Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 24

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 24
Akureyri, föstudagur 4. desember 1987 Tilboð Bautans í desember í hádeginu: Innkaupadiskurinn: Kaldir kjöt- og fiskréttir ásamt súpu og salatbar kr. 450. í kaffinu: Búðarrápsdiskurinn: Snitta, kökusneið og kaffi kr. 180. Jólaglögg. Afsláttartilboö til félagsmanna KEA - í flestum sérverslunum og kjörbúðum kaupfélagsins I dag og á morgun eru síðustu forvöð fyrir félagsmenn í KEA að notfæra sér 10 prósent afsláttartilboð kaupfélagsins. Um er að ræða sérstakan af- slátt af staðgreiddri vöruúttekt í öllum deildum Vöruhúss KEA DNG: Kanada næst Kristján Jóhannesson fram- kvæmdastjóri og Reynir Ei- ríksson markaðsstjóri hjá DNG eru nvkomnir frá Nýfundnalandi þar sem þeir afhentu sjávarútvegsskóla í borginni St. Jones, tvær færa- vindur til reynslu. Þetta er fyrsta skref fvrirtækisins inn á Kanadamarkað. Aðdragandi þessa er sá að á sjávarútvegssýningunni í Laugar- dalshöll í sumar koin fulltrúi skólans að máli \ið þá DNG- menn. Maður þessi sér um útgerð fiskibáts sem skólinn hefur nýlega fest kaup á til þess að gera ýmsar tilraunir með \ eiðarfæri og annað. Manninum \ar boðið hingað norður og á sjó þar sem hann sá færavinduna í notkun. Niðurstaðan \ ar sú að liann fór fram á það við forráðamenn fyrirtækisins að þeir kæmu vestur og kynntu sjálf\ irku færavind- una. I gegnum skóla þennan fara árlega um 200 fiskimenn. aðal- lega frá Nýfundnalandi. ..bað er verið að kanna hvort vindurnar henta þessum markaði og ég held að þetta sé mjög gott sem fvrsta skrefið í markaðssetn- ingu þarna." sagði Reynir í sant- tali við Dag. Kanadamenn hafa lítillega kynnst sjálfvirkum færa- vindum en þær hafa ekki náð neinni fótfestu á markaðinum. Reynir sagði engan vafa leika á möguleikum þessa markaðar, spurningin væri hvort þeir gætu nýtt sér hann sem skyldi. „Við flýtum okkur hægt,“ sagði hann. ET og raflagnadeild. Einnig er um að ræða afslátt í byggingavöru- deild og véladeild. Hvað byggingavörudeild varð- ar þá er veittur 10% staðgreiðslu- afsláttur af verkfærum, gólfefn- um og öllunr málningarvörum. í véladeild er sami afsláttur veittur af bifreiðavörum og varahlutum. Af stærri rafmagnstækjum, húsgögnum og gólfteppum mið- ast 10% afslátturinn við afborg- unarverð. Þessi kjör gilda einnig um sömu vöruflokka í öllum verslunum KEA utan Akureyrar. Björn Baldursson, fulltrúi kaupfélagsstjóra á verslunar- sviði. sagði að í raun jafngilti þetta afsláttartilboð 10% afslætti á meginþorra sérvöru í verslun- um KEA. Segja má að afsláttur- inn í ár sé í raun meiri en hefur tíðkast áður í afsláttartilboðum KEA. Hann er hærri. t.d. af raf- magnstækjum. og nær til fleiri vörutegunda. Félagsmenn KEA eru hvattir til að notfæra sér þetta góða tilboð. en sérstök athvgli er vakin á að flestar sérvöruverslanir og matvöruverslanir kaupféiagsins verða opnar frá kl. 10.00-16.00 á morgun. laugardaginn 5. des- ember. EHB Varla hefðbundið desemberverk. Mynd: TLV Fjárveitinganefnd: Heimavist MA í athugun I fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir 3,7 miljónum króna til viðgerða og endurbóta á húsnæði Mennta- skólans á Akureyri. Ekki er gert ráð fyrir neinum fjármun- um til hönnunar eða skipu- lagningar á viðbyggingu heima- vistar menntaskólans. Jóhann Sigurjónsson skólamcistari MA hefur þó sótt um 2,5 millj- ónir til fjárveitinganefndar, en vill þó ekki gefa neitt út á það hvort hann telji líklegt að umsóknin fá náð fyrir augum fjárveitinganefndar. „Ég var nú að vona að við myndum geta hafiö framkvæmdir vorið 1989, en Jón Baldvin er fastheldinn á budduna. En málið er að það er búið að samþykkja A og þá hlýtur B að koma á eftir, eða a.rn.k. lítið b. Við verðum því að vona það besta, en þessi fjárveiting myndi fara í undir- búning og hönnun verksins.“ í samtali við Dag sagði Pálmi Jónsson alþingismaður, en hann á sæti á fjárveitinganefnd, að nefndin væri nú að fara yfir allar þær umsóknir sem henni hafa borist og því of snemmt að segja nokkuð um málefni heimavistar MA. AP Loðnuverksmiðjan á Raufarhöfn: Starfsmenn hóta að ganga út - „Fljótræði,“ segir Árni Sörensson verksmiðjustjóri Hálfgert upplausnarástand rík- ir nú í loðnuverksmiðju Síldar- verksmiðja ríkisins á Raufar- höfn. Búið er að loka fyrir loðnumóttöku því starfsmenn hafa hótað að ganga út á laug- ardaginn. Þeir eru óánægðir með það að laun þeirra voru lækkuð þegar bræðsla hófst í nóvember en þeir höfðu verið yfirborgaðir yfir sumarmánuð- ina. Arni Sörensson verk- smiðjustjóri var inntur eftir forsögu þessa deilumáls: „Þegar bræðslu lauk í vor var kaupið hækkað við menn til að halda þeim hérna yfir sumartím- ann, enda voru miklar fram- kvæmdir hér í byggingarvinnu og Er jólahangikjötið gamalt? „Notum aðeins nýtt kjöt“ - segir Óli Valdimarsson, sláturhússtjóri KEA Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 á dögunum þar sem greint var frá því að reykhús Sambandsins notaði aðeins gamalt kjöt í reyk fyrir jólin var haft samband við Óla Valdimarsson, sláturhússtjóra KEA á Akureyri til að grennsl- ast fyrir um hvort þessum mál- um væri eins varið hér fyrir norðan. „Nei, hér notum við aðeins nýtt kjöt þ.e. frá því í sláturtíð- inni í haust þar að auki er kjötið heldur ekki sprautusaltað. Fólk hefur mikið spurt um hvort hér sé reykt gamalt kjöt fyrirjólin en svo er alls ekki,“ sagði Oli. Nýtt og pækilsaltað. Mynd: 'II.V Hangikjötssala frá Kjötiönað- arstöð KEA hefur verið góð undanfarin ár og hafa verið seld um 45 tonn af hangikjöti í des- embermánuði og um 30 tonn í nóvember. Óli segir að svo virð- ist sem eftirspurn eftir hangkjöti frá KEA sé heidur að aukast ekki síst að sunnan en þangað fer nálægt helmingur hangikjötsins frá KEA fyrir jólin. Óli sagði að á haustin væri gömlu kjöti ekið úr sláturhúsum á landsbyggðinni suður og þar væri þetta kjöt gjarnan notað í hangikjöt. Hér er á ferðinni offramleiðsla sem ekki hefur ver- ið hægt að flytja út né nýta á ann- an hátt. JÓH endurnýjun á verksmiðjunni. Þetta var gert í öllum verksmiðj- um sem eru í samfloti með okkur í kjaramálum. Það var gert skrif- legt samkomulag um þessa yfir- borgun og tekið fram að hún gilti fram að bræðslu, en ekki lengur en til 1. september nema sérstak- lega yrði um það samið. Bræðsla hófst ekki hér fyrr en í nóvember og þetta sumarkaup var látið gilda hjá mönnum hér þangað til. Þegar bræðsla hófst var' síðan tekinn upp sá kauptaxti sem gild- ir samkvæmt kjarasamningum verksmiðjanna við Vinnuveit- endasamband íslands.“ Árni sagðist álíta að þetta væru fljótræðislegar aðgeröir hjá starfsmönnunum. Þeir heföu far- ið fram á kauphækkun sem ekki hefði verið hægt að verða við, engar forsendur fyrir hendi enda væri verið að vinna að gerð samn- inga fyrir næsta ár. Núgildandi samningar renna út um áramót, en Árni sagði að starfsmennirnir hefðu hótað að ganga út á laugar- daginn ef þeir fengju ekki umbeðna kauphækkun. „Meðan þetta vofir yfir höfum við ekki getað tekið við loðnu. Við vorum komnir með það mik- ið í þrær að við verðum ekki bún- ir með það á laugardaginn. Þetta er leiðindaástand, loðnan er hér hérna rétt úti fyrir, aðeins um 6 tíma sigling á miðin. En mér finnst þetta liggja Ijóst fyrir. Bræðslusamningurinn gildir til áramóta og yfirborgunin í sumar kom honunt ekkert við. En ég á allt eins von á því að þetta mál sé að leysast,“ sagði Árni að lokum. SS Loðnuveiðar: Næst heil vika? Lodnuveiöar hafa gengið vel það sem af er þessari viku og vonast menn jafnvel eftir að þetta verði fyrsta heila vikan sem eitthvað veiðist. Frá því á sunnudag hafa um 48 þúsund tonn komið á land og hjá mörgum verksmiðjum er allt geymslurými fullt. Nú hafa 39 skip hafið veiðar og að jafnaði eru 15-20 skip á veið- um í einu. Miðin eru nú austur af Kolbeinsey og norður af Mel- rakkasléttu og er loðnan á aust- urleið. Um miðjan dag í gær höfðu 10 skip tilkynnt um afla, samtals um 6000 lestir. Loðnuverksmiðjurn- ar á Þórshöfn, Vopnafirði, Siglu- firði og Ólafsfirði voru þá með allt fullt af loðnu og gátu ekkert tekið við fyrr en ef til vill í gærkvöld. Mestu hefur því verið landað á Austfjarðahafnir. Krossanesverksmiðjan geymir ekki loðnu og hafa Akureyrar- skipin Súlan og Þórður Jónasson séð henni fyrir hráefni. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.