Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 15
4. desember 1987 - DAGUR - 15 Menningarbælið Akureyri Hallfreður Örgumleiðason: okkur til að lesa þungmeltar bók- menntir, ekki láta teyma okkur í gamaldags leikhús, ekki láta sér detta það í hug að sækja tónleika af neinu tagi, ekki láta myndlist- armenn komast upp með átroðn- ing og frekju, ekki láta ota okkur út í félagsstarf þar sem maður þarf að tjá sig. Við skulum bara drekka okkar brennivín í friði, glápa á vídeó eins og okkur lystir. Það er list sem við höfum lyst á, við ælum á hitt. Góðar menningarstundir. nýfct hótel með flestum þeim þægindum sem hótel bjóða upp á. Þægileg og björfc herbergi með wc, og baði, sjónvarpi, útvarpi og síma. VejMngasainrliiii' býður upp á girnilegar veitingar og barnamatseðil. Þægilegt, persónulegt og rólegt yfírbragð. Vistlegur veislu-, og ráðstefnusalur að 100 manns, með öflum tækjum auk telex og {jósrit Þægilegt hótel I xniðri RAPBABÁBSTÍG 18 - REYKJAVÍK SÍMI 91-623350 Góðan daginn, mínir tryggu les- endur. Nýja lesendur vil ég bjóða sérstaklega velkomna og vona að þeir bíði ekki tjón á sálu sinni, en það er einmitt sálin sem ég hefi verið að rækta núna. Sem kunn- ugt er beið ég geistlegt skipbrot þegar mér varð ljóst að líkami minn var að bera mig ofurliði og ég réðist því í gagngerar endur- bætur á honum og er árangurinn sífellt að koma betur í ljós. „Þær ættu að vita það!“ Hverfandi kvenhylli mín hefur farið stigvax- andi á ný, gamlar konur eru hætt- ar að orga þegar þær sjá mig, börn hlaupa ekki lengur í felur, konan er farin að umbera mig í dagsljósi og mín gamla vinkona, Gagga Gröndal, getur nú loks þurrkað tárin. Mér tókst það. Eftir hetjulega baráttu undan- farnar vikur hefur mér tekist að skafa af mér 750 grömm af mör. Þegar ég hafði endurheimt sjálfstraustið fór ég að gæla við listrænar hvatir mínar sem höfðu legið í dvala um hríð. Ég er nefnilega skáld og hugsuður, eins og allir vita, og mjög menningar- lega sinnaður líkt og aðrir Akur- eyringar. Og Akureyri er gríðar- legur menningarbær, á því leikur enginn vafi. Eg vil færa miðstöð menningar, háborg lista og alls- nægtarbrunninum Akureyri mína bestu kveðju: Listamannsins lostageiri, Ijúfsár heimur gnægta. Menntablómið, Akureyri, afelju þú vilt rækta. Myndir, tónar, menningarlíf, margt sem unað veitir. Hamborgarar, vín og víf, velsæld um allar sveitir. Já, ég stakk mér á kaf í hring- iðu menningarlífsins. Fór í bíó, sá tvær myndir í röð, sem ekki var hægt, þegar ég fór síðast í kvikmyndahús á Akureyri. Ég skrapp í heimsókn til listrænna kunningja, horfði þar á gagneró- tísklistfenga vídeómynd fram eft- ir nóttu, fór í fleiri heimsóknir og sá fleiri vídeómyndir, horfði á sjónvarp heima á kvöldin og las viðtal við Jón Óttar í vönduðu tímariti. Ég fór á öldurhús, fylgd- ist með tískusýningum og kapp- drykkju. Ég söng á götum úti og mændi agndofa á yndisfagrar meyjar Akureyrar. Þvílíkan menningarbrag hafði ég ekki upplifað lengi, eða frá því ég var myndrænt skáld í menntaskóla. Ég held að mér hafi tekist að tæma menningarbrunn bæjarins. Að vísu benti vinur minn mér á það að leikfélag hér í bæ væri að sýna eitthvert verk og það væri líka fyrir Akureyringa. Ég hef svo sem vitað af þessu leikfélagi en ég hélt að það væri bara fyrir ferðamenn, a.m.k. er það hunsað af meirihluta bæjarbúa. Þá hef ég heyrt a^ á Akureyri séu starfræktar ýmiss konar blás- ara- og orgsveitir, en þær eru varla fyrir Akureyringa. Einnig er talað í lágum hljóðum um ein- hvers konar gallery þar sem hug- arburður myndlistarmanna hangir á vegg, almenningi til sýnis. Nei, svona nokkuð er ekki fyrir Akur- eyringa. Menningarleg samtök sárþjáðra sósíalista munu og vera hér til staðar og skáld finnast jafnvel ef grannt er skoðað. Þennan orðróm þarf að kæfa í fæðingu. Við megum ekki gera Akureyri að menningarbæli auðnu- og iðjuleysingja. Við verðum að halda okkar sérstæðu menningu, séreinkennum og siðum. Góðir og greindir lesendur. Við verðum að kunna þá list að velja og hafna. Ekki láta lokka Er þetta menning? Hallfreður hefur ákveðnar skoðanir á inenningar- viðhorf um Akureyringa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.