Dagur - 06.11.1987, Síða 4

Dagur - 06.11.1987, Síða 4
4 - DAGUR - 6. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ný tegund byggðapólitíkur Fyrir nokkru birtust í Degi greinar eftir Áskel Einars- son, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga. í greinum þess- um fjallaði Áskell um m.a. byggðaþróun og byggða- pólitík. Menn hafa margt ritað og rætt um byggða- stefnu og æði oft haía ræðumenn og greinahöf- undar hvatt strjálbýlið til að láta sverfa til stáls - aðrir hafa hvatt til sam- vinnu. Áskell segir í grein sinni: „Sú byggðapólitík að berjast á langri og dreifðri víglínu er að syngja sitt síðasta. í fyrsta lagi er Faxaflóasvæðið að ná slík- um yfirburðum að svo getur farið að ekki verður framvegis tekið mark á ýmiss konar landsbyggð- arrelli. í öðru lagi hafa landsbyggðarmenn ekki getu til að verja víglínuna í heild, eins og reynsla síðustu ára sannar. Stað- an er því einfaldlega sú, að byggðabaráttan getur tapast meira og minna á allri línunni, nema lögð sé áhersla á þýðingarmestu drættina í landsbyggðar- stefnunni, þar sem líkleg- ast er að snúa megi vörn í sókn og sækja fram á ný. Það sem mest kallar að nú er uppbygging sterks þró- unarkjarna á landsbyggð- inni, sem auk þess að vera þjónustu- og viðskipta- miðstöð nálægra héraða, verði alhliða þróunar- kjarni sem færi til lands- byggðarinnar hin breyti- legustu svið þróaðs sam- félags. Fyrsta markmiðið er að ná jafnvægi byggðalega séð um dreifingu þeirra atvinnuhópa í landinu sem eru í örum vexti og hafa valdið búseturöskun. Reynslan hefur sýnt að hinir mörgu og kröftugu framleiðslukjarnar á landsbyggðinni, geta ekki skipt sköpum í þessari til- færslu, þótt hlutverk þeirra þjóðfélagslega séð sé ómetanlegt. Það er skammsýni að leggja ekki rétt mat á uppbyggingu öflugs þróunarkjarna. Þetta skaðar í engu fram- leiðslukjarnana, sem ekki hafa það litróf í atvinnu- málum, að þeir haldi heima fyrir þorra þess fólks, sem leitar sér marg- víslegrar menntunar. “ Að lokum sagði Áskell Einarsson: „Staða lands- byggðar veltur á því að hægt sé að finna þessum nýgræðingi störf og bú- setu réttum megin í þjóð- félaginu. Til þess að þetta geti orðið þarf skilning landsbyggðarmanna á hlutverki hinna stærri staða úti á landi fyrir byggðaþróunina og þjóð- félagið í heild. Leita verð- ur þjóðarsáttar um þessi sjónarmið.“ ÁÞ. úr hugskotinu F Váboðar úr Vesturheimi Það var einn mánudag nú fyrir fáeinum vikum, að válegar fréttir tóku að berast vestan úr landi Reagans frænda. Mikið fjölmiðlafár greip að sjálfsögðu um sig hvarvetna, og vitaskuld var Ingvi Hrafn með á nótun- um, þó svo ekki væri það nú beinlínis vel séð af Ingu Jónu og hennar liði, og það jafnvel þó að þarna hefði gefist óvænt tilefni til að leiða fram á skjáinn, meira að segja fleiri en einn ráðherra, þegar öll þjóðin var rétt stillt vegna hinna válegu tíðinda. En ef til vill var það hárrétt mat hjá Ingu Jónu, að váboðarnir úr Vesturheimi væru ekki verðir aukafrétta- tíma. Það hrikti nefnilega svo um munaði í stoðum sjálfrar frjálshyggjunnar. Fallvalt gengi Það sem öllu þessu fári olli var vitaskuld hið skyndilega fall eða öllu heldur hrun á verði hluta- bréfa á markaðinum í Wall Street, en þar kváðu menn spila eins konar fjárhættuspil með hlutabréf, einhvers konar lottó, þar sem stundum má græða milljónir, en stundum, eins og til dæmis á dögunum, einnig tapa milljónum. Þarna hafa vafalaust margir milljónerar tapað aleigunni, líkt og einnig átti sér stað „svarta þriðjudag- inn“, árið 1929, og nú, rétt eins og þá, fylgdu í kjölfarið pers- ónulegir harmleikir, sjálfsmorð og jafnvel morð, þó svo ekki hafi nú ennþá að minnsta kosti hafist heimskreppa eins og þá. Sú staðreynd hversu fallvalt gengi hlutabréfanna í raun var, virtist koma mönnum töluvert í opna skjöldu, rétt eins og menn hefðu alls enga lærdóma dregið af því sem gerðist 1929. Menn áttuðu sig þó fljótt, og í snatri fannst bakari til að hengja fyrir smiðinn, í bili að minnsta kosti, þar sem var hávaxtastefna sú sem fylgt var í Vestur-Þýska- landi (enginn hafði auðvitað heyrt minnst á Jóhannes Nordal og vaxtastefnu hans). En fljót- lega fóru þó ýmsir að sjá, að hin raunverulega ástæða fyrir fall- yöltu gengi verðbréfanna á Wall Street, og ekki síður fallvöltu gengi dollarans, var líklega fyrst og fremst gjaldþrot þeirrar stefnu eða trúar sem Reagan, Thatcher og Inga Jóna meðal annarra aðhyllast, það er að segja, að markaðurinn sé ein- hvers konar guð sem setji lög- mál er öllum lögmálum séu æðri, lögmál sem stjórnvöld eigi að láta sem allra mest afskipta- laus. Ókræsilegur kostur Hér uppi á skerinu hefur athygli manna einkum beinst að því hvort hinir válegu atburðir fyrir vestan hafi nægilega mikil áhrif á gengi dollarans til þess að ríkisstjórnin láti undan kröfu hátekjumanna á borð við Víg- lund Þorsteinsson í BM Vallá, eða Vilhjálm Egilsson, og lækki gengi krónunnar, eða með öðr- um orðum hefji verðbólgudans- inn sem Seðlabankinn er raunar þegar farinn að leika undir með hávaxtastefnunni sinni, og sem lífeyrissjóðirnir, svo kald- hæðnislegt sem það kann nú að virðast, eru hvað fúsastir að slá trommurnar í. Þarna taka eig- endur, það er að segja fólkið í landinu, lán hjá sjálfu sér gegn okurvöxtum sem réttlættir eru með því að sjóðina vanti fjár- magn til að geta borgað sóma- samlegan lífeyri, og hið nýjasta er svo þessi hugmynd sem skaut upp kollinum á dögunum, að lífeyrissjóðirnir öfluðu sér enn meiri tekna með verðbréfa- braski á erlendri grundu, nokk- uð sem verður víst að teljast frekar ókræsilegur kostur í ljósi atburða síðustu vikna. Frelsið sem fauk Það fauk fleira en matarskattur- inn margfrægi í efnahagsfár- viðrinu sem geisað hefur síð- ustu daga. Meðal þess sem boð- að var við birtingu fjárlaga- frumvarpsins, sem reyndar hristist og skelfur, var aukið frelsi til handa íslenskum fjár- magnseigendum, þar á meðal lífeyrissjóðunum eins og fyrr segir, til að eignast verðbréf á erlendum mörkuðum. Eitthvað heyrist lítið talað um þetta fyrir- heitna frelsi eftir atburði undan- genginna daga, og í rauninni var það alltaf hið mesta glap- ræði að svo mikið sem minnast á þetta frelsi. Fyrir það fyrsta, þá eru nú víst ærin verkefni fyr- ir þetta fjármagn hér innan- lands, þó ekki sé nema til að geta greitt mannsæmandi laun svo draga megi úr hinni hömlu- lausu vinnuþrælkun sem hér viðgengst, svo og til uppbygg- ingar ýmiss konar, og í annan stað, þá er íslenskur kapítalismi hreinlega ekki nógu þroskaður til að geta farið eftir leikreglum alþjóðlegs auðvalds. Landinu er að verulegu leyti stjórnað af fjórtán fjölskyldum sem virðast jafnvel hafa réttkjörin stjórn- vöíd í vasa sínum á suður- ameríska vísu. Sambandið heldur aö sönnu einnig vænni sneið af kökunni, en ýmislegt gæti bent til þess, að það muni hugsanlega semja eins konar frið við fjölskyldurnar. Eitt frekar lítið áberandi tákn þess Reynir Antonsson skrifar gæti verið persóna Sigurðar Helgasonar fyrrum forstjóra okurbúllunnar Flugleiða, og núverandi stjórnarformanns þeirra sem nú situr í stjóm ullar- iðnaðarins nýja, en Flugleiðir eru sem kunnugt er eitt helsta tákn fjölskylduveldisins, og aukin heldur dapurlegur minnisvarði um algjörlega misheppnaða til- raun til einkavæðingar á ís- landi. Einkavæðingar sem orðið hefur neytendum, ekki síst landsbyggðinni, dýr. Og ofan á allt þetta bætist svo hið bága fjármálasiðferði, þar sem til að mynda manni í opinberu starfi er í versta falli komið til Dan- merkur í kælingu í eitt ár ef hann bruðlar með milljónir, ef hann aftur á móti bruðlar með tugmilljónir er hann gerður að sendiherra. Þá má yfirleitt þekkja fyrirtæki sem eru á hausnum á því að eigendurnir eru farnir að lifa flott. En frelsið fyrirheitna til handa þessum vanþróaða íslenska bananalýðveldiskapít- alisma fauk á burt góðu heilli. Ekki fyrir tilverknað viturra íslenskra stjórnvalda, heldur sviptivinda sem einnig hafa feykt burt feysknu laufi fjötr- andi frelsis sérhyggjunnar. Vonandi stendur efnahagur heimsbyggðarinnar bara sterk- ari eftir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.