Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 6. nóvember 1987 Ungmennafélag Skriðuhrepps Fundarboð! Haustfundur verður haldinn að Melum þriðjudags- kvöldið 10. nóvember 1987 kl. 20.30. Félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. TVOFALT s/f Sími 91-46672. Ódýr hús ★ Góð hús ★ Varanleg hús ★ Sumarhús ★ Geta verið gróðurhús um leið. Verð t.d. 5 herber./bílsk. 1,1 millj. kr. Verð t.d. 4 herber./bílsk. 1,0 millj. kr. Verð t.d. 3 herber./bílsk. 0,9 millj. kr. Verð t.d. 2 herber./bílsk. 0,8 millj. kr. ★ Verðið er ekki nákvæmt ★ TVÖFALT s/f Sími 91-46672. (Greinargerð) Hér er um að ræða efni í hús, pakka, ofan grunns, fullbúið að ulan sem innan þ.e. allir veggir fullklæddir með inni- og útihurðum, járnum og nöglum. Allar teikningar fylgja. Vinna ekki meðtalin. en liggur nokkurn veginn Ijós fyrir. Hér er um nýjung að ræða, tvöfalda veggi, þ.e.a.s. tvo veggi ytri útvegg og innri útvegg. Ytri veggurinn tekur allt veður en sá innri er þá orðinn aldeilis annar. Þar fyrir innan er hið raunverulega hús, en á milli er í raun alltaf logn, allan árs- ins hring. - Gróðurhús. - Eftir eru allir skápar. öll hreinlætistæki og eldavél. svo og frágangur á gólfi o.s.frv. Allar Iagnir. - og grunnur með tilheyrandi. - Lóðargjöld. BORGARA FLOKKURINN -flokkur með framtíð Almennur borgarafundur Borgaraflokkurinn boðar til almenns borgarafundar í sal Svartfugls, Skipagötu 14, föstudaginn 6. nóvem- ber kl. 20.30. Gestur fundarins verður Júlíus Sólnes alþingismaður. Fjölmennið á fundinn og fræðist um störf Borgara- flokksins. Formaður kjördæmisfélagsins. Athugasemd: Verðsamanburður á sölu afla erfiður Að gefnu tilefni vil ég benda á að sá verðsamanburður sem komið hefur fram í einstaka fjölmiðlum undanfarið á sölu afla með milli- göngu Fiskmarkaðs Norðurlands hf. annars vegar og til hefðbund- ins kaupanda hins vegar er ekki með ölíu réttur. Sem dæmi má nefna að eftir uppboð á 5 tonnum af óslægðum þorski úr Sjöfn ÞH, 23. október sl., var sagt í Svæðis- útvarpinu að 10 króna hærra verð pr. kg hefði fengist fyrir aflann en hjá fyrrverandi kaupanda. Þessar upplýsingar voru ekki réttar. Mismunurinn var töluvert minni. Auk þess er svona samanburður vandmeðfarinn. í fyrsta lagi er það verð sem einstakar vinnslur greiða ekki opinbert og er nokkur mismunur þar á milli staða. í öðru lagi veita sumar vinnslur ýmsa fyrirgreiðslu, sem taka verður tillit til. í þriðja lagi greiða þær eftir gæðastaðli og stærðarstaðli. Virðingarfyllst Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands hf. Fimmtud. kl. 9.10 Hefnd busanna II Fimmtud. kl. 11.10 Engin miskunn Borgarbíó Fimmtud. kl. 9.00 og 11.00 Platoon Lokaæfing. Höf: Svava Jakobsdóttir 5. sýning föstudag 6. nóv. kl. 20.30. 6. sýning laugardag 7. nóv. kl. 20.30. Halló krakkar! Einar Áskell er í leikhúsinu laugardaginn 7. nóvember kl. 15.00 og sunnudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Miðasala í leikhúsinu frá 2-6. Símsvari allan sólarhringinn í síma 96-24073. Ennþá er hægt að kaupa aðgangskort. MIÐASALA SÍMI 96-24073 lOKFÉLAG AKUREYRAR Páll Jóhannesson: Ég syng um þig Páll Jóhannesson, óperusöngv- ari, hefur sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið „Eg syng um þig“. Á plötunni eru 17 Iög og er lagavalið athyglisvert. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Á hlið 1 eru íslensku lögin Ég syng um þig og Betlikerlingin eft- ir Sigvalda Kaldalóns, Vor og Sverrir konungur eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Gróður- setning eftir Birgi Helgason, Vorvindar og Blái hellirinn eftir Jón Björnsson, og tvö lög eftir Guðlaug Jörundsson; Bak við skuggann og Ris. A hlið 2 eru eftirtalin ítölsk sönglög: O sole mio, eftir E. di Capua, Rondine al Nido eftir V. De Crescenzo, Non tamo piu eft- ir F. Paolo Tosti, A vucchella, einnig eftir Tosti, Core ngrato eftir S. Cardillo og Fenesta Vasc- ia (ítalskt þjóðlag). Síðast en ekki síst eru Ökuljóð og Kvöldklukkur, rússnesk þjóðlög, en þar syngur Páll ein- söng með Karlakór Akureyrar og Geysi. Páll Jóhannesson fer nokkuð ótroðnar slóðir á þessari plötu og sum laganna hafa ekki áður verið hljóðrituð. Páll hefur mikla og góða rödd sem nýtur sín til fulln- ustu í lögum eins og Ökuljóði. Petta framtak Páls hefur vakið verðskuldaða athygli tónlistar- unnenda. EHB Fiskur, ein kaka matarkrókur f Ný ýsa. Pessi tvö orð gefa mér fyrirheit um eitthvað virkilega gott í magann. Ný ýsa með ostasósu og í sparibúningi með rœkjum er mjög vinsœll matur á mínu heimili og með fisk í þessu formi hefég alveg verið laus við að heyra sagt með fýlutón, oj er fiskur í matinn. Hér koma svo uppskriftir af þessum uppáhaldsréttum. Ýsa í ostasósu 2-3 meðalstór ýsuflök eru roð- dregin og beinhreinsuð. Skerið í bita og raðið í eldfast mót, sett inn í 200°C heitan ofn í 5 mínút- ur. Soðinu sem myndast er hellt af. Ostasósa 100 g smjör (má vera smjörlíki) 5 msk. hveiti 4 msk. rjómi 3-4 dl mjólk kjötkraftur, salt og pipar 70 g rifinn ostur. Bakið upp sósuna og kryddið að vild. Hrærið síðan rifnum osti saman við með sleif. Hellið sósunni yfir fiskinn í mótinu og bakið áfram í aðrar 5 mínútur. Skreytið með tómatbátum og gúrkusneiðum og berið fram með ristuðu hvítlauksbrauði og hrásalati. Ýsa í sparibúningi Notið uppskrift af ýsu í ostasósu og bætið í hana rækjum, þeim er þá stráð yfir rétt áður en sós- unni er hellt yfir. Einnig er mjög gott að setja í þetta asp- argus og er þá soðið úr dósinni notað með í sósuna. Skreytið með rækjum, aspargus, tómöt- um og gúrku. Hrásalat sem bragðast vel með fiskréttum 'A af hvítkálshöfði 2 litlar gulrœtur 1 dl franskt sœtt aroma sinnep (frá Bahnckes) 'A dl Egils appelsínusafi. Grófsaxið hvítkál og rífið gul- rætur. Þeytið saman sinnep og ávaxtasafa, hellið yfir og kreist- ið að síðustu nokkra sítrónu- dropa yfir. Nú er hægt að fá egg á innan við 70 krónur kílóið og hér koma tvær uppskriftir þar sem egg eru óspart notuð. Lúxus eggjakaka 5 egg 100 g rœkjur 1 lítil dós krœklingur 1 lítil dós sveppir salt og pipar. Þeytið eggin og kryddið. Hellið á smurða pönnu og hrærið rækjum, kræklingi og sveppum saman við. Hitið þar tii eggin stífna en alls ekki of lengi því Áslaug Trausta- dóttir. kakan má ekki þorna. Berið fram með ristuðu brauði og fersku grænmeti. Ekta gamaldags sandkaka 300 g smjörlíki 300 g hveiti 300 g sykur 5 egg. Hrærið egg og sykur ljóst og létt, bætið eggjum út í einu í senn og síðast hveitinu. Bakað við vægan hita í eina klukku- stund. Petta magn af deigi passar í tvö lítil álform (aflöng). Pessi sandkaka er mjög þétt í sér og eins og hálfrök. Það er hægt að borða hana inni í stofu því það hrynur ekki úr henni eins og svo algengt er um svona formkök- ur. Verði ykkur svo að góðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.