Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 19
4. desember 1987 - DAGÖR - í'9 R. . . . hvað þá þegar þessar fögru yngismeyjar gengu um salinn. Á eftir var svo stiginn dans í ágætum salarkynnum hótelsins og loks var farið í heimsókn á eina af bjórstofum borgarinnar og botninn sleginn í vel heppnað kvöld. Fornminjar í bflageymslu Trier er elsta borg Þýskalands og því hefur meira að segja verið haldið fram að borgin sé eldri en sjálf Rómaborg. Því til stuðn- ings er gömul áletrun á byggingu einni við markaðstorg borgarinn- ar þar sem segir: „Trier hefur staðið 1.300 árum lengur en Róm.“ Þennan háa aldur hafa sagnfræðingar ekki viljað viður- kenna, en talið að upphaf borgar- innar megi tímasetja 15 árum fyr- ir Kristsburð. Það er þó alltént nokkuð. í borginni er að finna merkustu og heillegustu menjar um Róma- veldi hið forna, norðan Alpa- fjalla, enda var borgin á 3. og 4. öld eftirlætis hvíldarstaður róm- verskra keisara. Menjarnar hafa Ekki laust við áhuga á því hvernig hvítvín er búið til. mál sem fararstjórar þurfa jafnan að leysa. Frá Loftleiðahótelinu var hald- ið um klukkan fimm og ferðinni heitið til Keflavíkurflugvallar þar sem flug 620 til Luxemborgar tók við hópnum og flutti hann á næsta áfangastað sem auðvitað var flugvöllurinn þar í landi. í flugstöð Leifs Eiríkssonar fengu menn þó góðan tíma því eins og svo oft gerist varð seinkun á komu flugs frá Chicago og sem því nam seinkun á brottför hópsins. Ekki gleyma drykkjupeningum Til Luxemborgar var komið um klukkan tvö að staðartíma og þegar menn höfðu endurheimt farangur sinn var strax gengið um borð í stórglæsilega langferða- bíla. Greiðlega gekk að koma hópnum austur yfir landamærin og taldi Ute skýringuna liggja í því hve sakleysislegur hópurinn var. Á meðan á hinni 50 mínútna löngu ökuferð til hótelsins stóð, útlistuðu fararstjórarnir fyrir „skjólstæðingum" sínum hvað bæri að varast og hvernig menn ættu að haga sér og hvernig ekki. Talsverður hluti hópsins var þarna í sinni fyrstu utanlandsferð og því margt nýtt að læra. í Þýskalandi tíðkast það að þeim sem veita þjónustu séu gefnir drykkjupeningar fyrir utan upp- sett verð. Þessar upphæðir renna beint í vasa viðkomandi og er óhætt að fullyrða að hver sá sem veitti meðlimum þessa hóps þjónustu varð ekki svikinn á þessu sviði. Á það jafnt við um rútubílstjóra, leigubílstjóra, bar- þjóna og aðra. Nærri má geta að þegar á hótelið var komið voru margir orðnir þreyttir eftir ferðalagið. Fyrst og fremst á þetta við þá sem tóku rútu frá Dalvík, ferðatíminn hjá þeim var farinn að nálgast 20 klukkustundir. Margir lögðust því til hvílu í ágætum herbergjum Hótels Porta Nigra en aðrir létu sig hafa það að kanna umhverfið. Um kvöldið var snæddur kvöld- verður í veitingasal hótelsins. Nokkra athygli vakti hvað hótel- stjórinn tók virkan þátt í tilfall- andi störfum og hreinsaði m.a. leifar af diskum þetta fyrsta kvöld. Kíkt í verslanir Annar dagurinn, föstudagur- inn 20. nóvember, var mönnum algjörlega frjáls og flestir vörðu honum til skoðunar- og verslun- arferða um miðborgina. Þó að hér hafi ekki verið um eiginlega verslunarferð, A la Glasgow, að ræða þá stóðu margir sig býsna vel á því sviði og enginn lét glæsi- Það höfðu allir gaman af þessari heimsókn. Takið eftir svipnum á Sævaldi, elsta meðlimi ferðarinnar. varðveist ótrúlega vel þrátt fyrir allar þær styrjaldir sem geisað hafa. Sú reisulegasta þeirra er án nokkurs vafa hið gamla borgar- hlið, Porta Nigra, Svarta hlið. Hlið þetta er svart og tígu- legt við enda aðal verslunargötu borgarinnar og það sem meira er, beint andspænis hótelinu sem títtnefndur hópur dvaldi á. Nafn hótelsins ætti því ekki að koma neinum á óvart. leg verslunarhús borgarinnar alveg fram hjá sér fara. Stundum er sagt að jólaundir- búningur íslenskra kaupmanna hefjist óeðlilega snemma og víst er það rétt. Jól þýskra kaup- manna og alls almennings hefjast þó mun fyrr en þeim lýkur jú einnig fyrr. Ólíkt því sem tíðkast hér heima þá teljast áramótin þar ytra vera allt önnur hátíð og þá eru komnar upp aðrar og léttúð- ugri skreytingar en prýða stræti og torg yfir jólahátíðina sjálfa. Það sem mest freistar kaup- óðra íslendinga þegar komið er til Þýskalands eru yfirleitt raftæk- in en þau eru þarna ótrúlega ódýr. Mest var þó keypt af fötum. Það eru fleiri en íslendingar „Bossinn" flytur ávarp við upphaf borðhalds. sem fara til annarra landa að gera innkaup. Alkunna er að víðs veg- ar um Evrópu fara umfangsmikil millilandaviðskipti fram í dags- ferðum þegnanna yfir landamær- in. Þjóðverjar kaupa bensín og vín í Luxemburg en þarlendir fara til Þýskalands í fataleit, svo dæmi séu tekin. Stórkostleg árshátíð Ef undan er skilin nýstárleg staðsetning árshátíðar starfsfólks frystihúss ÚKE Dalvík, þá var hátíðin með hefðbundnum hætti. Á fimmréttuðum stórglæsilegum matseðlinum var að vísu að finna rétti sem varla er boðið upp á hér heima á „klakanum" því aðal- rétturinn var ekkert minna en dádýrasteik. Eftirrrétturinn var svo bæheimskur! vanilluís með fersku kiwi og Jóhannesarberjum sem á íslandi eru í daglegu tali kölluð rifsber. Á borðum árshátíðargesta lá 2. tölublað af 2. árgangi blaðs þýsk- íslenska ferðafélagsins en þar var að finna ýmsan „fróðleik" á létt- ari nótunum auk söngtexta sem Amar Símonarson formaður skemmtinefndar í „aksjón“. sungnir voru milli rétta. Hljóm- sveitin „Svörtu lamparnir“ lék dinnermúsík og síðar fyrir dansi til klukkan 2.00 en rúsínan í pylsuendanum voru þó frábær skemmtiatriði skemmtinefndar undir forystu Arnars Símonar- sonar. Fluttur var annáll ársins, ferðasaga, bæn ferðalangsins og farið í leiki en hámarki náði skemmtunin þegar fram fór feg- urðarsamkeppni þar sem nokkrar „yngismeyjar“ úr röðum starfs- fólks kepptu um hina ýmsu titla sem „þær“ hlutu í réttu hlutfalli við yndisþokka, framkomu, lima- burð og annað það sem góðan kvenmann má prýða. Nýjasti uppgröfturinn á merk- um fornminjum er frá því í sumar og eins og oftast er með slíka fundi þá varð hann algjörlega fyr- ir tilviljun. Þannig var að við eitt af vöruhúsum borgarinnar var verið að grafa fyrir nýrri bíla- geymslu og þegar komið var nið- ur á sex metra dýpi fannst bygg- ing frá dögum Rómverja og í henni ýmsir merkilegir munir. En það er fleira en menjar frá tímum Rómverja sem skapað hefur þessari fögru borg nafn meðal borga. Á hverju ári er í Þýskalandi útnefnd „grænasta borg landsins“ og síðastliðið sumar var Trier þess heiðurs aðnjótandi enda hafði þá farið fram mikil gróðursetningarher- ferð í tilefni af 2000 ára afmæli borgarinnar. Þá má einnig geta þess að þessi borg sem er tífalt eldri en Reykjavíkurborg er fæðingarstaður Karl Marx. Stutt stopp í Bernkastel Laugardagurinn var tekinn snemma því um klukkan níu var lagt upp í skoðunarferð um hluta af Móseldalnum. Ekið var austur meðfram ánni sem gegnir veiga- miklu hlutverki í öllum þunga- flutningum landanna í Mið-Evr- ópu. Þetta sýndu glögglega tíðar ferðir flutningapramma. Alla leiðina voru vínekrur á alla vegu en á þessu svæði er hver einasti skiki nýttur til hins ýtrasta við ræktun vínviðarins. Á Mósel- svæðinu eru framleidd um 13% þýskra vína og er talið að um 40 þúsund manns á svæðinu hafi atvinnu sína af þessari 6000 ára uppfinningu. 1 þorpinu Bernkastel var stoppað í um klukkustund og gafst því vart tími til annars en að skola einni brauðsneið niður með innihaldi einnar ölkollu. Aðal- markmið þessarar ferðar var auk þess heimsókn á vínbúgarð í norðurjaðri Trier. Frá hinu fagra þorpi Bernkastel var því snúið við svo búið. „Fflingur“ í vínsmökkun Weinhaus Becker er dæmi- gert fjölskyldufyrirtæki í þessari iðn- eða listgrein sem þjóðir Mið- Evrópu bera svo mikla lotningu fyrir, framleiðslu góðra vína. Eigandinn, Þjóðverji í húð og hár, á miðjum aldri fór í gegnum „fabrikkuna“ með fróðleiksfús- um Dalvíkingum, og með press- un, síun, átöppun og geymslu að baki var komið inn í vægast sagt bráðskemmtilega vínstofu. Að afloknum fyrirlestri um vínber og afurðir þeirra almennt voru fjórar tegundir vína smakk- aðar og þess á milli etið brauð og hlustað á meiri fróðleik. Þær Ute og Sigrún þýddu samviskusam- lega ofan í mannskapinn en þeirri fyrrnefndu varð það stundum á að þýða þýsku yfir á þýsku, með breyttu orðalagi þó. Fyrst vissu menn ekki hvaðan á þá stóð veðrið, héldu kannski að konan væri að prufa livað þeir hefðu lært í ferðinni, en auðvitað var þetta bara afleiðing uppruna hennar, og ekki nema til að hafa gaman af. Hvað sem segja má um vín- menningu okkar íslendinga og skynbragð okkar á það hvað eigi að kalla gott og hvað vont þegar óbrennd vín eru annars vegar, þá fór ekki á milli mála að fólk naut þess til fullnustu að lygna aftur augunum, hreyfa hinn dýra mjöð og þefa, súpa á með nautnasvip í hverjum andlitsdrætti og láta vökvann loks renna rólega niður áður en ieikurinn var endurtek- inn. Síðan ræddu menn um eigin- leika hverrar tegundar eins og þeir hefðu ekki gert annað alla ævi. Reglulega skemmtilegt síð- degi og gott upphaf á lokakvöld- inu. Síðasta kvöldmáltíðin var sameiginleg og að því búnu frjáls kynnisferð um ranghala þýskrar bjórmenningar. Yarmar móttökur Lokadagurinn rann upp, sunnudagurinn 22. nóvember. Stórkostlegri ferð var að ljúka en hvergi annað að sjá eða heyra en að fólk væri ánægt þrátt fyrir það. Lagt var tímanlega af stað því á leiðinni á flugvöllinn var tekinn rúntur um Luxemburg og meðal annars litið á byggingar Evrópu- ráðsins, stórkostlegar brýr nútímans og tignarlega kastala fortíðarinnar. Heimferðin gekk vel, yfirvigt- inni var bróðurlega skipt niður á hópinn og tollverðirnir sýndu hinum þreyttu ferðalöngum vin- semd og tillitssemi. Elskulegur Suðurnesjastrekkingur kyssti vangann ekki eins mjúklega þeg- ar gengið var út í rúturnar sem fluttu fólkið í átt að alvöru lífsins, grálúðu og þorski. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.