Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 20

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 20
Fjölskyldutilboð á Bautanum sunnudaginn 8. nóv. Humarsúpa Grillsteikt kryddlegið lambalæri með bakaðri kartöflu og madeirasósu. Verð 595 kr. Frítt fyrír 6 ára og yngri, ’A fyrír 7-12 ára eða hamborgari með öllu á 150.00. „Við komum hreiirt fram á þinginu“ - segir Leifur Kr. Jóhannesson, formaður LH „Ummælum Jóns Ólafs Sigfús- sonar um undirferli og böð- ulshátt læt ég honum eftir einkarétt á. Slík ummæli eru ekki svaraverð. Annars er ég hættur að verða hissa á því sem kemur úr þessari átt,“ sagði Leifur Kr. Jóhannesson, formaður Landssambands íslenskra hestamanna. Akureyri: Nýjar reglur um hundahald Á Akureyri hefur nú tekið gildi ný samþykkt um hunda- hald. Helstu breytingar eru þær, að eftirlitsmanni með dýrahaldi er formlega falið að annast framkvæmd og eftirlit með hundahaldi og honum heimilt að handsama óleyfilega hunda og þá sem ganga lausir utanhúss. Samkvæmt lögum, er hunda- haid bannað í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Bæjarstjórn er þó heimilt að veita fólki búsettu í bænum undanþágu og leyfi til hundahalds með ákveðnum skilyrðum. Sækja þarf um leyfi til hunda- halds á sérstökum eyðublöðum og er gjald fyrir leyfið krónur 2600 á ári, sem greiðist þegar lög- boðin hundahreinsun fer fram. Leyfishafa ber að hafa hund sinn ábyrgðartryggðan hjá viður- kenndu tryggingafélagi gegn öllu tjóni sem hundurinn kann að valda mönnum, dýrum, gróðri og munum. Verði hundaeigenda það á, að hundur hans sleppi laus og eftir- litsmaður handsamar hann, ber honum að greiða gjald sem nem- ur 2000 krónum í fyrsta sinn, 3500 í annað sinn og 5000 krónur í síðasta skiptið. VG í Degi mánudaginn 2. nóv. birtist frétt þar sem Jón Ólafur Sigfússon ræddi um þing lands- sainbandsins á Seifossi sem hald- ið var um síðustu helgi. Þeim ummælum sem koma fram í frétt- inni svarar Leifur Kr. Jóhannes- son ennfremur á þessa leið: „Stjórnin flutti tillögu um að ársþingið breytti reglum um val á landsmótsstað þannig að sú ákvörðun yrði framvegis í hönd- um ársþinga L.H. Jafnfram yrði samþykkt að greiða atkvæði um ákvörðun stjórnar um val á landsmótsstað fyrir árið 1990. Þingið hafnaði því afdráttarlaust og ákvað að þessi ákvörðun yrði áfram í höndum stjórnar samtak- anna. Þetta er ekki hægt að skilja á annan veg en traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar. Við vorum ekki með neitt undirferli heldur kom- um hreint fram, lögðum málið fyrir ársþingið sem tók sína afstöðu. Fulltrúar eyfirsku félag- anna þriggja á þinginu kusu að taka ekki þátt í afgreiðslu mála né tala fyrir sínum málum en deila síðan á ákvarðanir þingsins. Þetta eru mjög sérkennileg vinnubrögð," sagði Leifur Kr. Jóhannesson. EHB Á sumar blaðalúgur duga engin vettlingatök. Mynd: TLV Akureyri: 350 ónýtir bílar afskráðir Miklar annir hafa verið hjá embætti bæjarfógeta á Akur- eyri og hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins vegna afskráninga eldri bfla undanfarið eða allt frá því tveggja króna gjaldið var lagt á hvert kg af eigin þyngd bfla. Nýlega fengu bifreiðaeigendur innheimtuseðla vegna þessa nýja bifreiðagjalds og brá þá mörgum í brún sem höfðu vanrækt að umskrá bifreiðar sem þeir höfðu selt eða áttu númerslaus ökutæki í geymslu. Eina ráðið til að sleppa við að greiða gjaldið var að afskrá viðkomandi bifreið sem ónýta. Afskráningin fer fram á skrif- stofu bæjarfógeta og þaðan ber- ast tilkynningar til Bifreiðaeftir- lits ríkisins. Bifreiðaeftirlitsmenn á Akureyri áætla að um 350 bílar hafi verið afskráðir undanfarið og er viðbúið að talsvert af núm- erum muni losna til úthlutunar. Á þessu ári hafa 10.389 bifreið- ar og bifhjól verið afskráð á öllu landinu fyrstu tíu mánuði ársins. Allt árið í fyrra var fjöldi afskráninga 6.001 þannig að aukningin er gríðarleg. í októ- bermánuði einum voru afskráðar 4834 fólksbifreiðar á landinu en 699 í september. EHB Nýr bankaslagur að hefjast? „Okkar þátttaka háð samein- við Samvinnubankann" - segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins ingu Jón Sigurösson viðskiptaráö- herra hefur sett fram tillögur um þaö að Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn verði seldir í nýju hlutabréfaútboði. Tillög- ur þessar hafa verið kynntar ríkisstjórn og þingtlokkum en einnig foráðamönnum Sam- Öndvegi hf.: Þrír sérleyfishafar keyptu eignirnar „Það þurfti að þrengja hópinn til þess að við sem eftir erum fáum fullan ráðstöfunarrétt yfir fyrirtækinu. Starfsemi hlutafélagsins Öndvegis hætti að mestu fyrir ári og það var miklu einfaldara fyrir okkur að stofnsetja nýtt fyrirtæki í stað þess gamla,“ sagði Björn Sig- urðsson, sérleyfishafi á leiðinni Akurey ri-Húsa vík. Þrír sérleyfishafar keyptu allar eignir Öndvegis hf. og tók samn- ingurinn gildi 1. nóvember. Þess- ir aðilar eru Björn Sigurðsson, Húsavík, Ævar Klemenzson, Dalvík og Gylfi Ragnarsson, Ólafsfirði. Samkvæmt samningn- um mega aðilarnir þrír nota nafn Öndvegis áfram ef þeir kjósa en hlutafélaginu hefur ekki verið slitið ennþá því ýmsar tímafrekar ráðstafanir getur þurft að gera í því sambandi. Nýja fyrirtækið verður áfram um hríð í Hafnarstræti 82 en eig- andi hússins er Kaupfélag Eyfirð- inga. Hluthafasamþykkt var fyrir því að leita eftir kaupanda að hlutabréfum og starfsemi félags- ins. vildi því „Meirihluti eigendanna losna út úr fyrirtækinu reksturinn er í lágmarki og í raun óhagkvæmur eins og málum er háttað. Menn láta alltaf tveggja áratuga gamlar deilur spilla fyrir þeirri samvinnu sem nauðsynlega þarf að vera milli aðila í sérleyfis-> og hópferðaakstri. Það er orðið tímabært að þessari þróun verði snúið við og við hugsum okkur að möguleikar opnist nú til að Sér- leyfisbifreiðar Akureyrar og Norðurleið komi inn í þennan rekstur með okkur,“ sagði Björn Sigurðsson. EHB bandsins og þeirra 33ja aðila sem einnig föluðust eftir Út- vegsbankanum á sínum tíma. Tillögur Jóns miða að samruna í bankakerfinu og er gert ráð fyr- ir að selja 40% hlutafjár í hvor- um banka þeim aðila eða aðilum sem getur tryggt þennan sam- runa. Þá er gert ráð fyrir að selja 25% hlutafjár erlendum bönkum en 35% verði áfram í eigu ríkis- sjóðs en verði síðar seld almenn- ingi. Um miðjan nóvember verður haldinn stjórnarfundur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og verður þar líklega tekin form- leg afstaða til málsins og ákveðið hvort lagt verður í „bankaslag- inn“ á ný. „Ég býst við að okkar afstaða verði sú að skoða þessar hug- myndir á jákvæðan hátt,“ sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins um afstöðuna til þessara hugmynda. Þátttöku erlendra banka sagðist Guðjón telja af hinu góða. I tillögum viðskiptaráðherra er ekki gert ráð fyrir þátttöku Sam- vinnubankans, eins og gefur að skilja, en að sögn Guðjóns er áhugi Sambandsins bundinn því að Samvinnubankinn sameinist öðrum banka eða bönkum. „Okkar hugmyndir miðast við sameiningu Samvinnubankans við einn eða tvo aðra banka og öðruvísi verða þær ekki,“ sagði Guðjón. ET Vatnsveita Akureyrar: Tók tilboði frá Reykjalundi Tilboð hefur borist frá Reykja- lundi í gerð plastpípu vegna lokaáfanga aðveituæðar Vatnsveitu Akureyrar úr Hörgárdal. Lengd pípunnar er fjórir og hálfur kílómetri og er hún 400 millimetrar í þvermál. Tilboðið frá Reykjalundi hljóðar upp á tæpar tíu milljónir króna eða kr. 9.928.687,50. Pípurnar verða til afgreiðslu í febrúar á næsta ári en greiða skal kr. 1.500.000 fyrir áramót. Veitustjórn lagði til á fundi sínum 21. október að tilboðinu verði tekið og vatnsveitustjóra verði falið að undirrita samninga. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.