Dagur


Dagur - 22.01.1988, Qupperneq 13

Dagur - 22.01.1988, Qupperneq 13
22. janúar 1988 - DAGUR - 13 hvað er að gerast? Fyrstu Akureyri: skíðamótin Fyrstu skíðamót vetrarins fara fram um helgina og verður keppt í alpagreinum í Hlíðarfjalli og í göngu í Kjarnaskógi. í flokki full- orðinna og 15-16 ára verður keppt í stórsvigi Þórs á laug- ardag óg í svigi KA á sunnu- dag en bæði mótin eru öllum opin. Mótið liefst kl. 11.30 á laugardag en kl. 12 á sunnu- dag. Kjarnagangan fer fram í Kjarnaskógi á laugardag og hefst kl. 14 og eru allir flokkar ræstir á sama tíma. Einnig geta menn komið og trimmað án tímatöku. Um helgina fer fram opið Bakaradagar á Akureyri Nú standa yfir svokallaðir Bakaradagar á Akureyri og í gær var opnuð í Skemm- unni á Akureyri fagsýning Landsambands Bakara- meistara. Á sýningunni eru sýndar vélar, tæki og hráefni til köku- og brauðgerðar. í>að eru 12 aðilar sem sýna, en sýningin verður opin almenningi á morgun, laug- ardag. Akureyringar og nærsveitamenn ættu að bregða sér í Skemmuna og forvitnast um hvernig afurð- ir bakara verða til. unglingamót í badminton á vegum TBA og mæta kepp- endur víðs vegar að af land- inu til leiks. Keppni fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst í dag kl. 18 en lýkur seinni partinn á morgun laugardag. Keppni í I. deildinni í handbolta hefst að nýju á sunnudagskvöld og á Ákur- eyri leika Þór og FH. Leikurinn fer fram í Höll- inni og hefst kl. 20. Á sama tíma leika Stjarnan og KA í Digranesi í Kópavogi. Karla- og kvennalið KA í blaki leika gegn ÍS fyrir sunnan á morgum. Leikið verður í Hagaskóla og hefst kvennaleikurinn kl. 15.15 en karlaleikurinn kl. 16.30. Leikfélag Akureyrar: Góð aðsókn að Pilti og stúlku Sýningar Leikfélags Akur- eyrar á Pilti og stúlku hafa gengið ntjög vel og að sögn Péturs Einarssonar leikhús- stjóra var Samkomuhúsið troðfullt um síðustu helgi. Þrjár sýningar verða um helgina og er sýningin á sunnudaginn sú 14. í röð- inni. Á föstudags- og laugar- dagskvöld hefjast sýningar kl. 20:30, en á sunnudag er sýning kl. 16, enda er Piltur og stúlka fjölskylduleikrit og tilvalið fyrir heilu fjöl- skyldurnar að bregða sér á sunnudagssýningu. „Við höldum ótrauðir áfrani meðan aðsóknin er svona góð,“ sagði Pétur og var bjartsýnn. Leikfélagið hefur fengið mjög góða aðsókn það sem af er þessu leikári og enn er eftir að sýna Horft af brúnni og Fiðlarann á þakinu, þannig að gott hljóð er í leikhús- mönnum um þessar mundir. Ráðgert er að frumsýna hið magnaða verk Arthurs Millers, Horft af brúnni, í lok febrúar og síðan ætlar Leikfélag Akureyrar að klykkja út með söngleiknum vinsæla, Fiðlararnum á þak- inu, í leysingunum í vor. Ingimar Eydal og Laddi í Sallanum Á föstudagskvöld skemmtir Laddi f Sjallanum ásamt þeim Skúla rafvirkja, Eiríki Fjalar, Hallgrími Ormi og Gulla litla. Stjörnur Ingi- mars Eydal í 25 ár verða í 19. skipti á laugardagskvöld, en næsta sýning á Stjörnum Ingimars í Sjallanum eftir þá sýningu verður föstudag- inn 19. febrúar. Boðið er upp á glæsilegan þríréttaðan matseðil bæði kvöldin. Hljómsveit Ingi- mars Eydal heldur uppi fjör- inu um helgina, en Hljóm- sveit Finns Eydal ásamt Helenu skemmtir með blandaðri tónlist í Mánasal á Ijósvakarýni Skalli Omars vinsælt yrkisefni Ómar Ragnarsson, hinn sivin- sæli fréttamaður Ríkissjónvarps- ins, hefur nokkra sérstöðu þar sem hann á „FRÚ“ sem hann getur ferðast á um loftin blá og þannig komist á þá staði sem sumir fréttamenn á jörðu niðri koma ekki til með að sjá. Hann hefur dálitla tilhneigingu til að taka mál svo föstum tökum að hann getur tönglast á þeim þar til enginn nennir lengur að hlusta á hann. Má þar nefna gróðurvernd- armálin sem er mjög gott mál en hefur farið fyrir ofan garð og neð- an hjá mörgum vegna þess að hlustendur Ríkissjónvarpsins hafa verið ofmataðir á þessum fróðleik. Nú í vetur hefur Ómar haft umsjón með þættinum „Spurt úr spjörunum" sem hefur þótt vin- sælt efni í sjónvarpinu. Nú eru þeir mætu hagyrðingar sem koma fram í þessum annars ágæta þætti að detta í sömu gryfju og Ómar gerði varðandi gróðurmálin. Þeir virðast ekki lengur finna annað yrkisefni, en skallann á Ómari eða fegruð Heiðar Óskar, sem sér um stiga- gjöf hjá keppendum. Svo rammt er farið aö kveða að þessu að áhorfendur gætu farið að halda að Ómar sé eini maðurinn, að minnsta kosti norðan Alpafjalla, með sæmilegan skalla. Eins mætti halda að Heiður Ósk sé eina fallega konan á íslandi, en sem betur fer finnast þær nokkuð margar. Ýmsir mjög góðir hagyrðingar, hafa komið fram í þáttunum og má þar nefna þann sem kom fram fyrir. Skaftfellinga, Reyni Hjartar- son hagyrðing Eyfirðinga og síst má gleyma allsherjargoöanum Sveinbirni Beinteinssyni sem kvað fyrir Mýramenn og Borgfirð- inga. Sveinbjörn hafði þá sér- stöðu að ekki var unnt að merkja að hann skrifaði neitt niður þegar hann var að yrkja. Fyrir áhorf- endum virtist hann hreinlega raða vísunum saman jafnóðum og hann kastaöi þeim fram á öld- um Ijósvakans. Þáttur Ómars, „Stiklur," var eitt vinsælasta efni Ríkissjónvarps- ins á sínum tíma og munu margir sem horfðu á þá þætti hafa orðið mun fróðari um landið. Þar var Gísli á Uppsölum gerður að þjóð- sagnapersónu og átti hann það vel skilið. Þarna voru einnig sýndar myndir frá stöðum sem fáir hafa komið á, svo sem úr Héðinsfirði og Fjörðum. Þessir staöir eru mjög áhugaverðir en þangað koma fáir þar sem ekki liggja neinir akveqir að þeim. fh laugardagskvöldið, og hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir. Stórsýningin „Allt vit- laust“ frá Broadway verður sýnd í Sjallanum dagana 5. og 6. febrúar. Sýningar Ingimars Eydal hafa vakið mikla eftirtekt á Akureyri og reyndar víða um land, Stórsýningin „Allt vitlaust" hefur einnig hlotið hinar bestu undirtektir. Dansleikur að Jaðri Annað kvöld verður haldinn hörku dansleikur í golf- skálanum að Jaðri á vegum GA. Auk þess veröur spilað bingó og þá verða ýmsar óvæntar uppákomur. Tvær mjög góðar hljóm- sveitir leika fyrir dansi, Stuðkompanýið og Karlmenn. Dagskráin hefst kl. 22 og eru allir kylfingar hvattir til þess að mæta og taka með sér gesti. Þorrablót á Hótel KEA Nú er sá tími runninn upp er menn taka að blóta þorra að fornum sið og þjóðlegum. Af því tilefni heldur Hótel KEÁ sitt árlega þorrablót annað kvöld, þ.e. laugar- dagskvöld. Ef að líkum læt- ur mun glæsilegt þorrahlað- borðið svigna undan kræs- ingum á borð við sviðasultu, hrútspunga, magál, harðfisk, hangikjöt, hákarl og hvað það nú heitir allt lostætið sem þorranum fylgir. Á meðan borðhald stend- ur yfir mun Jasstríó Krist- jáns Guðmundssonar skemmta gestum með Ijúf- um þorrajassi. Hljómsveitin Helena fagra leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Tekið er á móti borðapöntunum í síma 22200.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.