Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 6. nóvember 1987 ...Buttdið slitlag... Ég get ekki spáð um hve hratt gengur með hundna slitlagið en ég sé fram á að innan tíu ára ætti það að vera komið á helstu veg- ina.“ Yinnustöðvanir lögvernduð skemmdarstarfsemi „Ég hef alltaf haft andúð á vinnu- stöðvunum hjá fólki í þjónustu- störfum því þær koma niður á náunga manns en ekki þeim sem verið er að deila við um launin. Mér finnst verkföll og verkbönn vera lögvernduð skemmdarstarf- semi og spurningin er hvort ekki sé hægt að hafa annan hátt á, t.d. að beita sektum ef ekki er búið að semja fyrir einhvern ákveðinn tíma. Sektin gæti runnið til ein- hverra mannúðarmála, t.d. dval- arheimila fyrir aldraða. Pað vant- ar alltaf húsnæði fyrir gamla fólkið, þarna mundi myndast tekjustofn og menn eru ekki að koma með óraunhæfar kröfur á hvorugan veginn þegar þeir þurfa að fara að borga sektir. Pað mætti beita slíkum aðgerðum í mörgum tilfellum. Einnig finnst mér launþegafé- lögin gera allt of mikið af því að byggja sumarbústaði út um hvippinn og hvappinn en hugsa minna um heimili fyrir gamla fólkið.“ - í hvað verð þú þínum tóm- stundum Svavar? „Ég á voðalega fáar tómstund- ir en er þá oftast að dútla eitt- hvað heimavið. Ég byrjaði að byggja stórt íbúðarhús haustið 1976 og það er alltaf eitthvað eft- ir að gera. Ég hefði viljað eyða meiri tíma í að ferðast um og skoða meira en ég geri. Þótt ég sé alltaf á ferðinni er ekki tími til að líta á það sem mann langar til að sjá.“ - Þú hefur starfað með Leik- félagi Húsavíkur. „Já, það er ákaflega gaman að vera með leikfélaginu. Ég hef ekki starfað með leikfélagi áður Svavar Jónssun. en þegar ég var í Reykjavík sótti ég leiklistarnámskeið hjá Ævari Kvaran og ætlaði einu sinni að fara í Leiklistarskóla Pjóðleik- hússins en það datt upp fyrir. í Kennaraskólanum lék ég í leikritum á árshátíðum og einu sinni gat ég svolítið hermt eftir og kom fram með skemmtiatriði. Þegar maður fór að vera með svona skrípalæti var strax farið að biðja mann að koma fram á skemmtunum en þetta varð aldrei það mikið að maður legði það sérstaklega fyrir sig. Þegar ég vann hjá Vegagerðinni í Skaga- firðinum höfðum við alltaf skemmtanir á haustin, þá dró ég saman það skemmtilegasta sem gerst hafði yfir sumarið, færði efnið í búning og flutti." Eins og glópar á gatnamótum Dagur fékk að glugga í annála Svavars þar sem segir frá vega- vinnunni í Skagafirðinum. Segir þar frá mörgum skemmtilegum atvikum og miklum köppum eins og t.d. Ýtu-Kela sem Dagur hef- ur átt bráðskemmtilegt viðtal við. Skyldi það vera satt, að vega- gerðarmenn í Skagafirði hafi sett upp skilti sem á stóð: „Blautt í hálku.“? Við skulum aðeins grípa niður í annála Svavars: „Ekki hefur verið mikið um tilraunir hér hjá Vegagerðinni síðan tilraunaárið mikla leið. Eina tilraun mætti þó nefna. En mál er þannig vaxið að í tipparaliði Skagafjarðar er tölu- vert af mönnum, er ekki hafa komist í kynni við hjónabands- sæluna. I því skyni að inenn þess- ir kynnu fremur að ganga í augu hins veikara kyns, hafa þeir verið skreyttir áberandi búningum, hjálmi og brynju, úr hinu vand- aðasta og litríkasta efni, sem glögglega má sjá úr margra mílna fjarlægð. Ekki hefur þó enn sést að tilraun þessi ætli að bera árangur. Enn er ein tilraun ótalin, en hún var í því fólgin að láta nokkra vegagerðarmenn standa eina helgina eins og glópa á gatnamótum og inna vegfarendur eftir ferðum þeirra. Var ekki laust við að roði færðist á vanga sumra, einkum stúlknanna á sunnudagsmorguninn er þær voru spurðar hvaðan þær kæmu og hvað þær hefðu verið að gera. Sem kunnugt er voru vega- gerðarmenn mjög virkir í nýaf- stöðnum forsetakosningum. Meðal annarra var Keli þar fram- arlega í flokki og sást lítt fyrir, enda anaði hann út í fjóshaug einn í Blönduhlíð og festi sig. Lá við að hann sæti þar af sér kosn- ingarnar en komst þó á síðustu stundu til að gefa Kristjáni kross. Var Keli lengi slappur á eftir og eftir sig.“ IM nwa v.v.v. kynnihgarverðáreyksteíktjimkjúklinguni . . . og svo eggin á gjafverði Opiðtil kl. 7 í kvöld og til hadegis á rnorgun laugardag Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Hestamenn Eyjafirði Opinn fundur hestamanna verður haldinn að Hótel KEA sunnudaginn 8. nóvember nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir heldur erindi. 2. Rætt um nýafstaðið landsmót hestamanna. 3. Kvikmyndasýning, sýnd mynd frá síðasta landsmóti. 4. Önnur mál. Stjórnir Funa, Léttis og Þráins. Þessar bifreiðar sem eru af gerðinni VAZ eru til sölu. Staðgreiðsluverð kr. 150.000.- fyrir þær báðar og seljast þær saman. Báðar bifreiðarnar eru vélarvana. Upplýsingar gefur Geir í símum 96-61467 eða 96-61596 (einnig um helgar). Pólarpels, loðdýrabú Böggvisstöðum Dalvík. Til útleigu WrOdbO' Fullkomið og einfalt kerfi fyrir þá, sem gera hlutina sjálfir. Það auðveldar viðgerðir, meðferð og hirðingu trégólfa og parkett- gólfa. Veitum allar upplýsingar á staðnum. Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.