Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 4. desember 1987 Öxarfjörður: Ethangas í borholu við Skógalón? Hugsast getur að ethangas hafi komið upp úr borholu við Skógalón í Öxarfirði. Gas þetta hefur ekki fundist hér á landi en ethan er lífrænt gas, kolefnissamband. „Ég læt hvern fyrir sig um að spá í hvað þetta þýðir en mér þætti afskaplega vænt um ef við hefðum eitthvað sem aðrir á landinu hafa ekki,“ sagði Björn Benediktsson stjórnar- formaður Selialax í samtali við Dag. Aðalfundur Seljalax hf. var haldinn í Lundarskóla í Öxarfirði á sunnudaginn og var þar greint frá fundi gassins. Sýni af gasinu hafa verið send til Bretlands til nánari rannsóknar. Fundarmenn kipptu sér ekki upp við þessar fréttir en höfðu á orði að loksins væri verið að efnagreina þing- eyskt loft. Dagur sló á þráðinn til Guð- mundar Ómars Friðleifssonar jarðfræðings á jarðhitadeild Orkustofnunar vegna þessa máls og spurði hvort hugsanlegt væri að olía fyndist í Öxarfirði ef þarna væri um ethangas að ræða. Guðmundur Ómar sagði að eng- ar líkur væru á því að olía fyndist þarna. Gasið væri af óþekktri samsetningu en það líktist ethangasi, fundur þess hefði komið á óvart en ef um ethangas væri að ræða gæti það hafa mynd- ast vegna rotnunar jurtaleyfa. Lítið magn af gasinu hefur fundist á litlu dýpi en þar sem olía er undir finnst meira magn af fleiri og flóknari efnasambönd- um, auk þess mun olía ekki finn- ast á jarðhitasvæðum. IM Það getur verið gaman að búa til aðventukransa. Húsavík: Sinawikkonur útbúa aðventukransa Greniilm lagði frá Veitinga- staðnum Bakkanum á Húsavík sl. laugardag og þegar inn kom var sannkallaður jólasvipur á staðnum, greni, kerti, slaufur og jólaskraut þöktu borðin. Það voru Sinawikkonur sem stóðu fyrir jólastemmningunni en þær voru komnar saman til sinnar árlegu aðventukransagerðar. Auk þess að útbúa aðventu- kransa fyrir heimili sín gerðu konurnar aðventukransa sem á sunnudag var farið með á sjúkra- húsið og Hvamm, dvalarheimili aldraðra. IM Hálsprestakall: Yrsa Þórðar- dóttir sett í embætti Síðastliðinn sunnudag var séra Yrsa Þórðardóttir sett í emb- ætti sóknarprests í Hálspresta- kalli. Yrsa var nýlega vígð til prests- embættis og er þetta hennar fyrsta brauð. Prestslaust hefur verið um hálfs- ársskeið í Hálsprestakalli en séra Bolli Gústavsson hefur þjónað þar síðan séra Hanna María Pét- ursdóttir lét af embætti. í Háls- prestakalli eru þrjár kirkjur, að Hálsi, Illugastöðum og Drafla- stöðum. ET Bændaklúbbs- fundur Fyrsti bændaklúbbsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel KEA mánudagskvöldið 7. des. n.k. Fruntmælandi verður Haukur Halldórsson formaður Stéttar- sambands bænda. Ræðir hann um stöðu landbúnaðarins í dag og horfurnar í næstu framtíð. Á fundinum fara einnig fram hinar árlegu verðlaunaveitingar Búnaðarsambands Eyjafjarðar fýrir snyrtilega umgengni á sveita- býlum og góðan árangur í naut- griparækt og Skógræktarfélags Eyfirðinga fyrir bændaskógrækt. Fundurinn hefst kl. 21.00. Norðurland vestra: Ein eða fleiri gjaldheimtur? Nokkrar umræður hafa undan- farið verið um framtíðarskipan gjaldheimtumála í Norður- landskjördæmi vestra. Siglfirð- ingar hafa lýst því yfir að hentugast sé að hafa eina gjaldheimtu, staðsetta á Siglu- firði. Vitað er um vilja Sauð- krækinga, sem margir hafa tal- ið eðlilegt að hafa gjaldheimt- una þar, og benda á að Sauðár- krókur sé meira miðsvæðis. Fyrst um sinn verða gjald- heimtur hjá sýslumönnum og bæjarfógetum í kjördæminu, enda er þjálfað starfslið þar fyrir hendi. Á þessu stigi er ekki vitað hvernig málum verður háttað í Fæðingarorlof 4 mánuðir Um áramót taka gildi ný lög um fæðingarorlof sem kveða á um rétt foreldra til fæðingaror- lofs, þ.e. til leyfis frá Iaunuð- um störfum vegna meðgöngu og fæðingar. Lög þessi gilda ekki um greiðslur í fæðingaror- lofí. í annarri grein laganna stendur að foreldrar sem gegni launuðum störfum og eiga lögheimili á ís- landi, eigi rétt á fjögurra mánaða fæðingarorlofi. Úm áramót ’88 og ’89 skal fæðingarorlof vera fimm mánuðir og sex næstu ára- mót þar á eftir. Ættleiðandi foreldrar, uppeld- is- eða fósturforeldrar'eiga rétt á sams konar orlofi vegna töku barns að fimm ára aldri nema, þeirra orlof er ætíð einum mán- uði styttra. Ef um tvíburafæðingu er að ræða, framlengist fæðingarorlof um einn mánuð. Um hvert barn umfram fæðingu tveggja í einu, framlengist orlofið um einn mánuð. Ef barn fæðist með alvar- legan sjúkleika sem krefst nánari umönnunar foreldris framlengist fæðingarorlof sömuleiðis um einn mánuð. VG framtíðinni en nokkrar líkur benda til að gjaldheimtur verði annað hvort ein eða þá nokkrar, bundnar við þjónustusvæði. Ef gjaldheimtan verður aðeins ein þá stendur valið væntanlega milli Siglufjarðar, Blönduóss og Sauð- árkróks. Elsa Jónsdóttir, bæjarritari á Sauðárkróki, sagði að mörg sjón- armið hefðu komið fram á fundi þéttbýlisveitarfélaganna um mál- ið á dögunum og vildu sennilega allir fá gjaldheimtu á sitt svæði. Þó hefði engin endanleg niður- staða orðið á fundinum. „Mér finnst rökrétt að miða gjaldheimtur við ákveðin þjón- ustusvæði í kringum þéttbýlis- kjarna. En ég tek enga afstöðu til þess, hvort gjaldheimta verði á Sauðárkróki eða Siglufirði eða á öðrum stað. Um þetta hefur ekk- ert verið ályktað hér á staðnum," sagði Haukur Sigurðsson, sveit- arstjóri Blönduóshrepps, þegar hann var inntur álits á staðsetn- ingu gjaldheimtu í umdæminu. EHB Iðngarðar leigðir Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur ákveðið að leigja fyrir- tækinu Eyfirsk matvæli hf. húsnæði í Iðngörðum, að Fjölnisgötu 4b. Leigutíminn er frá 1. desember 1987 til 30. júní1989. Tvö önnur fyrirtæki sýndu áhuga á þessu húsnæði, Öngull og Saltfiskverkun Sævars Sigur- steinssonar og Ingimars Karls- sonar. Þorleifi Jónssyni, starfs- manni atvinnumálanefndar, hef- ur verið falið að leysa húsnæðiS- vandræði þessara tveggja fyrir- tækja á „farsælan hátt“, eins og það er orðað í bókun atvinnu- málanefndar. SS BÍLASÝNING Opið um helgina laugardag og sunnudag frá kl. 13-17 SÝNUM: Opel Omega, Opel Kadett, Opel Korsa, Chevrolet Monza og Isuzu Trooper Véladeild KEA bílvangursf Óseyri 2 Akureyri • Símar 21400 og 22997. HÖFDABAKKA 9 SÍMI 687BOO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.