Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 7
6. hóvember 1987 - DAGUR - 7 sótti um skólastjórastöðu. Stöð- una fékk ég og var skólastjóri þar í fjögur ár. Það var ekkert hús- næði til að flytja í á Grundarfirði og þetta voru hálfgerð vandræði. Ég þurfti að kaupa húshjall sem mikil vinna fór í að laga til en hann varð aldrei nógu góður. Kaupið var lágt og það var ekki hægt að lifa af því nema hafa ein- hverja aðra vinnu, eitt sumar var ég í vinnu í þorpinu við byggingu mjólkurstöðvar og hafnarvinnu. En svo fór ég aftur norður í vega- vinnuna, ég vann á ýtu en þá var verið að leggja veginn um Stráka til Siglufjarðar. Þarna var ég á sumrin en fór svo vestur á veturna, þetta gekk ekki nógu vel því skólastjóri þarf helst að vera á staðnum á sumrin líka. Það losnaði skólastjóra- staða við heimavistarskóla í Fljótum og við fluttumst þangað og vorum þar í nokkur ár. Hús- næðið var ekki gott, húsið var byggt á stríðsárunum og þar sem nóg var af heitu vatni til upphit- unar þótti ekki þörf á að einangra húsið. Þegar mikil frost voru sudduðu veggirnir að innan og ég man eftir því að rúmfötin frusu við veggina. Meðan ég bjó í Fljótunum lenti ég í sveitarstjórn og fleiri trúnaðarstörfum þótt ég væri ekk- ert áhugasamur fyrir því. Björn á Sveinsstöðum kallaði mig ein- hvern tíma, þegar við vorum ekki á sama máli um stofnun fram- haldsskólans í Varmahlíð, „manninn með mörgu embætt- in“. Þetta var allt of mikið. í þessum fámennu sveitahreppum verður maður að fara í sveitar- stjórn þótt maður kæri sig ekkert um það og jafnvel þótt maður telji sig óhæfan til þess. Þetta var alls ekki mitt fag, hreppurinn var frekar fátækur og mér finnst öll innheimta ákaflega leiðinleg. Ég keypti hús á Sauðárkróki, fluttist þangað og kenndi þar einn vetur. Ég vann alltaf hjá Vegagerðinni á sumrin og það var orðinn svo langur tími sem unnið var fram á haustin, að nú varð ég að velja á milli kennslunnar og Vegagerðarinnar. Mér líkaði vel að kenna en það varð úr að ég valdi Vegagerðina og réði mig sem ársmann hjá henni.“ Húsið Iét undan „Til Húsavíkur fluttum við um áramótin 1975-76 þegar jarð- skjálftarnir voru hvað mestir. Ég fór austur í Kelduhverfi þegar einna mest gekk á, en þá vorum við nokkrir á ferðinni til að skoða sprungur í veginum. Mér er mjög minnisstætt þegar við komum að Keldunesi, þá var sagt að opnast hefði sprunga í túninu sem heitt vatn var í og okkur langaði til að sjá hana. Framan við húsið var skafl og þegar ég kom yfir skafl- inn studdi ég annarri hendinni á húsið en þá lét húsið undan, ég hélt að það væri orðið svona lið- að en einn skjálftinn hafði riðið yfir um leið og ég snerti húsið og það gekk til. Mér nefur líkað mjög vel á Húsavík og hvergi liðið betur. Mér finnst vera mikil veðursæld og það er fallegt hérna.“ - Er vinnan hjá Vegagerðinni vanþakklátt starf? „Bæði og, víðast hvar er skiln- ingi að mæta, en alltaf eru til ein- staklingar, sem hafa á öllu betra vit en aðrir og líta oft á þá, sem opinberri þjónustu sinna sem fá- ráðlinga. Besta dæmið er álit þessa fólks á alþingismönnunum. Oft eru menn með ýmsar rang- hugmyndir um starfið og hugsa ekki langt út frá sínum bæjardyr- um. Til dæmis er eilíft vandamál með heflunina og margir sem .Vegfarandinn keyrir bæði á betri vegi og í betri bíl vilja láta hefla hjá sér þegar það koma holur. Við erum með tvo hefla hérna á svæðinu, annar hef- ur að mestu leyti verið bundinn með vegavinnuflokki í sumar en hinn hefur verið að berjast á veg- unum, en vegir á svæðinu eru um 900 kílómetrar að sýsluvegum og fjallvegum meðtöldum. Það er erfitt að komast yfir þetta, miklir þurrkar voru í sumar og þá gekk ekkert að hefla, þó að við værum með tvo vatnsbíla í gangi til að bleyta vegina. Þeim sem sjá djúpu holurnar í vegunum hjá sér dettur ekki í hug að það séu hol- ur annars staðar, þar sem hefill- inn er þá stundina, heldur vilja þeir bara fá hefilinn til sín strax. Kröfurnar verða meiri eftir því sem vegirnir batna og þá taka menn frekar eftir holunum. Mennirnir á tækjunum leggja oft á sig mikla vinnu sem ekki er metin sem skyldi.“ - Hvað er mest heillandi við starfið? „Að sjá bundna slitlagið koma á vegina. Svo er útiveran heill- andi, t.d. eru miklir fjallvegir hér, maður fer um þá á hverju ári og mér finnst ákaflega gaman að koma inn á öræfin. Það er gaman að sjá einhvern árangur verða af starfinu þó að manni finnist ganga afskaplega hægt. Það er mikil skammsýni hvað lítið er gert í því að reyna að drífa þetta áfram, bundið slitlag er ábyggi- lega sú besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér. Bundna slitlagið borgar sig upp á 3-4 árum á veg- um sem eru með nokkrum um- ferðarþunga, þá höldum við eftir miklu af þeim peningum sem þarf að setja í viðhald á vegunum og vegfarandinn keyrir bæði á betri vegi og í betri bíl. Sjá næstu síðu. .v.v.v mmm CíiKSSSiSSSiSSSSSSi&SSSSSSSSSt Þegar Opel Kadett kom fyrst á markaðinn í núverandi mynd árið 1985, þótti hönnun hans og búnaður ekki aðeins nýtískulegur heldur framúrstefnulegur, enda samstundis kjörinn bíll ársins það árið. Það er svo til marks og sönnunar um dirfsku hönnuða Opel Kadett, að fjölmargir framleiðendur hafa ætíð síðan hannað smábíla eftir þessari frægu Kadett forskrift. En skemmst er af því að segja að Opei Kadett hefur reynst framúrskarandi fjölskyldubíll á viðráðanlegu verði. . íxw.wjj1 ffllUUlf’/ Vertu „original", aktu á Kadett. VÉLADEILD Oseyri 2 Sími 22997 / 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.