Dagur - 13.07.1988, Page 18

Dagur - 13.07.1988, Page 18
18 - DAGUR - 13. júlí 1988 í blíðskaparveðri á föstudag- inn var slógu fóstrur og börn á barnaheimilinu Iðavelli á Akureyri upp heilmikilli grill- veislu. En það var ekki bara grillað, börnin buðu líka upp á ýmis skemmtiatriði og var ekki annað að sjá en allir hefðu gaman af. Búið var að skreyta svæðið og koma blöðrum fyrir- hér og þar á svæðinu. Það var sól og blíða þegar Dagsmenn komu við á Iðavelii um hádegi á föstudaginn og mikil stemmning yfir öllum. Krakkarn- ir höfðu klætt sig upp á í tilefni dagsins. Ekki nóg með það held- ur voru þeir og skrautlega málað- ir í framan, svo helst leit út fyrir að væri annar í öskudegi. Ekki spillti fyrir að mömmu og pabba var boðið að koma og taka þátt í skemmtuninni. Þar sem krakkarnir á Iðavelli’ eru býsna margir þurfti að skipta þeim niður í tvo hópa, og var þeim skipt niður eftir því hvort þau eru í vistun fyrir eða eftir hádegi. Það þurfti því að standa í ströngu við grillið, enda tekur maginn lengi við þegar grillaðar pylsur eru annars vegar. Hver pylsupakkinn á fætur öðr- um hvarf á grillið. Á meðan þess var beðið að pylsurnar yrðu til- búnar máluðu krakkarnir allra handa listaverk úti undir berum himni og sporðrenndu pylsum milli þess sem málað var. Þær eru góðar grilluðu pylsurnar. Myndir: gb Það var mikil steinmning í grillveislunni á Iðavelli, enda lék veðrið við hvurn sinn fingur. BREMSAÐU!!! Eru bremsuborðamir í lagi? Vönduð vara=aukið öryggi Þín vegna Véladeild KEA Óseyri • ® 21400 & 22997 Loksins er hún komin kotasælan með lauk , ::: Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Njóttu ferðarinnar!j^2>^ Aktu eins og þú vilt að aðrir dklirvr Góðaferð! llX™1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.