Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 23

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 23
4. desember 1987 - DAGUR - 23 Síbyljan Stundum hefur fólk lítið sem ekk- ert að gera. Mestan part dags vinnur það jú og vinnur en um kvöld og helgar leita þeir sem ekki hafa fyrir heimili að sjá og/ eða þurfa að læra, á vit einhvurs- konar afþreyingar. Sumir horfa á sjónvarpið, aðrir fara í bíó, ein- hverjir drekka og daðra og enn aðrir aka í hringi. Svo eru það vondu kallarnir sem setja alls kyns hömlur á gamanið. Trufla Stöð 2, banna myndir innan 16, hækka brennivínið og setja upp hlið hringhugum í stétt öku- manna til mikils ama. Af því síðastnefnda hlutust reyndar allsnarpar deilur og mót- mæli mikil. Var af látunum á tímabili þó nokkur skemmtun. Bílaraðir (jafnvel lengri en á 17. júní) óku um bæinn þeytandi flautu og í Miðbænum mátti sjá argar húsmæður reigja hausinn út um gluggann og formæla ung- skríllingunum. Áttu menn jafnvel von á bílabrennum og skotbar- dögum bæjarbúum til upplyfting- ar. En þá tóku þeir hliðið í burtu og ró færðist yfir Heysel leik- vanginn á ný. . . Sykurmol- arnir koma Sykurmolamir hafa alltaf verið svolítið sérstakir. Sömu Molar hafa notið hylli í Bretaveldi með iaginu Birthday en Mörlandinn hefur lítið viljað af krógunum vita fyrr en rétt nýveriö. Hvað um það, mér finnst Sykurmolarnir bragðast ágætlega þakka þér fyrir. Og í kvöld færð ÞÚ tækifæri til að bragða á þeim persónu- lega. Sykurmolarnir verða nebb- lega með tónleika í kvöld í Menntaskólanum á Akureyri, nánar tiltekið Möðruvallakjallara. Fyrir þessum merkisatburði sjá Tónlistarfélög M.A. og V.M.A. í sameiningu. Hljómleikarnir ku hefjast kl. 21.00 með leik akur- eyrsku hljómsveitarinnar Lost. Sveitin sú er ung að árum (reyndar aðeins nokkurra mán- uða) og leikur víst einhvurskonar rokk. Lost er skipuð þeim Jóa og Kristjáni Pétri sem sjá um söng, Sigaa á gítar, Rögnvaldi á bassa og Ivari á trommum. Ekki hafa sveinarnir komið oft fram opin- berlega en þykja allir hinir fersk- ustu. Strax á eftir þeim hefja síð- an áðurnefndir Sykurmolar leik sinn. Líklega, sennilega, ábyggi- lega verður þarna framreidd öld- ungis mikil og góð músík enda Molarnir sagðir hreint ótrúlegir læf. Við sjáumst þá bara .. . það kostar 500 kall inn. Mehgaz líka Alveg síðan ég var smá peli hef- ur mér þótt hann Magnús Þór Jónsson dulítið skemmtilegur músíkant. Einu hefur gilt hvort Megas hefur verið einn á ferð eða með Júdasi, Spilverkinu, Sjálfsmorðsveitinni, Ikarusi eða Bubba Morthens textarnir hafa alltaf verið sælgæti og tónlistin oftast líka. í öllu jólaplötubriminu rak á fjörur mínar nýjasta afkvæmi mannsins sem sumir kalla meistara og finnst flott. Þessi plata heitir Loftmynd, eins og sumir vita og aðrir ekki, og þykir mér skífan sú alveg bráð- myndarleg og falleg í alla staði. Plötu þessa geta menn keypt út í búð (eins og aðrar plötur) heyrt lag og lag í úbadattinu nú eða farið á tónleika. Um það síðast- nefnda átti nú þessi greinarstúfur að fjalla. Núna á mánudaginn sem er 7. desember, verður öll- um eyfirskum tónlistaraðdáend- um nebblega haldin mikil veisla því þá mun títtnefndur Megas halda hljómleika í veitingahúsinu Zebra hér í bæ. Verður hann einn á.ferð með gítarinn. Ekki er oft boðið upþ á slíka skemmtun andans og er ég því að hugsa um að mæta og þú ættir náttúr- lega að skella þér líka. Það byrjar klukkan níu . . . Das Ende P.S. Það er aldeilis tónlistarveisla í gangi. Fyrir utan ofantalda atburði var Grafík í Sjallanum í gær og í kvöld verður Bjartmar í Dynheimum. Sami Bjartmar verður svo í fylgd með fullorðn- um annað kvöld í Zebra. I SMAKK! Kaupmenn - Heildsalar Tollskrárbreytingar kynntar nk. laugardag kl. 9.30 f.h. í Alþýðuhúsinu 4. hæð. Kaupmannafélag Akureyrar. Félag íslenskra stórkaupmanna. Mjólkurframleiðendur: Eigum til afgreiðslu mjolkurleiönimæli til greiningar á júgurbólgu. Þægilegt og öruggt verkfæri. DIESELrVERK VÉLASTILUNGAR OG VlÐGERÐiR DRAUPNISGÖTU 3 ■ 600 AKUREYRI SlMI (96)25700 Frá Raftæknl Brekkugötu 7, Akureyri. Verslunin hefur stækkað verulega' og vöruúrvalið að sama skapi. ★ Við seljum eingöngu viðurkenndar rafmagnsvörur og bendum á yfir 30 ára fagþekkingu og reynslu í sölu og þjónustu á raftækjum á að tryggja viðskiptavinum okkar örugga og þægilega þjónustu. Ingvi R. Jóhannsson, Brekkugötu 7, sími 26383 Krefjandi stjórnunarstarf Ríkismat sjávarafurða óskar að ráða mann í krefjandi ábyrgðar- og stjórnunarstarf við að veita eftirliti stofnunarinnar forstöðu. Starfið felst í: ★ Stjórnun eftirlits stofnunarinnar með hráefnis- og vöru- gæðum íslenskra sjávarafurða. i því felst m.a. dagleg stjórn starfa þeirra manna sem hafa með hendi eftirlit stofnunarinn- ar, þar sem fiskur eða sjávarafurðir eru meðhöndlaðar og/eða unnar. ★ Annast eftirlit með gæðaeftirliti útflytjenda og hvernig þeir standa að gæðastjórnun á sínum vegum. ★ Yfirumsjón eftirlits með hreinlæti og búnaði fiskvinnslust- öðva, svo og með hvaða hætti fiskvinnslufyrirtæki standa að gæðastjórnun framleiðslu sinnar. ★ Þátttöku í stefnumörkun og þróun vinnubragða Ríkismats sjávarafurða. Starfið krefst: ★ Mikils frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. ir Þekkingar, áhuga og skilnings á gæðamálum sjávarút- vegsins. ★ Háskólamenntunar í matvælafræðum, eða annarrar sam- bærilegrar menntunar og starfsreynsiu. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. Umsóknum ber að skila á skrifstofu stofnunarinnar. Nánari upplýsingar og starfslýsing fæst hjá skrifstofustjóra stofnunarinnar, Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími: 91 -627533. Ríkismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi: ★ Að stuðla að auknum hráefnis- og vörugæðum íslenskra sjávar- afurða. ★ Að þróa starfsemi sína þannig að hún verði einkum fólgin í miðlun þekkingar og færni og að skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa. ★ Að verða í krafti þekkingar sinnar og reynslu forystuafl í gæðamálum. ★ Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarútvegsins í stöðugri viðleitni þeirra til að auka þekkingu og færni í vinnubrögðum og vörumeðferð. ★ Að móta afstöðu þeirra sem við sjávarútveg starfa til gæðamála og efla almenna gæðavitund. Ríkismat sjávarafurða telur það vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnubrögðum, svo íslenskar sjávarafurðir nái forskoti á markaðnum vegna gæða og þar með hærra verði en ella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.