Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 17

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 17
4. desember 1987 - DAGUR - 17 Lifandi orð „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. “ Jóh. 14.27. Þessi orö talaði Jesús til lærisveina sinna aö skilnaði, en hann sá fyrir þær þreng- ingar sem þeir áttu í vænd- um viö boðun fagnaðarboð- skaparins um gjörvöll lönd. Drottinn talar hér einkum um frið hjartans, en ekki um heimsfriðinn svo nefnda. Milliríkjaófriður orsakast af ágirnd, valdafýsn og tor- tryggni sem ekki þekkir frið Guðs, heldur magnar æ meir bál ófriðarins. Heimurinn gefur mönnum nær alltaf falskan frið, sem reynist óraunhæfur og er aðallega á yfirborðinu eða á paþpírun- um. Sagan sýnir okkur að flestir friðarsamningar hafa verið þverbrotnir, þannig að friðurinn sem heimurinn hef- ur reynt að skapa, hefur oft reynst blekking ein, af þvf að hann hefur verið byggður á ótraustum grunni. Friðurinn sem Jesús gefur og heimurinn getur ekki gefið, er hinn innri friður hjartans. Hann veitir sál okk- ar innra öryggi og jafnvægi hugans. Hann veitir öllum sem taka við honum í trú, fullvissu og sannfæringu sem byggist á fyrirheitum hans. Hann kom í heiminn sem hinn mikli friðflytjandi. „Hann kom og boðaði frið yður, sem fjarlægir voruð, og frið hinum, sem nálægir voru.“ Ef.2.17. Þótt ókyrrð og ólga ríki í hjartanu, beiskja og fjand- skapur, heift og reiði, þá get- ur andi Guðs upprætt það með öllu og í staðinn geta komið friður og ánægja. Við lifum sannarlega í friðvana heimi, en Drottinn geturgefið okkur þann frið sem ekki er af þessum heimi, heldur er hann „æðri öllum skilningi". Fil. 4. 7. Þessi friöur grundvallast á friðþægingarverki Krists fyrir okkur synduga menn. „Rétt- lættir af trú höfum við frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist." Róm. 5.1. Kjarni máls- ins er því sá, eigum við frið við Guð fyrir trúna á hann? Ef ekki, þá megum við tileinka okkur hann að hans boði. Sá sem á frið Krists í hjartanu, er kominn í sátt við Guð á grundvelli náðar hans og fyrirgefningar. Steiktur laukur Flórugæði — EFNAGERÐIN y SÍMI 96-21400 AKUREYRI J Afgreiðslusveit Herradeildar JMJ. Frá vinstri Ragnar Sverrisson, Gunnlaugur Sverrisson og Sigþór Bjarnason. Myndir: TLV Innlit í Herradeild JMJ: „Galdurinn er rétt vara á réttum tíma" - segir Ragnar Sverrisson verslunareigandi þýsku vörurnar eru Greyhound, Formen, Greiff og Smarty. Finnsk merki finnast líka í versluninni eins og t.d. Turo, Arvotex, Karl Peter’s og fleiri. Frönsku vörurnar koma frá Millet. Lacoste og Z-victory.“ Ragnar, eða Raggi eins og flestir kalla hann. segir að nú séu vinsælustu tískufötin þessi „klassísku“ herraföt. „Ungir menn kaupa jakkaföt- in mikið núna, íburðarmikil og fín jakkaföt en þó í tískusniðum og litum. Núna eru tvíhneppt jakkaföt í tísku og tískulitirnir eru grænn, brúnn, svartur og dökkblár. Aftur á móti eru köflóttir jakkar í tísku. Jakka- fatasala hefur aldrei veríð meiri en nú enda hefur úrval af alls kyns jakkafötum aldrei verið meira,“ sagði Ragnar. Föt í tonnavís Nú er kominn sá tími sem hvað mest er að gera í fataverslun- um. Allir eru að kaupa jólaföt- in, menn standa fyrir framan speglana og spá og spekúlera. Raggi segir að margir tugir tonna af fötum fari í gegnum verslunina árlega og stór hluti yfir jólamánuðinn. En geta verslunarmenn þá bara slappað af eftir áramótin? „Nei, blessaður vertu. Þá taka við árshátíðir, þorrablót og þess háttar. Auðvitað er alveg brjálað að geraallan desember- mánuð en alls engin afslöppun í janúar og febrúar. Við skulum segja að það sé aðeins rólegra,“ segir Raggi. Herradeild JMJ er ein af grónari verslunum bæjarins. Margir muna eflaust þá tíma er verslunin var til húsa í Glerárgötu 6 en þar var hún til húsa áður en hún flutti í Gránufélagsgötu 4 hvar hún er nú. Verslunin hefur verið starfrækt í rúmlega þrjátíu ár en Jón M. Jónsson, klæð- skeri stofnaði hana og rak allt þar til fyrir 4 árum. Þá keyptu hjónin Ragnar Sverrisson og Guðný Jónsdóttir verslunina og hafa rekið hana síðan. Þó að Ragnar sé maður upptek- inn þá tókst að fá hann í stutt spjall mitt í jólaösinni. Ein- hverra hluta vegna dettur manni stundum til hugar „klassísk“ klæðskerasaumuð jakkaföt þegar maður talar um Herradeild JMJ. - Er þetta sérverslun með slíkan fatnað? „Nei, fjarri bví. Klæðskera- saumur er nánast aflagður á ís- landi og það er langt síðan hætt var að sauma föt í þessari verslun. Klæðskerasaumur borgar sig ekki. í dag er þetta verslun með allar gerðir fatnað- ar, allt frá léttum tískufatnaði upp í hefðbundin fínni jakkaföt með öllu tilheyrandi.“. Verslað á erlendum vörusýningum - Er þá ekkert af fötunum í versluninni framleitt á íslandi? „Jú, ætli megi ekki segja að um 10% af vörum okkar séu íslensk. Annað er keypt erlend- is, mest frá Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Finnlandi. Við flytjum öll okkar föt beint inn þannig að maður verður að fara í 5-6 innkaupa- ferðir á ári.“ - Flvernig fara innkaup af þessu tagi fram? „Þetta byggist mest upp á sýningum þar sem sýnt er í stór- um höllum. Þar eru framleið- endurnir í sýningarbásum með sínar vörur og maður skoðar og pantar eitthvert magn af vör- unni. Þetta er allt gert með fyrirvara t.d. eru þær vörur sem nú eru að.koma pantaðar á sýn- ingu í febrúar þannig að maður er alltaf að taka sénsa. Galdur- inn er bara sá að vera með rétta vöru á réttum tíma.“ Köflóttir jakkar í tísku Ragnar segir að merkin séu orð- in mörg í versluninni og flest séu þau þýsk og ítölsk. Af ítölskum merkjum má nefna merki eins og Reporter, You & Me, Sonnetti, Monello, C.P. Company og Fiume. Dæmi um Svona þykir herrann vel klæddur. Þýsk jakkaföt frá Greiff og sviss- neskir frakkar frá Sniarty. - En er jólaösin komin í full- an gang? „Já, hún er komin í fullan gang. Yfirleitt byrjar straumur- inn í byrjun desember en þetta hefur verið fyrr á ferðinni núna af því að veðurfarið hefur verið gott. Maður sér að það er mikið af utanbæjarfólki sem leggur leið sína í bæinn þegar svona gott er að ferðast um.“ Við víkjum nú spjallinu að staðsetningu verslunarinnar og Raggi er spurður hvort hann kysi ekki heldur að vera í Mið- bænum? „Þetta er Miðbærinn. Ég hef alltaf talið þetta svæði til Mið- bæjarins enda ef ekki ætti að telja Sjallann, ,JM.l og Ríkið til Miðbæjarió^þáS'fei ekki hægt að telja Hlemm og Laugaveg í Reykjavík til ■ miðbæjarins. Hérna fer t.d. rúnturinn framhjá þannig að þetta er Mið- bærinn. Auðvitað gæti verið betra að vera yfir háferða- mannatímann við göngugötuna en í heild er miklu betra að vera hér. Svo spillir heldur ekki fyrir að hafa Ríkið hér rétt í nágrenninu,“ segir Raggi kím- inn og er rokinn með það sama í jólaösina. JÓH Sýnishorn af vinsælum köflóttum jökkum frá franska fyrirtækinu Victory.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.