Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. nóvember 1987 Akureyri 125 ára: Hver var kostn- aðurinn? „Mér fínnst það furðulegt af meirihlutanum að fella þessa tillögu því hér er ekkert að fela,“ sagði Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, bæjarfulltrúi, en tillaga bæjarfulltrúa framsókn- armanna vegna upplýsinga í sambandi við kostnað af 125 ára afmæli Akureyrar var felld á bæjarstjórnarfundi 20. októ- ber. Tillagan var á þá leið að bæjar- stjórn skyldi fela bæjarstjóra að safna upplýsingum vegna kostn- aðar við afmælishald bæjarins og Skákfélag Akureyrar: Alþjóðlegt skákmót í vor? Á vegum Skákfélags Akureyr- ar er nú verið að athuga mögu- leika á að halda á Akureyri alþjóðlegt skákmót í mars á næsta ári. Mótið yrði í tengsl- um við Reykjavíkurmótið í skák og þá reynt að fá stór nöfn úr skákheiminum til þess að taka þátt í mótinu. „Við höfum mikinn áhuga á móti sem þessu og erum að athuga fjármögnunarleiðir,“ sagði Páll Hlöðvesson hjá Skák- félagi Akureyrar í samtali við Dag. „íslandsmótið sem haldið var á dögunum gekk mjög vel, en mót sem þetta verður mun dýrara því verðlaun þurfa að vera vegleg. Álitlegasti kosturinn væri að fá eitt fyrirtæki til þess að styrkja veglega og væri þá mögu- leiki á að nefna mótið eftir þessu fyrirtæki,11 sagði Páll að lokum. VG Heilsugæslustöðin á Þórshöfn Síðari áfanginn boðinn út Nýlega var boðinn út síðari áfangi í byggingu heilsugæslu- stöðvar á Þórshöfn en stöðin er í eigu þriggja hreppa, Þórs- hafnarhrepps, Sauðaneshrepps og Svalbarðshrepps. Þrjú tilboð bárust í verkið sem felur í sér allan frágang á húsinu sem nú er fokhelt. Langlægsta til- boðið kom frá Kaupfélagi Lang- nesinga á Þórshöfn, 12,7 milljón- ir króna eða um 12% yfir kostnað- aráætlun. Hin tilboðin komu frá fyrirtækjum á Húsavík og Akur- eyri. Kaupfélagið var einnig með fyrri áfanga hússins en honum var lokið í sumar með frágangi á lóð. Verkinu ber að skila fyrir 1. ágúst á næsta ári. ET Aldís ekki elst Á dögunum var sagt frá Aldísi Einarsdóttur sem varð 103 ára þann 4. nóvember. Sagt var að Aldís væri elsti núlifandi Islendingurinn en hringt var á blaðið og þess óskað að komið yrði á framfæri leiðréttingu. Ekki höfum við þó fengið á hreint hver er elsti núlifandi íslendingurinn en það virðast að minnsta kosti þrír íslendingar eiga 104 ára afmæli á fyrrihluta næsta árs. Leiðréttist þetta hér með. JÓH kynna niðurstöðurnar á fundi bæjarstjórnar 17. nóvember. Til- lagan var felld með sex atkvæð- um fulltrúa meirihlutans gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Gísli Bragi Hjartarson sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Ég held því ekki fram að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað í sam- bandi við kostnað af afmælishald- inu en það hlýtur að teljast óeðli- legt af meirihlutanum að koma í veg fyrir að upplýsingum um kostnaðinn sé safnað saman. Fólk á rétt á því að fá að vita hvað afmælið kostaði,“ sagði Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, sagði að ekkert væri að fela í þessum efnum og bæjarfulltrúum væri frjálst að kynna sér kostnað- arliði afmælisins. Pó væri erfitt að henda nákvæmar reiður á kostn- aðinum því ýmsir starfsmenn bæjarins hefðu unnið við undir- búninginn á föstum mánaðar- launum og kostnaðurinn dreifðist því víða. EHB Á gangi undan glampa Mynd: TLV Þing Landssambands íslenskra verslunarmanna á Akureyri: Kjaramál og kjör láglauna- fólks í sambandinu rædd - „fáum bestan árangur með góðri samstöðu,“ Um aðra helgi verður haldið á Akureyri þing Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þing þetta er haldið annað hvert ár en sambandið stendur á þrítugu á þessu ári. Rétt til setu á þessu þingi hafa 135 full- trúar og koma þeir frá 23 aðildarfélögum sambandsins. Auk venjulegra þingstarfa verður unnið að lagabreytingum sambandsins. Breytingartillaga hefur f för með sér að þingfull- trúum fækkar á næsta þingi þann- segir Björn Þórhallsson ig að lagt er til að á bak við hvern kjörinn fulltrúa frá félögunum verði fjölgað. Önnur tillaga að lagabreyting- um er sú að breytt verði hvernig stjórn verði kosin en hingað til hefur kosning hennar verið bundin við ákveðin svæði. Breyt- ingartillaga gerir ráð fyrir að kosningin verði óbundin. Björn Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra versl- unarmanna sagði ennfremur að á þinginu færi fram umræða um Nýtt hús Hauganes: fiskvinnslu- í byggingu Á Hauganesi er verið að byggja fískvinnsluhús fyrir fyrirtækin Auðbjörgu hf. og Trausta sf. Fyrirtækin standa sameiginlega að byggingu hússins en verða með hluta sína aðskilda. Hvor helmingur um sig er 400 fermetrar á tveimur hæðum. Valdimar Kjartansson hjá Auðbjörgu hf. sagði í samtali við blaðið að hvor helmingur um sig kostaði um 7-8 milljónir króna. I húsnæðinu verður verkaður salt- fiskur og skreið en húsnæði Auð- bjargar stækkar um 2/3 við þessa byggingu. „Þetta er ekki nálægt því nógu stórt. Húsið var teiknað og hann- að á meðan við áttum einn 50 tonna bát en síðan keyptum við annan 87 tonna bát frá Horna- firði í sumar og við það er húsið orðið heldur lítið fyrir okkur,“ sagði Valdimar í samtali við blaðið. Valdimar sagði að á síðasta ári hafi verið verkuð um 10-12 tonn af skreið hjá Auðbjörgu hf. og nokkuð á annað hundrað tonn af saltfiski. Aðspurður um hvernig gangi að halda uppi fullri vinnu við fiskvinnsluna sagði Valdimar að erfiðara sé að halda vinnslunni gangandi yfir sumarið en þar sem annar bátur hafi nú bæst við von- ist hann til að vinnslan verði stöðugri. JÓH kjaramál og inn í það kæmi umræða um lífeyrismál. Einnig sagðist hann eiga von á að fram fari á þinginu kynning á stað- greiðslukerfi skatta og verði leit- að til embættis ríkisskattstjóra um þá kynningu. Aðspurður um hvort hann ætti von á fjörugu þingi sagði Björn að undanfarið hefði borið á nokkurri spennu milli Reykjavík- ursvæðisins og landsbyggðarinn- ar en nú virtist sem úr henni sé að draga. „Ég held að menn geri sér fulla grein fyrir að besti kosturinn og sá sem gæti fært okkur mestan árangur er sá að efla samstöð- una.“ Björn sagði að innan sam- bandsins sé mikið af láglauna- fólki sem dregist hafi aftur úr í launaskriði undanfarinna miss- era. Væntanlega verði umræður um þennan hóp á þinginu og allir séu viljugir til að bæta kjör þessa hóps. „Verulegur hluti ástæðunn- ar fyrir þessu er efnahagsleg spenna sem er í þjóðfélaginu og við ráðum ekki við. Það eru stjórnvöld og atvinnurekendur sem skapa þessa spennu sem síð- an leiðir til launaskriðs," sagði Björn Þórhallsson. JÓH Sjálfsbjörg: Hefur fest kaup á vélum til prentunar á plast „Það hefur verið gengið frá kaupum á vélum frá Taiwan og eru tækin væntanleg, svo ég reikna með að við getum farið í gang upp úr áramótum,“ sagði Tryggvi Sveinbjörnsson hjá Sjálfsbjörg, en um er að ræða vélar til prentunar á plast sem Sjálfsbjörg hefur fest kaup á. „Samkvæmt þeim undirtektum sem við fengum á iðnsýningunni er ég bjartsýnn á að við fáum stóran hluta markaðarins norðanlands, en við ætlum aðal- lega að prenta á haldapoka." Kostnaður við fyrirtækið er um 5-6 miljónir. Tryggvi sagði að þeir komi til með að þurfa að stækka við sig húsnæði. Nú eru þeir í leiguhúsnæði og er verið að vinna að því að finna annað. Reiknað er með að þurfi að ráða tvo til þrjá nýja starfsmenn. Sjálfsbjörg kaupir hráefni til vinnslunnar frá Reykjalundi, Svíþjóð og Danmörku. VG Síðuhverfi: Tillögur að leiksvæðum Árni Steinar Jóhannsson garð- yrkjustjóri hefur lagt fram til- löguteikningar að opnum leik- svæðum við Vestursíðu og Flögusíðu. Félagsmálaráð hef- ur falið dagvistarfulltrúa að koma á framfæri athugasemd- um ráðsins um svæðið við Flögusíðu en varðandi svæðið við Vestursíðu telur ráðið þörf á samvinnu við umhverfís- málanefnd og íþróttaráð. Að sögn Jóns Björnssonar fé- lagsmálastjóra eru þetta tillögur að opnum leikvöllum á svæðum sem eru í uppbyggingu. Þar eru reyndar leikvellir en nauðsynlegt að bæta við þá og ganga vel frá þeim. „Annar þessara valla er í raun- inni hluti af nokkuð stóru útivist- arsvæði í Síðuhverfi. Skólinn er við enda þess svæðis og síðan eiga að koma þar leikvellir og aðstaða til tómstunda af ýmsu tagi. Þar sem hér er um að ræða hluta af stóru svæði teljum við nauðsynlegt að hafa samráð við umhverfismálanefnd og íþrótta- ráð til að koma í veg fyrir ósam- ræmi og árekstra við uppbygg- ingu garðsins,“ sagði Jón. SS Dagur: Nýr blaða- maður á Blönduósi Páll Böövar Valgeirsson hefur verið ráðinn blaðamaður Dags á Blönduósi og tók hann til starfa þann 1. nóvember sl. í samtali við Dag sagði Páll að nýja starfið legðist vel í sig. „Þetta er áhugavert starf og örugglega skemmtilegt. Ég mun leggja metnað minn í að sinna jafnt smáu sem stóru samkvæmt bestu samvisku." Páll hefur ekki áður starfað í blaðamennsku. Hann er menntaður fiskiðnaðarmaður og vann hjá Hafrannsóknastofnun í Reykjavík þegar hann bjó þar. Páll flutti með fjölskyldu sína norður fyrir fjórum árum og var ástæðan að mestu ævintýraþrá og löngun til að breyta til, að hans sögn. Á Blönduósi starfaði hann fyrst á sýsluskrifstofunni en síðan hjá Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd. „Þetta svæði hefur verið í nokkurri lægð hvað varðar umfjöllun í Degi, en ég vænti þess að nú fjölgi áskrifendum aft- ur í kjölfar þess að nánar verði um svæðið fjallað í blaðinu,“ sagði Páll að lokum. Skrifstofa Dags á Blönduósi er að Húnabraut 13 og síminn er 95- 4070. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.