn flutt á sjúkrahús í Tokyo á tíu mánaða tímabili, vegna þess Lífeeigar salmonella- bakteríur Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles hafa fundið bakteríustofn af salmonella-tegundinni, sem þolir fúkkalyf. Bakteríur þessar hafa þróast hjá kjötframleiðanda, sem að staðaldri blandaði fúkkalyfjum í fóður dýranna með þeim árangri, að til urðu salmonellabakteríur sem mynduðu mótefni gegn fúkkalyfjum. í þessum lífseigu salmonella- bakteríum er aukaplasmid, sem stýrir framleiðslu á efnakljúf, sem brýtur niður fúkkalyfin. Bakteríurnar þola einnig cloramphenicol, sem er mjög sterkt fúkkalyf, sem notað hefur verið gegn alvarlegum salmonella- sýkingum. Sjúklingarnir, sem orðið hafa fyrir sýkingu af völdum þessarar nýju salmonellategundar, hafa oftast veikst eftir að hafa tekið fúkkalyf gegn einhverjum öðrum sjúkdómi. Fúkkalyfin unnu á öðrum örverum í líkamanum og salmonellabakteríurnar fengu næði til að fjölga sér að vild. Salmonellasýking þessarar teg- undar hefur þegar valdið dauða a.m.k. tveggja manna, og nú er búist við því, að Ameríkanar taki upp ákafa baráttu gegn notkun fúkkalyfja í húsdýrafóður. (Heimild: Fakta 8/87. - Þ.J.) Heilagur réttur Ameríkumanna til að bera skotvopn cr miklu fremur heil- brigðisvandamál fyrir fjölskyldu og vini en vörn gegn innbrotsþjófum. Skjóta plskjlduna en ekki þjófa Sá heilagi réttur Ameríkana að bera skotvopn til varnar glæpa- mönnum er ekki mikils virði, ef trúa skal niðurstöðum tveggja manna frá háskólanum í Tenn- essee, sem hafa kynnt sér þetta mál. Það kemur sem sé í ljós, að eigendur skotvopnanna nota þau margfalt oftar til að skjóta sjálfa sig, ættingja, vini og kunningja en til að skjóta glæpamenn. Þeir síðastnefndu sleppa oftast við skothríðina. Háskólamennirnir í Tennessee tóku til athugunar 743 dauðsföll, sem orðið höfðu vegna meðferðar skotvopna á árunum 1978 til 1983. Af þessum dauðsföllum urðu 398 heima hjá eiganda skot- vopnsins. í 333 skipti var um sjálfsmorð að ræða, í 50 skipti dráp á öðrum og í 12 skipti slysa- skot. Um þau þrjú dauðsföll, sem ótalin eru, fékkst ekki ákveðin niðurstaða. Af þeim 50, sem drepnir voru, voru aðeins tveir innbrotsþjófar. Þannig gerðist það 12 sinnum oftar, að eigendur vopnanna urðu vinum og kunningjum að bana en innbrotsþjófum - og 18 sinnum oftar drápu þeir einhvern af heimilinu en óboðinn gest. „Það er kominn tími til að setja spurningarmerki við það, hvort vopn á heimilinu sé vörn fyrir fjölskylduna. Vopn virðast miklu fremur stofna lífi fjölskyldunnar í hættu," segja umræddir háskóla- menn. Annar þeirra, Arthur Keller- man, bendir á það í viðtali við mánaðarblaðið Omni, að á tveimur árum falli fleiri Amerík- anar fyrir skotvopnum heima fyr- ir heldur en féllu í Vietnam-stríð- inu allan tímann sem það stóð. (Hcimild: Fakta 8/87. - Þ.J.) Fátt er svo með öllu iOt... Flestir hafa víst heyrt eitthvað um þær skelfingar, sem fylgja eit- urgufum frá stóriðjuverum í Ameríku og Evrópu, m.a. hvern- ig hið súra regn eyðileggur nú skóga í stórum stíl og drepur fiska og aðrar lifandi verur í ám og vötnum. En nú hefur komið í ljós, að súrt regn er bændum ekki óhagstætt í öllu tilliti, a.nt.k. ekki ef það er innan einhverra ákveð- inna marka. Það getur orðið til þess að auka afrakstur jarðar og draga úr útgjöldum við kaup á til- búnum áburði. Þessi fróðleikur kemur frá jarðfræðistofnuninni í Novosi- birsk. Vísindamenn þar tóku til athugunar gamla rússneska kenn- ingu þess efnis, að þrumuveður á vori þýddi góða uppskeru að hausti. „Ekki svo vitlaust," hugs- uðu þeir, því að eldingarnar leysa úr læðingi mikið magn köfnunar- efnis-jóna, sem dreifast út í and- rúmsloftið. Köfnunarefnis-jónin valda því, að örlítið magn af saltpéturssýru (HNOj) berst til jarðar með regnvatni og getur síðan leyst upp næringarefni í jörðinni á sama hátt og köfnunarefnisauð- ugur áburður. Rússarnir gerðu síðan frekari athuganir í sambandi við þessa tilgátu. Þeir gerðu tilraun með að vökva nokkrar tómatplöntur með hreinu vatni og á sama tíma vökvuðu þeir aðrar sams konar plöntur með vatni, sem smávegis af saltpéturssýru hafði verið bætt út í. Plönturnar, sem fengu hreint vatn, visnuðu og dóu, en hinar uxu og döfnuðu. „Saltpéturssýran vinnur þau næringarefni, sem jurtirnar hafa not fyrir, úr þeim jarðefnum, sem fyrir hendi eru,“ segir Vasily Bagatov við jarðfræðistofnunina í viðtali við Omni. Hann álítur, að bændur, sem notfæra sér þessa tækni, þegar þeir vökva gróður- inn hjá sér, geti sparað stórfé með minni áburðarkaupum. (Heimild: Fakta 8/87. - ÞJ.) Mjólkuriðnaðurinn í Bandaríkj- unum reynir nú að snúa við þeirri þróun, sem orðið hefur á mjólk- urneyslu þar í landi. En neysla mjólkur er nú aðeins helmingur þess, sem var á sjöunda áratugn- um. Á sama tíma hefur sala gos- drykkja aukist um meira en 100 prósent. Rannsóknastofnun mjólkur- iðnaðarins hefur því sett fram þá hugmynd að bæta kolsýru, litar- og bragðefnum í mjólkina. Gert er ráð fyrir því, að á næsta vori geti neytendur í Bandaríkjunum valið um mjólk með jarðarberjabragði, appels- ínubragði eða kókosbragði, svo og piparmyntubragð, kóla- eða rommbragð. Þar fyrir utan verður einnig sett á markaðinn megrunar- mjólk, sem inniheldur aðeins fáar hitaeiningar og gervisykur. (Heimild: Fakta 8/87. - Þ.J.) Gódar vörur og gamaldags höfða ekki lengur til amerískra neytenda. Fljótlega kemur þar á markað kol- sýrumjólk með kólabragði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.