Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 5
4. desember 1987 - DAGUR - 5 Nýi lyftarinn er auðveldur í notkun. Hann getur staflað fullhlöðnum 40 feta gámum í fjórar stæður, en lyftigetan er 34 tonn. Reykjavík: Eimskip bætir við tækjakost Fyrir skönimu fékk Eimskipa- félag íslands nýjan gámalyft- ara til notkunar á athafnasvæði sínu við Sundahöfn. Lyftarinn er framleiddur af Caterpillar verksmiðjunum og fluttur inn af umboðsaðila þeirra á íslandi, Heklu hf. Vaxandi notkun gáma og þörf á betri nýtingu geyinslusvæðis hefur kallað á nýja tækni í lyfti- tækjum og hafa Caterpillar verk- smiðjurnar svarað þeirri þörf með því að framleiða lyftara, sem flýtir mjög fyrir stöflun og tilfærslu á gámum. Lyftarinn er 65 tonn að þyngd og getur staflað fullhlöðnum 40 feta gámum í fjórar stæður, en lyftigetan er 34 tonn. Hann er ákaflega auðveldur í meðförum enda er þvermál beygjuhrings aðeins um 15 metrar og stjórnbúnaður allur vökva- knúinn. Þá er í lyftaranum eins- konar gjörgæslukerfi (EMC) sem varar stjórnandann við, ef eitthvað fer úrskeiðis varðandi stjórnun eða vélbúnað í takinu. Að gefnu tilefni - vegna skrifa fram- kvæmdastjóra Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar Vegna skrifa Inga Björnsson- ar, framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar í Dag og aðra fjölmiðla, þar sem m.a. kemur fram að félagið hafi stutt DNG þegar verið var að stofna fyrirtækið, vill Davíð Gíslason hjá DNG að eftirfar- andi komi fram. Þegar DNG var stofnað, var eina aðstoðin sem fyrirtækið þáði frá Iðnþróunarfélaginu lán, sem tekið var á tímabilinu 1981-1982 að upphæð krónur 300 þúsund til sex mánaða, en sú upphæð nam u.þ.b. eins og hálfs mánaðar launagreiðslum fyrirtækisins til starfsmanna. Ef nefna á einn aðila umfram annan á svæðinu sem studdi aðstandendur fyrirtækisins við stofnun þess má, að sögn Davíðs, þá helst nefna Sparisjóð Glæsi- bæjarhrepps. Þetta hafði allt átt sér stað fyrir tíð Inga Björnssonar og hefur því e.t.v. ekki verið honum ljóst fyrr en nú. VG ■ ' BÓKflFORLflGSBÓK) Verð kr. 2.250,00. GEKK ÉG YFIR SJÓ OG LAND eftir Kristján Róbertsson Hér segir frá þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað í lifi fólks í Vestmannaeyjum a siðari hluta 19. aldar. þegar íslenskir mormónatrú- boðar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaðarerindi sem ekki hafði heyrst hér a landi áður. Þetta er bæði furöuleg og fróðleg saga, sem margir munu áreiðanlega hafa gaman af að kynna ser. Opið laugardaginn 5. desember frá kl. 10-16. Munið 10% jólaafsláttinn okkar Á föstudagskvöld verður klikkað stuð í Zebra. Verslunin Perfect verður með tískusýningu og öll nýjustu popplögin glymja um húsið. Bjartmar Guðlaugsson svíkur okkur ekki aftur, hann kemur og spilar í Zebra á laugardagskvöld. Missið ekki af járnkarlinum og týndu kynsloðinni. WEBRA* Veitingastaður, Hafnarstræti 100, sími 25500 VEXTIR A VERÐBRÉFAMARKAÐI Vikan 30.nóv.- 4. des. 1987 P Vextir umfram Vextir Tegund skuldabréfs verðtryggingu % Alls% jSpariskírt. ríkissjóðs lægst 8,0% 36,7% hæst 8,5% 37,4% Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 9,3% 38,4% hæst 9,7% 38,9% 1 Skuldabréf stórra fyrirtækja Lind hf. 11,0% 40,5% Glitnir hf. 11,1% 40,6% SS 11,2% 40,8% | Verðtryggð verðskuldabréf lægst 12,0% 41,8% hæst 15,0% 45,6% 1 Einingabréf Einingabréf 1 gengi4.12.’87 2.468,- 13,2% 43,3% Einingabréf 2 1.444,- 9,0% 38,0% Einingabréf 3 1.522.- 12,0% 41,8% Lífeyrisbréf 1.241,- 13,2% 43,3% Fjárvarsla Kaupþings Norðurlands hf. mismundandi eftir sam- setningu verðbréfaeignar. Heildarvextir annarra skuldabréfa en einingabréfa eru reiknað- ir út frá hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði. Raun- og.nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Einingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþings Norðurlands er oftast hægt að losa innan viku. ATH! Hægt er að greiða keypt verðbréf með gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. 441KAUPÞING NÖRÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.