Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 3
4. desember 1987 - DAGUR - 3 Jólakonfektinu pakkað. Mynd: TLV Upphituð gatna- mót á Króknum Áður en endurnýjun á matbiki aðalumferðaræðar Sauðár- króks, Skagfirðingabrautar og Aðalgötu var framkvæmd nú í haust, var komið fyrir varma- leiðslum í gatnamótum Skag- firðingabrautar og Hegra- brautar. Umferð er mjög mikil um þessi gatnamót, svo mikil að á aðalum- ferðartímanum í hádeginu þarf lögreglan að hafa þar umferðar- stjórn með hendi. Ekki hefur bætt út skák að tíðurn hefur myndast þarna hálkublettur. Af þessum ástæðum urðu þessi gatnamót fyrir valinu þegar ákveðið var að gera tilraun með upphitun í gatnakerfi bæjarins. í smáskotinu á dögunum var ekki að sjá annað en varmakerfið í gatnamótunum gerði sitt gagn, en þá var nýbúið að hleypa vatni á kerfið. Eitthvað mun vera um upphitun gatna í Reykjavík, en slíkt hefur ekki þekkst hér nyrðra fram að þessu. -þá Sérsamband hestaíþrótta innan ÍSÍ „Þetta þýðir að íþróttaráð Landssambands hestamanna var lagt niður og sérsamband hestaíþrótta innan Iþrótta- sambands Islands stofnað í staðinn. Nú eru allar hesta- íþróttir, hverju nafni sem þær nefnast, __ komnar innan vébanda ÍSÍ,“ sagði Jón Ólaf- ur Sigfússon, formaður hesta- mannafélagsins Léttis á Akur- eyri. Stofnfundur sérsambandsins var haldinn á Húsavík um síðustu helgi. Að sögn Jóns Ólafs er það mjög eðlileg þróun að hesta- íþróttir færist nú alfarið til ÍSÍ því slíkar íþróttir eru löngu viður- kenndar sem keppnisíþróttir á stórmótum erlendis. „Við erum búnir að vinna að því í mörg ár að fá inngöngu í ÍSÍ en það tókst ekki fyrr en núna. Lög íþróttasambandsins kveða á um að þegar sex félög eða fleiri á sama áhugasviði séu komin í sambandið sé þeim skylt að stofna sérsamband. Nokkrar íþróttadeildir innan hestamanna- félaganna á landinu voru gengnar í sambandið og því var tímabært að stofna slíkt sérsamband," sagði Jón Ólafur. Sérsambandi hestaíþrótta hef- ur ekki verið valið nafn, enn sem komið er. Framkvæmdastjóri LH, Guðmundur Ó. Guðmunds- son, verður starfsmaður þessarar deildar. EHB Jólaþrenna Nú er fyrsta Happaþrennuári Happdrættis Háskólans senn að Ijúka. Því lýkur með Jóla- þrennunni í desember. Happa- þrennan hefur fallið íslending- um mjög vel í geð. Viðtökurn- ar hafa verið framar björtustu vonum enda stóð ekki á landanum að setja þar enn eitt höfðatölu-heimsmetið! Alls hafa vinningshöfum verið greiddar 230 milljónir. Þar af hafa 70 íslendingar fengið hálfa milljón króna og enn fleiri munu bætast í hóp hinna heppnu áður en árið er allt! Þessa dagana er verið að dreifa Jólaþrennunni á sölustaðina. Sú nýbreytni er við Jólaþrennuna að vinningum fjölgar og þar með aukast vinningslíkur um leið. Þannig fellur nú vinningur á meira en sjötta hvern miða. Ágóða af sölu Happaþrennunnar ver Háskólinn til brýnna fram- kvæmda. Nú stendur einmitt á því harðasta að auka húsnæði og tækjabúnað til að skólinn standist menntunarkröfur samtímans. meVSSp;iitom""kaí ifrbtáM-25.700 I \nnbV99^y^---- t 14-W.2SL9M 9 , ;60:;SS^ kassettút®tó r. Bt\úwarp örbV'9iu0Ss snúningsdisks^ Vet bltaKL *»*«$** meMa9aSn sKr. 16300 M,r\ráR'COP,OW^PUS ftdave'ar ira Panasonic 3 ™ f\e\ra. 3Ö \nnbV99^u aSS erb trá MJ590---------- Vasad'skó- \\ferb tr® þússfraum Owarpsisek' V 22ov 09 rattr'oöv Ver&Jlákó__------------- Verð miðast við staðgreiðslu. Góðir greiðsluskilmálar. Filmumóttaka KVUIIIbd Ijósmyndafilmur, skoðaðu verðið hjá okkur. Það kemur þægilega á óvart. V/ NaUSt © 96-26088 • Glerárgata 26 • 600 Akureyri RAÐGREIÐSLUR 1 . * y-Æ * /.\ VBBb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.