Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 7
4? desember 1987 -ÐAGUR -7 lögin frá 1974 sem ekki eru kom- in til framkvæmda enn.“ Erlingur við kennslu í Menntaskólanum á Akureyri. Hér virðist bragfræðin vera til umfjöllunar. Nú er að koma út breytt, sam- nemendanna frá því að þeir koma ræmd námsskrá sem gerir ráð fyr- í framhaldsskóla fram til þess að agaleysi í vinnubrögðum býsna stór þáttur. Petta þurfum við í framhaldsskólunum að taka að okkur, kenna nemendum ákveð- in vinnubrögð og láta þá tileinka sér reglusemi og skipulag. í það fara fyrstu vikurnar í íslensku- kennslunni við MA um þessar mundir. En ég veit að krakkarnir tóku niðurstöðurnar úr þessum könnunum nærri sér og ég vona að þetta verði þeim lexía sem þeir læra af.“ - En er þetta ekki enn háska- legri niðurstaða í ljósi þess að yfirleitt eru það nemendur í betri kantinum sem leggja í framhalds- skólanám? „Jú, það er vissulega staðreynd að betri hlutinn af grunnskóla- nemendum fer í framhaldsnám og því spyr maður, hvað með stöðu hinna? Svarið er auðvitað augljóst." „íslenskan er lykillinn að öllu okkar námi“ - Af skýrslunni má draga þá ályktun að íslenskukunnáttu framhaldsskólanema hafi hrakað, en getum við sagt hrakað? „Ég er ekki til þess bær að segja hrakað. Annars vegar hef ég ekki samanburðinn, ég er ekki með nema 9 ára samanburð og ég efast um að það sé veruleg breyt- ing á þeim tíma. Auðvitað hafa menn alltaf verið misvel læsir og skrifandi og nú koma þeir, sem skortir á í þessum efnum, lengra upp í framhaldsnám en áður. Hins vegar er það hin faglega þekking, t.d. í sambandi við mál- fræði. Málfræðikunnáttan er eng- an veginn nógu góð að okkar hyggju en hvort henni hafi hrak- að get ég ekki dæmt um. Gallinn í íslensku skólakerfi er sá að því er stýrt öfugum megin frá. Því er stýrt ofan frá,.Háskólinn situr ofan á öllu saman og þetta kemur fram í öllum greinum sem miða að því að búa menn undir framhaldsnám. íslenskan er auð- vitað lykillinn að öllu okkar námi, samskiptum og starfi. Hún hefur annað hlutverk en aðrar námsgreinar því hún er okkar móðurmál. Þeir sem uppi í Háskóla sitja telja framhalds- skólann í fæstum efnum uppfylla sínar skyldur nógu vel miðað við þær kröfur sem þeir gera til sinna nemenda. Sama segjum við í framhaldsskólum um grunnskól- ann. Þetta er ef til vill óréttmætt, en okkur finnst að við ættum ekki að þurfa að eyða miklum tíma með nemendum í framhaldsskóla í einföldustu orðflokkagreiningu. pað finnst okkur að eigi að vera hlutverk grunnskólans. Reynslan hefur þó sýnt að þetta er nauð- syn. ir því að málfræðiupprifjun falli niður í framhaldsskóla, en við efumst ekki um það að eftir örskamma stund kemur krafan ekki síst frá tungumálakennurum í erlendum málum um að við þetta verði ekki unað, nema að grunnskólinn breyti sínum hátt- um í þessum efnum.“ „Málfræðistaglið“ - Stöldrum aðeins við mál- fræðina, hún virðist ekki njóta mikilla vinsælda? „Nei. Það er oft búið að tala um þetta málfræðistagl. Mál- fræðistagl er óskaplega ljótt orð og neikvætt í allri umræðu. Ég óttast að þetta orð sé í rauninni uppfundið hjá kennurum og ekki síst kennurum sem hafa verið að basla við þetta með takmörkuð- um árangri og að þetta sé ákveð- inn uppgjafartónn. Þetta ljáir málfræðinni mjög slæma stöðu, þegar henni fylgir orðið „mál- fræðistagl", jafnvel frá þeim sem hana eru að kenna af því þá lang- ar til að kenna eitthvað annað. Mín reynsla er sú að krakkar á yngri árum eru gjarnan mjög hlutbundnir í hugsun og eiga erfitt með að hugsa óhlutbundið, geta notið þess að lesa sögu en að vera að fara út í langsóttari túlkun á myndmáli og annað slíkt tel ég misráðið á þeim tíma. Þarna greinir mig á við ýmsa grunn- skólakennara. En krakkar eiga mjög auðvelt með að læra reglur af því að þeir eru svona hlut- bundnir. Þar er aðferðin til að koma málfræðinni að þeim. Gleggsti munurinn á þroska þeir ljúka þar námi, er að i upp- hafi er þeir skorðarðir við hlut- bundin. atriði í hugsun en taka síð- an út þann þroska að fara að hugsa óhlutbundið, fara að njóta ljóða og bókmennta." - Mér sýnist af þessu að auka þurfi samstarf grunn- og fram- haldsskóla og Baldur bendir einn- ig á það í skýrslu sinni. Gæti það verið lausn? „Það hefur verið reynt á síð- ustu árum að auka samstarf og samráð milli þessara hópa, t.d. milli kennara hér í bænum en við héldum fund um þessi mál í fyrravor. Þá var haldin ráðstefna fyrir tveimur árum þar sem kom- ist var að ákveðnum niðurstöðum um t.d. hvernig haga skyldi mál- fræðikennslu og á hvaða stigi skyldi kenna hana. Menn bundu við þetta nokkrar vonir en útkoman hefur auðvitað engin orðið. Þetta er ekkert nýtt. Það er sagt að það eigi að gera þetta og hitt, jafnvel kemur það frá ráðuneyti, samanber það að sam- kvæmt nýrri námsskrá átti að taka upp áfanga þar sem lögð yrði höfuðáhersla á talað mál. Þetta stendur mjög fagurlega í nýrri námsskrá, en til marks um áhugaleysi ráðuneytisins má nefna að kennarar fóru fram á námskeið til að búa þá undir þessa kennslu en ráðuneytið vildi ekki sinna því og því fór sem fór. Ég efast um að þessum áfanga sé sinnt, þrátt fyrir námsskrá, í skólunum í vetur vegna þess ein- faldlega að menn töldu undirbún- ing og forsendur ekki fyrir hendi. Það er hægt að skrifa falleg orð á pappír, eins og t.d. grunnskóla- „Krassj, kruss og splass“ - Eigum við að ræða aðeins nánar um talmálið. Ég veit að menn eiga mjög erfitt með að skilja suma unglinga. Hefur þetta alltaf verið svona eða er þetta tákn um versnandi heim? „Á öllum stöðum og öllum tímuni hefur verið eitthvað af fólki sem er illa talandi. Þetta fólk fær ekki að lifa á sama hátt í sinni einangrun og áður vegna þjóðfélagsbreytinga. Kannski er þetta ekki almennara en það var, en þetta samfélag opinberar það miklu betur og það stingur miklu meira í augu og eyru en áður var. Það er verulegur munur á málfari og ég held, miðað við þessa síðustu fjölmiðlabyltingu sem hófst með myndböndunum fyrir kannski 4 árum, að þetta sé ekki komið upp í gegnum skól- ana ennþá. Við sjáum aðeins toppinn á ísjakanum núna, en hvernig munu börn sem alast upp við þetta frá upphafi koma út þegar þau hefja sína skólagöngu? Ég get alveg tekið undir það að það getur verið erfitt að skilja unglinga. Öfgakenndustu dæmin má kannski skýra með kenning- um um uppruna máls og hvernig maðurinn byrjaði að tala. Þar er um að ræða hljóðgervinga, eftir- líkingar, viðbragðshljóð og látæðishljóð ýmiss konar. Mér dettur stundum í hug að málið sé á ákveðinni leið til þessa upphafs síns þegar maður sér ýkjukennd- ustu dæmin. Það er talað með lát- bragði, eftirlíkingum og handa- pati. Þetta birtist mjög glögglega í því lesefni sem er, fyrir utan myndmiðlunina, algengt meðal barna og unglinga, en það eru myndasögurnar. Þar sofa menn með stórum Z-uppsprettum og þar eru stöðugir árekstrar eða högg þar sem er krassj, kruss og splass og hvaðeina. Þessa gætir í daglegum samræðum og bendir til að við séum á leið til upphafs- ins. Tjáningin og samskiptin eru orðin miklu meira myndræn heldur en í samtalsformi og þá er eðlilegt að það leiði til breytinga á málinu." - Maður sér þetta líka og heyrir glöggt í sjónvarpsauglýs- ingum, þú ert varla mjög hrifinn af þeim. „Nei, auglýsingaheimurinn er náttúrlega eitt fyrirbærið. Sjón- varpsauglýsingar og öll þessi gíf- urlega miðlun í gegnum sjónvarp sem er sérstaklega stíluð upp á æskuna er afar sérstök. Það er að verða æ sjaldgæfara að það sé eðlilegt mál, framburður og raddblær sem fylgir auglýsingun- um. Þetta á allt að vera drauga- legt, ertandi eða kynæsandi. „Það er að verða æ sjaldgæfara að það sé eðlilegt mál, framburður og raddblær sem fylgir auglýsingum. Þetta á allt . að vera draugalegt, ertandi eða kynæsandi.“ Myndir: tlv H Áherslurnar eru þannig að við getum ekki líkt eftir þeim á prenti. Það er liðin tíð að Jón Múli, Pétur Pétursson og Ragn- heiður Ásta væru ein um að lesa auglýsingarnar á sínu ágæta máli. Þetta er ekkert nýtt, en áhrifa- máttur persóna eins og Ladda er gífurlegur. Hann gerði ákveðið grín að málfari í gervi Eiríks Fjalars t.a.m. og hann var vissu- lega skemmtileg persóna í sjón, en ég held að það gys sem hann gerði með fátæklegu málfari og ákveðnu rugli hafi unnið gegn því sem upphaflega átti að vera til- gangur þess. Þetta festist í sessi og leiðir til eftirlíkingar því broddurinn sem ég þykist sjá í þessu höfðar ekki til krakkanna. Þarna er því komin fyrirmynd frekar en viðvörun." „Það er jafnréttiskrafa að fá tilsögn til að geta talað“ - Við gætum auðvitað fjallað endalaust um íslenskt mál Erling- ur, en hvað segir þú t.d. um þágufallssýkina, mér langar o.s.frv.? Ég las eitt sinn að það gæti verið hættulegt beyginga- kerfi málsins að sporna gegn breytingum á borð við þágufalls- sýki. „Já, hér er um ákveðna ásókn að ræða, t.d. varðandi þágufalls- sýkina. Ástæðan fyrir henni er kannski ekki óeðlileg. Sagnir sem lýsa einhvers konar löngun, eða tilfinningu, eru ópersónulegar og taka með sér þágufall; mér þykir, mér finnst, mér sýnist o.s.frv. Þetta getur haft áhrif á aðrar sagnir sem lýsa svipuðu ástandi. Það má gera of mikið úr öllu og ein og ein einstök beyging getur ekki fargað málinu, það hafa allt- af verið einhverjar málvillur uppi á hverjum tíma og þegar ákveð- inn meirihluti eða hefð hefur skapað viðurkenningu á þeim þá hefur þetta verið kallað áhrifs- breytingar eða annað. Sumir eru hins vegar harðir á sínu og ég er fremur hlynntur þeirri skoðun að hvers konar tilslökun feli í sér undanslátt og þar með sé fjand- inn laus. Ég get hins vegar ekki aðhyllst óskaplega fagurlegar kenningar sem menn halda stundum fram um málótta, að ekki megi leið- rétta því það leiði til málótta. Leiðréttingin og ábendingin á að vera eðlilegt fyrirbæri í öllu upp- eldi, því ef ekki væri leiðrétt og hver færi að tala eins og honum sýndist þá gegndi málið ekki því félagslega hlutverki sem það á að gegna í samskiptum manna. Ef hver beygði sögnina á sinn hátt, kallaði köttinn hund og hundinn kött þá myndi málið glata hlut- verki sínu. Þetta eru ákveðin atriði sem við komum okkur saman um og verðum að koma okkur saman um. Að rninni hyggju verða menn aldrei of gamlir til að eiga rétt á því að fá leiðréttingu. Vissulega eiga allir rétt á að tala mál feðra sinna og mæðra og það sem viðgengist hefur í þeirra hér- aði og smávægilegur mállýsku- munur er síður en svo óæskilegur og eykur á fjölbreytni málsins. En það er vafasamt jafnrétti að ekki megi leiðrétta óskýrt tal og ruglingslega framsetningu. Það er fundið að því að þetta sé gert í nafni jafnréttis, en þetta leiðir til misréttis. Það er jafnréttiskrafa að fá tilsögn til að geta talað, sett mál sitt skýrt og skipulega fram með ríkulegum orðaforða. Til þess þurfum við leiðbeiningu og leiðréttingu.“ Þar með sláum við botninn í þetta spjall og ég vil þakka Erlingi fyrir innlegg hans í umræðuna um íslenskt mál, umræðu sem vonandi verður ávallt til staðar í þjóðfélaginu, þegnum þess til hagsbóta og „málsbóta". SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.