Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 13
4. desember 1987 - DAGUR - 13 hvað er að gerast? Þrjátíu ára afmælishátíð Oddeyrarskólans verður haldin á sunnudaginn. Oddeyrarskólinn 30 ára - Afmælishátíð á sunnudag Gegn misrétti og andbyggðastefnu Styrktarfélag vangefinna: Basar í húsi aldraðra Á morgun, laugardaginn 5. desember, heldur Styrktar- félag vangefinna basar í Húsi aldraðra. Basarinn er haldinn til styrktar byggingu sundlaugar við Sólborg. Styrktarfélag vangefinna hefur undanfarin ár safnað fé til byggingar sundlaugar- innar, sem nú er rúmlega fokheld. Enn vantar mikið upp á að sundlaugin verði tilbúin, en hér er um brýnt hagsmunamál fyrir vangefna og fatlaða að ræða. Basarinn hefst kl. 14 á morgun og þar verða góm- sætar kökur til sölu auk ýmissa muna. Fólk er hvatt til að koma og styrkja gott málefni. Sjallinn: Erla með stjörnum Ingimars Nú um helgina verða sýn- ingar númer 16 og 17 á „Stjörnum Ingimars Eydal" í Sjallanum á Akureyri. Gestur sýningarinnar bæði kvöldin verður söngkonan Erla Stefánsdóttir. Erla Stefánsdóttir söng með hljómsveit Ingimars Eydal á 7. áratugnum. „Hún mun um helgina syngja syrpu laga sem aðdáendur hennar þekkja vel,“ sagði Ingimar í samtali við Dag. Hljómsveit Ingimars Ey- dal mun leika fyrir dansi til klukkan þrjú bæði kvöldin. Ný djasshljómsveit, „Styttri", mun koma fram á tveimur stöðum um þessa helgi; laugardagskvöldið 5. des. á Hótel Húsavík og sunnudagskvöldið 6. des. í Heita Pottinum í Duus-húsi í Reykjavík. Petta djass- band skipa: Kjartan Valdi- marsson píanóleikari, en hann hefur numið við Berk- lee School of Music í Boston í tvö ár og hefur spilað með Stórsveit RUV frá því í vor; Tómas R. Einarsson kontra- bassaleikari, sem hefur spil- að í fjölmörgum hljómsveit- um og er einn aðstandenda hinnar umtöluðu djassplötu „Hinsegin blús“ sem nýver- ið kom út; gítarleikarinn Hilmar Jensson sem spilað hefur með ýmsum hljóm- sveitum og hefur vakið athygli í reykvísku djasslífi á þessu ári; Matthías Hem- stock trommuleikari, en hann hefur undanfarin ár leikið jöfnum höndum djass, rokk og leikhústón- list. Á efnisskrá „Styttri" eru lög eftir þá félaga sjálfa í Mánudaginn 7. desember n.k. verða 30 ár liðin frá því Oddeyrarskólinn tók til starfa. í tilefni þess verður haldin afmælishátíð í skól- anum n.k. sunnudag 6. des- ember og hefst hún með því að allir nemendur mæta á sal, eldri deildir kl. 9.30 og yngri deildir kl. 10.30 f.h. Þar verður rætt um skóla- starf liðins tíma, deildum færðar gjafir og afhent verðlaun fyrir teikningu, sem einn af nemendum hlaut fyrir verk sín, sem send voru á alheimssýningu. Pá munu nemendum bornar veitingar. Eftir hádegið, eða nánar tiltekið kl. 13.15, er almenn- ingi boðið út í íþrótta- skemmu að sjá sýnishorn úr skólaleikfimi. Stjórnendur barnanna verða íþrótta- kennarar skólans þau Guð- rún Jóhannesdóttir og Þröstur Guðjónsson. Að sýningu lokinni verður hald- ið heim í skólann og þar býður foreldrafélagið öllum upp á veitingar, kórar skól- ans munu syngja bæði kl. 14.30 og kl. 16.00, en stjórn- endur þeirra eru Ingimar bland við lög eftir Herbie Hancock, Wayne Shorter, Richie Beirach og John Scofield. Eydal og Aðalgeir Aðal- steinsson. Flesta kennslu- stofurnar verða til sýnis og í sumum þeirra flutt leikrit á klukkutíma fresti. Paðverð- ur opið hús til kl. 18.00 og er vonast til að sem flestir vel- unnarar skólans hafi tæki- færi til þess að líta inn og fá sér kaffisopa. Sérstaklega er elstu nemendum bent á að þarna skapast tækifæri til þess að hittast og spjalla saman. Samtök jafnréttis og félags- hyggju standa fyrir opinni ráðstefnu um misrétti og andbyggðastefnu, laugar- daginn 5. des. n.k. í Al- þýðuhúsinu, Akureyri. Fjallað verður um vaxandi misrétti í landinu og and- byggðastefnu stjórnvalda, sérstaklega þá stefnu- breytingu, sem felst í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Auk frummælenda úr hópi Samtakanna koma gestir víða að af landinu til samráðs um aðgerðir. Úr þeirra hópi flytja ávörp m.a.: Guðmundur J. Guðmunds- son, form. Verkamanna- sambands íslands, Reykja- vík. Gunnlaugur Ólafsson, bóndi, Grímsstöðum, Fjöllum. Jóhanna Porsteinsdóttir, kennari. Akureyri. Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, húsmóðir, ísafirði. Jónas Árnason, rithöfund- ur, Borgarfirði. Sjötta umferð Akureyrar- móts Bridgefélags Akureyr- ar var spiluð s.l. þriðjudag. Úrslit urðu þessi: Sv. Hellusteypunnar - sv. Sveinbjörns Jónssonar 22-8 Sv. Gylfa Pálssonar - sv. Sigurðar Víglundss. 19-11 Sv. Kristjáns Guðjónssonar - sv. Gunnl. Guðmundss. 18-12 Sv. Ormars Snæbjörnssonar - sv. Ragnhildar Gunnarsd. 18-12 Sv. Grettis Frímannssonar - sv. Gunnars Berg 17-13 Sv. Sporthússins - sv. Zarioh Hamadi 15-15 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar sat yfir og hlaut 18 stig. Alls taka 13 sveitir þátt í keppninni og er spilaður Júlíus Sólnes, alþingismað- ur, Seltjarnarnesi. Magnús B. Jónsson, kenn- ari, Hvanneyri. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 að morgni og er opin öllum sem áhuga hafa á jafnréttis- og landsbyggðarmálum. Samtök jafnréttis og félagshyggju. Sýningu Helga aðljúka Nú stendur yfir sýning Helga Vilberg í Gluggan- um. Á sýningunni eru rúm- lega 20 akrýlmálverk, flest máluð á þessu ári. Ágæt aðsókn hefur verið að sýn- ingunni og þó nokkuð selst. Það fer hver að verða síðast- ur að sjá sýningu Helga, því henni lýkur á sunnudag. Glugginn, Glerárgötu 34, er opinn daglega kl. 14.00- 20.00, en lokaður á mánu- dögum. einn 32ja spila leikur á kvöldi. Keppnisstjóri er Albert Sigurðsson. Að loknum fimm umferð- um er staða efstu sveita þessi: 1. Kristján Guðjónss. 119 stig 2. Hellusteypan llSstig 3. Stefán Vilhjálmsson 117 stig 4. Grettir Frímannss. 105 stig 5. Zarioh Hamadi 96 stig 6. Sporthúsið 95 stig Sjöunda umferð verður spiluð á þriðjudaginn og hefst spilamennskan kl. 19.30 í Félagsborg. Slátur, kökur og konfekt til sölu Laugardaginn 5. desember mun Soroptimista-klúbbur Akureyrar, bjóða til sölu í göngugötunni, jólakonfekt, (jólaslátur!), jólagreinar, kerti, servettur og jólakökur. Soroptimista-klúbbur Ak- ureyrar hefur látið ýmis mannúðarmál til sín taka, má þá sérstaklega nefna málefni aldraðra. Klúbbur- inn hefur meðal annars séð um heimsendingu bóka og hljóðsnælda til aldraðra frá Amtsbókasafninu, þá tekur klúbburinn þátt í aðstoð við þróunarlönd á vegum alþjóðasamtaka Soroptim- ista. Allur ágóðinn af sölunni á laugardaginn rennur til þessara verkefna. Æfing fyrir jólabaksturinn. Mynd: TLV Ijósvakarýni Vil heyra í rólegu rásinni Nú þegar jólin nálgast, gefst ekki mikill tími til að hafa það gott og láta Ijósvakamiðlana stytta sér stundir. Að hafa aðgang að fjór- um útvarpsrásum og tveim sjón- varpsstöðvum gefur vissulega möguleika á „þaulsetu" en ef grannt er skoðað, er tilefnið ekki nægilegt. Að mínu mati þýður efnisframboðið hreinlega ekki upp á það, ekki fyrir minn smekk a.m.k. Kannski sem beturfer, því ekki kæmist annað í verk á meðan. En tilefni þessara skrifa eru Ijós- vakamiðlarnir síðustu viku. Af útvarpsstöðvunum er alltaf stillt á Rás 2 hjá mér, bæði á vinnustað og heima. Þar eru það fréttirnar sem heilla, en þó verð ég að viðurkenna að á hverjum morgni skipti ég yfir á Bylgjuna í fimm mínútur í einu þegar fjöl- skyldan á Brávallagötunni þynur raust sína. Svæðisútvarpið reyni ég alltaf að hlusta á, það er eitthvað svo heimilislegt. Að öðru leyti finnst mér tónlistarval stöðv- anna allt of líkt, næstum því þreytandi og gæti ég vel hugsað mér að heyra í nýju „rólegu" rás- inni, Ljósvakanum. Það skal viðurkennast að oftar er stillt á Stöð 2 í sjónvarpinu á mínu heimili en Sjónvarpið. Ef prentuð dagsskrá heillar mig, skipti ég þó yfir. Það gerði ég t.d. á þriðjudagskvöldið þegar sýnd var íslenska kvikmyndin Skamm- degi. Ef frá er dregið að myndin var íslensk, var lítið í hana varið. Hún var illa leikin og langdregin. Af efni Stöðvar 2 var þáttur um áfengisvandamálið athyglisverð- ur. Eg vorkenndi Jóni Ottari og talsmanni SÁÁ pínulítið því fram að þessu hefur enginn þorað að gagnrýna starfsemi Vogar eins og sálfræðingurinn gerði í þess- um þætti. Hún er sú fyrsta sem ég sé gera Jón Óttar vandræða- legan í þætti sem þessum. En gagnrýni hennar var vissulega réttmæt og vel virði nánari skoðunar. Að lokum má ekki gleyma þátt- unum á sunnudagskvöldum um Sherlock Holmes sem eru bráð- skemmtilegir og sérlega vel leiknir. Vilborg Gunnarsdóttir. Djass: Húsavík og Heiti Potturinn Bridds: Jöfn keppni í Akureyrarmótinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.