Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 18

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 4:-;desember 1987 / i elstu borg Þýskalands Það þykir ekki lengur í frásögur færandi þó að fyrirtæki haldi árshátíðir. Slíkt hefur á undanförnum árum orðið regla í stað undantekningar auk þess sem ýmiss konar annað samkvæm- is- og félagslíf er orðið algengt innan fyrirtækja. Flestir eru orðnir kunnugir þessari þróun í einhverri mynd, hvort sem um er að ræða jólaglögg, sameiginlega íþróttatíma, þorra- blót, reglulegar ferðir á matsölustaði eða hvað. Víða hafa verið stofnuð starfsmannafélög og oft sjá þau um fram- kvæmd þessara uppákoma. Skýring á þessari sífellt vaxandi þörf manna fyrir samheldni og félagslíf á vinnustöðum er sennilega verðugt verkefni fyrir félagsfræðinga landsins en víst er að þróuninni er ekki lokið enda ekki nema gott eitt um hana að segja. Nýjasta og merkilegasta dæmið í þessa veruna er sá háttur sem hafður var á árshátíðarhaldi starfs- fólks frystihúss KEA á Dalvík og Hjalteyri. Ekki var nóg með það að blásið væri til leiks utan Dalvíkur heldur var haldið út fyrir landsteinana á vegum Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Áfangastaðurinn var borgin Trier í Þýskalandi og með í för með þessum bráðhressa hópi var blaðamaður Dags. Við landganginn um borð í Frónfara var karlmönnum afhent lítil flaska af „þjóðardrykknum“ en nellika næld í barm kvennanna. Það voru þau Hjör- dis skipuleggjandi ferðarinnar og Gunnar Frystihússtjóri sem stóðu fyrir uppátækinu. - Dagur á ferð með starfsfólki frystihúss ÚKE á Dalvík og Hjalteyri Hugmyndin að ferðinni vakn- aði fyrst í ágústmánuði síðastlið- ið sumar og eftir að forráðamenn fyrirtækisins höfðu lýst sig fylgj- andi þessu framtaki var hafist handa við undirbúning ferðar. Leitað var tilboða ferðaskrif- stofa, eitt þeirra var um ferð til Kaupmannahafnar, annað til London en það sem mönnum leist Iangsamlega best á var tilboð Ferðaskrifstofu Akureyrar um fjögurra daga ferð til borgarinnar Trier, vestast í Þýskalandshluta Móseldalsins. Slegið var til og allt fór í fullan gang. Hver hefur þá ekki möguleika? „Það voru margar efasemdir uppi en þó engar sem við gátum ekki rutt úr vegi. Okkar „mottó“ var að telja kjark í sem flesta og eftir þessa reynslu sem við höfum nú fengið vona ég að þeir sem ekki höfðu kjark núna komi með næst,“ sagði Hjördís Jónsdóttir í samtali við b.aðamann þegar ferðin var hálfnuð. Hjördís var sú sem hafði veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar. Það gerist auðvitað ekki bara einn tveir og þrír að fólk sé til- búið að fara í ferð sem þessa til þess eins að halda árshátíð. Tals- vert af fólki hefur aldrei út fyrir landsteinana komið auk þess sem eldra fólk er kannski ekki tilbúið til að leggja svo langt ferðalag á sig. Á endanum var þó svo komið að um 2/3 hlutar starfsfólksins tóku þátt í ferðinni og ásamt mökum var alls um 100 manna hóp að ræða. Breiða og mislita hjörð en engu að síður samstillt- an hóp sem kominn var á staðinn til að skemmta sér og njóta þess- ara tveggja daga sem dvalið var í hinni fögru og fornu borg, Trier. Það sýndi sig líka þegar til kom að hópferðir á borð við þessa eru fyrir alla. Með í ferðinni var kona ein mállaus og heyrnarlaus og ekki var annað að sjá en að hún skemmti sér hið besta og spjaraði sig ekki síður en aðrir þegar farið var að versla, að hætti íslend- inga. Hver hefur þá ekki mögu- leika á að fara svona ferðir? Ekki var verðið til að aftra mönnum frá því að fara. Eins og aö sitja heima í stofu Annað dæmi sem vert er að nefna er að elsti meðlimur farar- innar, Sævaldur Sigurðsson, 75 ára að aldri, skemmti sér hið besta og var ekki eftirbátur ann- arra á neinum sviðum. „Ég var alltaf ákveðinn í að fara þessa ferð og það voru marg- ir hissa á mér. En ég sé sko hreint ekki eftir því. Þetta er búið að vera reglulega yndislegt,“ sagði Sævaldur í samtali við blaða- mann. Sævaldur var þarna að fara í sína fyrstu utanlandsferð, ef undan er skilið að fyrir um 40 árum sigldi hann til Þýskalands og Bretlands með gamla Björg- úlfi frá Dalvík. Flugið til Lux- emborgar var því hans fyrsta ferð með þotu. „Mér fannst þetta bara eins og að sitja heima í stofu.“ í viðtölum við fólk kom almennt fram mikil ánægja með þessa merkilegu ferð og þegar var farið að tala um þá næstu. Jafnvel er markið sett á að fara ferðir sem þessa annað hvert ár. Aðspurður hvort hann ætlaði með í næstu ferð sagðist Sævald- ur ekki vera í nokkrum vafa um það, ef hann héldi heilsunni. AHt staðist sem lofað var Gunnar Aðalbjarnarson frysti- hússtjóri átti sinn þátt í að ferð þessi yrði að veruleika. Bæði tók frystihúsið þátt í kostnaði auk þess sem gefa þurfti starfsfólkinu frí meðan á ferðinni stóð. „Ég er mjög ánægður. Fólk var mjög samtaka um að þetta yrði góð ferð og það stóðst. Við vorum þarna með fólk á öllum aldri og það voru allir samtaka um að skemmta sér. Ferðaskrifstofa Akureyrar hef- ur staðið sig mjög vel við allt sem viðkemur þessari ferð. Allar upp- lýsingar sem okkur voru gefnar hafa staðist og þeir voru mjög lið- legir við að kynna fyrir fólki hvers það mátti vænta og hvernig best væri að búa sig undir ferð- ina,“ sagði Gunnar. Hópnum safnað saman Fyrir stærstan hluta hópsins hófst ferðin klukkan 21.00 mið- vikudagskvöldið 18. nóvember þegar lagt var upp í tveimur lang- ferðabílum frá Dalvík. Um klukkan 4.30 um morguninn var komið á Hótel Loftleiðir þar sem í hópinn bættust þeir sem farið höfðu með flugi daginn áður auk fararstjóra, blaðamanns og nokk- urra fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins til lengri eða skemmri tíma, sem búsettir eru í Reykjavík. Fararstjórarnir voru þær Sig- rún Aðalgeirsdóttir frá Ákureyri og Ute Oddsson sem ættuð er frá Hamborg í Þýskalandi en hefur verið búsett á Akureyri í áratugi. Nafnið Ute vafðist fyrir nokkrum þar sem það er borið fram „Úti“. Ute sagðist hins vegar ekkert geta að þessu gert hún hefði bara verið skírð þetta á sínum tíma. „Ég heiti Úti en ég er hérna inni,“ sagði hún þegar hún var að kynna sig á ieiðinni til Keflavík- ur. Þær stöllur áttu alla vega eftir að sýna það og sanna að þær eru ekki úti að aka þegar til koma hin fjölbreyttu, stóru og smáu vanda-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.