Dagur - 19.12.1987, Page 19

Dagur - 19.12.1987, Page 19
Jón Jóhannsson við dyr Sauðárkrókskirkju. „Það var mikil liátíð þegar kveikt var á kertunum“ - spjallað við Jón H. Jóhannsson meðhjálpara í Sauðárkrókskirkju „Það var mikil hátíð þegar kveikt var á kertunum og faðir minn hóf húslesturinn. Og gleðin og ánægjan sem fylgdi því að eiga eitt kerti, hvað þá fleiri á jólunum í þá daga var mikil. Ég hef alltaf fundið fyrir miklu öryggi og þakka það húslestrum föður míns sem höfðu góð áhrif á mig. Hef ég t.d. aldrei fundið fyrir myrkfælni á ævinni. Enda hef ég oft sagt, eins og mér finnst, að ég sé ekki einn á ferð,“ sagði Jón H. Jóhannsson með- hjálpari við Sauðárkrókskirkju og fyrrverandi vöru- flutningabílstjóri. Jón er fæddur á Hofi í Hjaltadal árið 1911 og flutt- ist 2ja ára gamall ásamt for- eldrum sínum í Brekkukot, sem nú heitir Laufskálar. Þar var hann fram yfir tvítugt er hann yfirgaf föðurhúsin. Minningu frá einum bernskujólum sínum í Hjaltadalnum segir hann greypta í huga sinn. „Það var á jólaföstunni, þegar ég var 7 eða 8 ára, að ég sá kind- ur renna utan Ásinn. Ég vissi um leið að þetta væru kindur frá Efra-Ási sem sóttu stíft í afrétt- ina og áttu það til að stinga sér frameftir í góðri tíð. Ég þaut af stað og náði að komast fyrir þær. Var svo kominn með þær vel út fyrir Brekkukot þegar ég mætti Páli Stefánssyni bónda í Efra- Ási. Páll var þakklátur stráksa fyrir vikið og þegar hann kom heim í Brekkukot rétt fyrir jólin var hann með pakka meðferðis, sem stóð upp úr breiðum brjóst- vasanum á treyjunni. Þessi pakki var til mín og fannst mér ég held- ur en ekki ríkur þegar 6 kerti komu í ljós. Að hugsa sér að eiga sex kerti einn. Þetta var svo mik- ill munaður þá, að manni fannst gott að eiga eitt kerti hvað þá sex.“ - Þú segist aldrei hafa verið einn á ferð? „Já, mér hefur fundist það og öll árin 51 sem ég hafði aksturinn að atvinnu voru áfallalaus. En ég hætti akstrinum á síðasta ári og seldi vörubílinn. Fyrstu árin var ég í mjólkurflutningum í hérað- inu og síðan í vöruflutningum milli Sauðárkróks og Reykjavík- ur. Þar á meðal keyrði ég að næt- urlagi í 12 haust er sláturafurðir voru fluttar kældar suður. Þá var eftirsóknin eftir sauðfjárafurðum það mikil að það var slegist um þær. Ég var svo eitt sinn á norður- leið í myrkri og þungri færð þeg- ar komið var fram í desember. Var orðinn syfjaður og lagði mig í bílnum um miðja nótt rétt hjá sæluhúsinu, en margir trúðu að þar væri reimt. Ég vaknaði svo við að vasaljósi var beint inn í bílinn. Þar er þá kominn bílstjóri að austan sem ég kannaðist við. Hann spurði mig hverju þetta sætti. Hvernig ég þyrði eiginlega að sofa í bílnum þarna. Ég sagði honum að það væri allt í lagi, því ég væri ekki einn á ferð. „Bölvað- ur asni ertu, alltaf ertu eins,“ sagði hann þá.“ - Ertu búinn að vera lengi meðhjálpari? „í svona 10-12 ár. Öll áriri Hjálmars og hluta af þeim tíma sem séra Sigfús var hér. Þá tók ég við af Birni Egilssyni og ég vona að sá ágæti drengur Guðmundur Guðmundsson, sem ráðinn var mér til aðstoðar í sumar sem leið, taki við af mér þegar ég hætti." - Hefurðu alltaf sótt kirkju mikið? „Já, ég hef gert það og mér líð- ur vel í kirkjunni. Það þótti gott þegar útvarpið kom, að fá útvarpsmessurnar, en mér finnst ég ekki njóta þeirra, það er svo margt sem truflar. Það jafnast ekkert á við þann frið og hátíð- leika sem ríkir í kirkjunni. Enda er eftirtektarvert hvað kirkju- sókn ungs fólks hefur aukist mik- ið á síðari árum. Og það er ákaf- lega ánægjulegt hvað kirkjan rúmar vel kirkjugesti og sýnir það vel fyrirhyggju þeirra manna sém að byggingunni stóðu. Rúm- ar hún leikandi 160-170 manns án þess að þrengt sé að og ég hef tal- ið mest liðlega 300 manns úr ljósamessu í kirkjunni. Það er mikið um að vera innan veggja kirkjunnar allan ársins hring. Varla líður sú helgi yfir haust- og vetrartímann að ekki sé messa, annað hvort almenn messa eða barnaguðsþjónusta. Giftingar í fyrra voru yfir 20 og talsvert um barnaskírnir. Og á þessu ári eru jarðarfarir orðnar nær 30, eða fleiri en oftast áður. Meðal annarra þurftum við að sjá á eftir tveimur söngstjórum kirkj- unnar, þeim mætu manneskjum Guðrúnu Eyþórsdóttur og Jóni Björnssyni." -þá 19. DESEMBER 1987 - DAGUR - 19 Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum okkar bestu jóía- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. AKUREYRI Skipagötu 12 sími 21464 / d/ \ Öldrunarráð Akureyrar óskar öldruðum á Akureyri, heimilisfólki dvalarheimilanna staifsfólki sínu óllu og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsœls árs * * Oskum viðskiptavinum og starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári K. Jónsson & Co hf., Niðursuðuverksmiðja Akureyri. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SENDIR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM, STARFSFÓLKI, SVO OG ÖÐRUM VIÐSKIPTAVINUM, bestu óskir um gleðirík jól og farsæld á komandi árí Ij^imílSksSjEGíSjSBinm SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.