Dagur - 13.07.1988, Síða 15

Dagur - 13.07.1988, Síða 15
13. júlí 1988 - DAGUR-15 hér & þar NEOPRENE: Hvað er nú það? „NEOPRENE" er orð sem menn tengja frekar við eldsneyti eða þrýstiloft heldur en við sundföt. Engu að síður er þarna á ferðinni ný tegund sundfata sem fram- leiðendur vonast eftir að slái í gegn í sumar. NEOPRENE sundfatnaðurinn er framleiddur úr efni sem lengi hefur verið notað, en þá ein- göngu í svokallaða blautbúninga fyrir kafara. Fyrr á þessu ári birt- ist hins vegar fyrirsæta í sundbol úr þessu efni á forsíðu útbreidds íþróttablaðs og eftir það varð ekki aftur snúið, skriðan var komin af stað. Peir sem vita best hvað öðrum finnst og ráða því í mörgum til- fellum, svokallaðir tískuhönnuð- ir, segja að hin nýju sundföt séu aðlaðandi, kynæsandi og yfir þeim hvíli einhvers konar ævin- týraljómi þannig að engu sé lík- ara en konur sem þeim klæðist eigi heima í James Bond myndum. Sumum þykir nóg um og segja að konur séu nógu ævintýralegar í þessum gömlu góðu sundfötum. Pessi nýju föt er að sjálfsögðu hægt að fá í hinum hefðbundna kafaralit, svörtu, en einnig hafa þau verið framleidd í hinum ýmsu „sjálflýsandi" litum sem hér á landi hafa mest verið notaðir í hreint út sagt ævintýralega sokka. Heill bolur skiptur bolur, renndur bolur og alls konar bolir eru fáanlegir og hin nýju föt selj- ast eins og heitar lummur. Eini gallinn er bara að í miklum hita er fatnaðurinn líka eins og heitar lummur að vera í. Fatnaðurinn mun eiga í vissum öndunarörðug- leikum og honum hættir til að djúpsteikja neytandann. Fyrst og fremst sexí „NEOPRENE er ekki reglu- lega notalegur klæðnaður,“ segir stúlka ein um reynslu sína af NEOPRENE. „Hann er aðallega útlitsins vegna enda er hann rosa- lega sexí.“ Léttar á sér - í NEOPRENE SÍMI (96)21400 Vantar þig eitthvað fyrir aluaaann? Vorum að taka upp stóra sendingu af rúffköppum og fleiru. Raðhús við Dalsgerði 130 fm raðhús á tveimur hæðum til sölu. Laust fljótlega. Fasteignatorgið _ Geislagötu 12, Sími: 21967 Sölustjori Bjöm Kristjánsson, heimasimi: 21776 FastaignaMla Bændur athugið! Ullarmóttaka Álafoss á Akureyri verður lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álafoss hf. Akureyri. Þórshafnarbuar Dagur óskar eftir að ráða umboðsmann til að sjá um dreifingu á blaðinu á Þórs- höfn. Upplýsingar gefur Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir sími 24222. AKUREYRARB/tR Frá grunnskólunum á Akureyri Næsta skólaár er fyrirhugað að bjóða áfram upp á náms-, starfs- og jafnréttisfræðslu í 9. bekkjum grunnskólanna. Starf umsjónarmanns meö þessari fræöslu er laust til umsóknar. Umsóknir sendist til skólafulltrúa bæjarins fyrir 1. ágúst nk. Hann gefur einnig nánari upplýsingar um starfiö. Sími 96-21000. Skólanefnd Akureyrar. Móðir okkar, GEFN JÓHANNA GEIRDAL, Krabbastíg 4, Akureyri, lést 11. júlí. Börnin. Faðir okkar og stjúpfaðir, GESTUR PÁLSSON, Solvöllum 8, Akureyri, er lést 6. júlí, verður jarðsunginn í dag 13. júlí frá Akureyrar- kirkju kl. 13.30. Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Hjördís Jónsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.