Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 1
Sigló hf.: Lélegt skíðafæri í Ólafsfirði: Kaupir 230 tonn af frosinni rækju „Liggjum á bæn og biðjum um snjó“ - segir Björn Þór Ólafsson íþróttakennari í gærkvöld kom til Siglufjarðar færeyskur verksmiðjutogari með um 230 tonn af frosinni rækju sem Sigló hf. hefur fest kaup á. Hráefnisskortur hefur verið hjá verksmiðjunni að undanförnu því aðeins hafa borist 10-11 tonn það sem af er árinu. Að sögn Sigurðar Ingimars- sonar fjármálastjóra Sigló hf. er um að ræða blandaða stærð af rækju og er hún veidd á Kanada- miðum. Verð það sem greitt er fyrir rækjuna er heldur lægra en greitt hefur verið fyrir innlenda rækju. í dag verður skipið losað og á mánudaginn hefst síðan vinnsla rækjunnar. Gert er ráð fyrir að hún taki 5-6 vikur. Aðspurður hvað þá tæki við sagði Sigurður að búið væri að ganga frá samn- ingum við 2-3 loðnuskip og þau ættu að vera komin á veiðar um það leyti. Ef ekki, þá kæmi til greina að gera frekari viðskipti við erlend skip. Hjá Sigló er nú verið að ljúka við framleiðslu á þeim gaffalbit- um sem samið hafði verið um. Samningurinn, sem hljóðar upp á 4300 kassa, verður uppfylltur um miðjan febrúar og þá fara vélarn- ar til Hornafjarðar sem frægt er orðið. ET Kristinn Pálsson var önnum kafinn þegar ljósmyndari kom í smábátahöl'nina í Sandgerðisbót í gær. Bakvaktir slökkviliðs felldar niður: „Breyting til hins verra sem óneitanlega minnkar öryggiö ' - segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri „Við liggjum á bæn og biðjum almættið um meiri snjó,“ sagði Björn Þór Ólafsson íþrótta- kennari um skíðafærið á Ólafs- firði. Skíðasvæðið hefur nú verið opið í rúmlega 10 daga og hefur aðsóknin verið þokkaleg. Hinsvegar vantar tilfinnanlega meiri snjó til að færið verði reglulega gott. Skíðasvæðið er nú opið óreglu- lega, en að sögn Björns er í ráði að það verði opið a.m.k. 6 daga vikunnar. Virka daga á að vera opið frá klukkan 15.00 til 20.00, en um helgar frá klukkan 13.00 til 18.00. Nú er búið að opna göngu- braut í bænum og vildi Björn hvetja menn til að taka fram gönguskíðin og notfæra sér aðstöðuna. Ólafur Harðarson frá Akureyri starfar nú sem skíðaþjálfari á Ólafsfirði og er mikill áhugi hjá krökkunum að æfa. Nú eru milli Að öllum líkindum verður fljótlega farið að hljóðrita bæjarstjórnarfundi á Sauðár- króki. En slíkt mun tíðkast hjá nokkrum öðrum bæjarafélög- um á landinu s.s. Akranesi, og að sjálfsögðu í háttvirtu Alþingi. „Að vísu er það ekki vegna 60 og 70 krakkar sem æfa reglu- lega undir hans stjórn, þó svo að snjóleysið hái starfseminni. AP Um áramót kom til fram- kvæmda sú „sparnaðarákvörð- un“ bæjarstjórnar frá því í sumar að fella niður allar bak- vaktir á Slökkvistöð Akureyr- Sauðárkrókur: hljóðritananna í þinginu sem við förum út í þetta. Þetta hefur komið til tals áður þótt ekki hafi orðið úr fyrr. í sannleika sagt er aðeins í fundargerðum nú, greint frá afgreiðslu einstakra mála, bókunum ef þær eru einhverjar og þeim sem til máls tóku, en ekki frá umræðum um málin. arbæjar. Eftir sem áður eru nú þrír menn á vakt hverju sinni en ef upp koma tvö útköll á sama tíma getur komið upp erflð staða við að sinna þeim. Mönnum finnst rétt að eiga umræðuna til staðar hljóðirtaða, þannig að mögulegt sé að fara í hana síðar og staðfesta þannig ummæli einstakra ræðumanna. Þetta ætti að skapa aðhald og verða til þess að menn vandi sig frekar," sagði Snorri Björn Sig- urðsson bæjarstjóri vegna þessa. Fram að áramótum var sá hátt- ur hafður á, að væri hvorugur slökkviliðsstjórinn á vakt, þá var annar þeirra á bakvakt. Ef tveir af þremur mönnum á vakt voru í sjúkraútkalli og um leið kom annað útkall, gat varðstjóri alltaf náð í annan hvorn yfirmanninn og fengið hann með í útkall. Á meðan var lögreglan oftast fengin til að vera á stöðinni. Fyrir því er hins vegar engin trygging að þar séu menn á lausu. „Þetta er breyting til hins verra, sem óneitanlega minnkar öryggið. Eftir þetta má segja að það sé aldrei tryggt að hægt sé að ná í fleiri menn en þá sem eru á vakt hverju sinni,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri í sanrtali við Dag. Sérstaklega sagðist Tómas horfa með kvíða til þeirra daga á árinu þegar slökkviliðsmenn væru, rétt eins og annað fólk, utanbæjar, til dæmis yfir sumartímann. Á þetta væri auðvitað ekki komin nein reynsla. Ef áðurnefnd staða með tveim- ur útköllum kemur upp, þá getur orðið um nokkra leit að ræða fyr- ir varðstjóra að finna mann með sér á sjúkrabílinn. Ef um er að ræða neyðartilfelli, og sjúklingur þarf á aðhlynningu að halda með- an á flutningi stendur, þá gerir einn maður ekki stóra hluti um leið og hann ekur. Varðstjóri get- ur því lent í þeirri óskemmtilegu stöðu að þurfa að segja í símann: „Bíddu við, ég ætla að athuga hvort ég fæ einhvern mann með mér.“ „Ég er ekki sáttur við þetta og ef ekki kemur til fjölgun manna á hverri vakt þá er þetta skref afturábak,“ sagði Tómas. ET Bæjarstjómarfundir hljóðritaðir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.