Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1988, Blaðsíða 3
22. janúar 1988 - DAGUR - 3 Mjólkurvörur: „Verið að draga úr birgðasöfnun" - segir Guðmundur Sigþórsson Eins og fram er komið hefur verið ákveðið að setja reglu- gerð um fullvirðisrétt bænda sem feiur í sér að bændur geta ekki miðlað ónýttum fullvirðis- rétti á milli sín. Með ákvæði um að heimilt sé að flytja hluta af ónýttum fullvirðisrétti milli verðlagsára telur landbúnaðar- ráðuneyti að tekið hafi verið tillit til þess að sala á t.d. mjólkurvörum hefur vaxið á síðasta ári og því dragi þessi reglugerð ekki eins mikið úr Jón Laxdal starfsmaður í Mjólkur- samlagi KEA við störf. framleiðslu og ella. „Þetta eru ekki beint hertar reglur og þetta eru hlutir sem bændur sjálfir hafa óskað eftir að fá inn. Við óskuðum eftir að fá inn þennan tilflutning á 5% milli verðlagsára með tilliti til aukinn- ar sölu á mjólkurvörum en hins vegar voru mjólkurvörubirgðir miklar í landinu þegar samningar ríkis og bænda byrjuðu og við teljum að það sé að ósekju þó á þær gangi,“ sagði Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu er hann var spurður um hvort ekki væri verið að herða framleiðslureglur óeðlilega í ljósi þess að sala á mjólkurvörum hefur aukist að undanförnu. Guðmundur sagði að birgða- hald kostaði mjólkuriðnaðinn mikið fé sem síðan hækkaði vinnslu- og heildsölukostnað. Slíkt birgðahald sé kostað með afurðalánum og vöxtum af þeim og jafnvel afurðalán séu dýr eins og annar fjármagnskostnaður. Með þessari ráðstöfunum sé ver- ið að reyna að draga úr birgða- söfnun og þar með kostnaði vegna hennar. Aðgerðirnar miði að því að meira jafnvægi sé milli sölu og framleiðslu aukheldur að veita bændum meira svigrúm með fullvirðisrétt sinn. JÓH Örvar á Skagaströnd: Fiskaði fyrir 264 milliónir Frystitogarinn Örvar frá Skaga- strönd hefur verið mikið happaskip og á s.l. ári skilaði hann 264 milljónum í brúttó- tekjur, á 258 úthaldsdögum. Örvar er fyrsta frystiskip sem Islendingar eignuðust og hefur ávallt verið í hópi þeirra skipa sem verðmætustum afla hafa skilað á land. í samtali við Dag sagði Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. að Örvar væri 500 tonna skip og hefði hann lest- arrými fyrir 220 til 230 tonn af fullunnum fiski. Sagði Sveinn að frysting um borð hefði reynst hagkvæm. Hún hefði hreinlega gert það kleift að reka svo dýrt skip sem Örvar, með þeim fjár- magnskostnaði sem því fylgdi. Skip Skagstrendings, ísfisktogar- inn Arnar og frystiskipið Örvar, eru bæði á sóknarmarki en ekki aflamarki. Sveinn taldi ekki réttmætt að bera rekstur skipanna á neinn hátt saman, þar sem fjármagns- kostnaður vegna Arnars væri orðinn hverfandi lítill, skipið væri orðið það gamalt. fh Afli landsmanna 1987: Heildaraflinn minni en 1986 - en þorskaflinn meiri Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands þá var 'heildar fiskafli landsmanna á síðasta ári um 1.578 þúsund lestir. Það er um 42 þúsund lestum minna en á árinu 1986 og munar þar auðvitað mest um að loðnuaflinn var á síðasta ári rúmlega 807 þúsund lestir á móti 899 þúsund lestum á árinu 1986. Á móti kemur talsverð aukning á þorskafla togara og báta og einnig á öðrum botn- fiskafla togara. Heildar þorskaflinn á síðasta ári var 375.940 tonn á móti 347.748 tonnum árið áður. Togar- ar veiddu af þessu um 190 þúsund tonn en bátar 185 þúsund tonn. Aukningin í þorskafla togara er um 6% frá árinu áður en hjá bát- unum er aukningin rúmlega 10%. Heildarafli togara var á síðasta ári 385.112 tonn á móti 357.188 tonnum árið 1986. Afli báta var á síðasta ári 1.192.487 tonn á móti 1.262.936 árið áður. Parna mun- ar sem fyrr segir mest um minni loðnuafla á síðasta ári en árið 1986. ET Einn hinna Ijónheppnu vinningshafa, við móttöku vinnings síns. © ©.© GU/aiB iaa Heimilispakkavinningur: Goldstar hljómtækjastæða Goldstar myndbandstæki !0" Goldstar sjónvarpstæki Goldstar ferðatæki Mitsubishi farsími Apple Macintosh tölv Bftirtalin viimingsnúiiier komu upp í happdrætti Flugbjörgimarsveitanna, 24. desember 1987 95066 - 109752 # Macintosh Plus tölviir: 4861 - 7480 - 22893 26842 - 30482 - 65724 67049 - 77030 - 82398 87068 - 100964 -106049 114646 - 125503 156240 162231 - 163848 Hdmilispakkar: 17495 - 90704 111229 - 159148 A MITSUBISHI farsímar: 6197 - 24629 - 28354' 36790 - 46168 - 69164 75445 - 81529 - 81827 90033 - 93646 - 126712 133864- 134052- 135455 148679 - 151204 GoldStcir GoldStcr myiiclbaiiclslæki: 20" sjónvarpstæki: 5366 - 9135 - 14761 25450 - 28394 - 29327 36676 - 39297 - 39765 52383 - 94386 - 113575 139083 - 141160- 144731 148452 - 151138 4913 - 19780 - 30938 57136 - 70216 - 70830 75564 - 77165 - 85048 89567 - 92614 - 129631 130269- 147858- 150128 156342 - 159706 GoldStcir liljómtækjastæóiir: 8122 - 11571 - 21115 29030 - 31339 - 53568 55644 - 62521 - 80195 84306 - 89104 - 124268 139129- 142216- 147672 150692 - 150998 GoldStcir feróatæki: 13434 - 17595 - 19643 19863 - 36214 - 46077 58117 - 66907 - 68489 99818 - 113950- 122404 145110- 150524- 151924 159025 - 162771 (Birt án ábyrg&ar) Vinninganna skal vitjað hjá Grími Laxdal í Radíóbúðinni hf., Skipholti 19, Rvk. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin Skógum Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu Flugbjörgunarsveitin Varmahlíö Flugbjörgunarsveitin Akureyri FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.