Dagur - 22.04.1989, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. apríl 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Kaupfélag Skag-
firðinga 100 ára
Kaupfélag Skagfirðinga er 100 ára á morgun, 23.
apríl. Heil öld er þá liðin síðan 11 bændur úr Skaga-
firði og einn bóndi úr A-Húnavatnssýslu komu sam-
an á Sauðárkróki í þeim eðla tilgangi að stofna
kaupfélag. Kaupfélag Skagfirðinga er þriðja elsta
kaupfélag landsins, aðeins Kaupfélag Þingeyinga
og Kaupfélag Eyfirðinga eru eldri. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar frá því stofnfundurinn var haldinn.
Þá voru þjóðfélagsaðstæður allt aðrar en nú, ísland
var danskt yfirráðasvæði og meginþorri fólks bjó í
sveitum. Síðan hefur stökkbreyting átt sér stað á
öllum sviðum þjóðlífsins og hefur Samvinnuhreyf-
ingin með kaupfélögin í broddi fylkingar verið mjög
virk í þeirri framfarasókn. Kaupfélag Skagfirðinga
ber aldurinn vel og hefur eflst og dafnað í áranna
rás. Með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi hefur
félagsmönnum þess auðnast að ná flestum þeim
háleitu markmiðum sem hinir framsýnu stofnendur
þess settu félaginu í upphafi og látið sig varða
atvinnu- og félagslega uppbyggingu á flestum svið-
um þjóðlífsins. Óhætt er að fullyrða að starfsemi
Kaupfélags Skagfirðinga hefur orðið byggðarlaginu
í heild til stórkostlegra hagsbóta.
Á þessum tímamótum í sögu samvinnustarfs á
íslandi er þó vert að minnast þess að samvinnu-
hreyfingin og þar með kaupfélögin öll hafa átt mjög
undir högg að sækja síðustu misserin. Það sama
gildir um allan undirstöðuatvinnurekstur lands-
manna. í þeirri staðreynd er skýringin reyndar
fólgin, því kaupfélögin eiga það sammerkt að
umsvif þeirra í útgerð, fiskvinnslu og landbúnaði
eru mikil. Þau eru öll burðarásar atvinnulífs í sínu
byggðarlagi. Þegar við bætist að verslunarrekstur í
dreifbýli á við erfiðleika að stríða, er ekki að sökum
að spyrja. Styrkur þeirra hefur löngum legið í fjöl-
breyttum rekstri og þegar tap hefur verið á einu
rekstrarsviði hefur gjarnan verið hagnaður á öðru.
Þannig hefur samvinnumönnum tekist að vinna sig
út úr tímabundnum erfiðleikum og jafna árstíða-
bundnar sveiflur. En rekstrarumhverfið er kaupfé-
lögunum fjandsamlegra nú en nokkru sinni fyrr og
því miður bendir fátt til þess að betri tíð sé á næsta
leiti. Kaupfélag Skagfirðinga, eins og nær öll hin
kaupfélögin, hefur búið við verulegan taprekstur
síðustu tvö árin og nemur tapið tugum milljóna.
Þetta hefur gerst þrátt fyrir að stjórnendur félags-
ins hafi gætt ýtrustu hagkvæmni og aðhalds í
rekstrinum. Sú staðreynd varpar vissulega skugga
á annars stórkostlega stund.
Afmælisins á morgun verður minnst með ýmsum
hætti og reyndar hófst undirbúningur þess fyrir ein-
um fimm árum. Ljóst er að mikið verður um dýrðir á
Sauðárkróki á morgun enda tilefni til fagnaðar ærið.
Dagur sendir félagsmönnum Kaupfélags Skagfirð-
inga og samvinnumönnum öllum hugheilar árnað-
aróskir á þessum merku tímamótum. Megi Kaupfé-
lag Skagfirðinga dafna um ókomna tíð, félagsmönn-
um sínum og byggðarlaginu öllu til farsældar. BB.
myndbondorýni /
Lestar-
ræningiiin
Phil Collins
Videoland: Buster
Útgcfandi: JB-heildverslun
Leikstjóri: David Green
Aðalhlutvcrk: Phil Collins og Julie Walt-
ers
Sýningartími: 96 mínútur
Ekkert aldurstakmark
Popparar hafa gert það býsna
gott í kvikmyndum og má þar
t.d. nefna Sting, David Bowie,
Bob Geldof (The Wall),
Madonnu og Kenny Rogers. Nú
er Phil Collins, trommuleikari og
söngvari Genesis og þúsund-
þjalasmiður á tónlistarsviðinu,
kominn á hvíta tjaldið. Eftir-
væntingin var mikil þegar ég
skellti Buster í tækið því ég hafði
fylgst spenntur með fréttum af
framleiðslu myndarinnar, enda
gamall og gróinn Collins-aðdá-
andi.
Pví miður brást myndin að
nokkru leyti vonum mínum.
Vissulega er Buster skemmtileg
mynd en þó ekki nema tveggja
stjörnu. Ég bjóst við meiru af
Phil Collins. Þessi litli naggur
með háu kollvikin bjargaði mór-
alnum í hljómsveitinni Genesis á
sínum tíma, enda geislar af hon-
um húmorinn. í Buster fær hann
hins vegar ekki að njóta sín nægi-
lega og dreg ég leikstjórann
David Green hiklaust til saka.
Reyndar fer Collins vel með sína
rullu og í tveimur eða þremur
atriðuin fær hann loks að leika
lausum hala og þá stóð ekki á
viðbrögðuni mínum: Skerandi
hlátur sem skelfdi gamlar konur í
gervöllu Síðuhverfi.
Buster er ekki hreinræktuð
gamanmynd. Hún segir frá Bust-
er Edwards, sem er „smá-
krimmi", stelur ungbarnafatnaði
og öðrum nauðsynjum, og eigin-
konu hans, June, sem Julie Walt-
ers leikur. Buster ræðst í það
stórverkefni ásarnt öðrum þjóf-
um að ræna póstlest, sem var
stútfull af peningum. Þeir komast
undan með feng sinn en fljótlega
nær lögreglan í skottið á flestum.
Þá fara Buster og Bruce vinur
hans til Acapulco í Mexíkó ásamt
eiginkonum sínum og lifa þar í
vellystingum praktuglega.
I Mexikó koma upp vandræði í
hjónabandi Busters og June (sbr.
Sólarferð hjá Leikfélagi Akur-
eyrar) sern leiða til þess að June
fer aftur heim til Lundúna. Þá fer
glansinn af sældarlífinu og Buster
saknar konu sinnar gríðarlega og
álpast til Englands, þar sem hann
var eftirlýstur og hundeltur.
Hann gat ekki flúið örlög sín.
Þrátt fyrir býsna gallað handrit
og leikstjórn er vel þcss virði að
horfa á Buster, sérstaklega fyrir
Collins-aðdáendur, en þau Phil
Collins og Julie Walters sýna
ágætan leik í hlutverkum sínum.
En ég veit að Collins getur betur.
SS
Ástog
æsingurí
fjölmiðlaheiini
Videoland: Broadcast News
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: James L. Brooks
Aðalhlutverk: William Hurt, Holly
Hunter, Albert Brooks
Ekkert aldurstakmark
Broadcast News er tilvalin
skemmtun fyrir okkur sem lifum
og hrærumst í fjölmiðlun en auð-
vitað á þessi gamanmynd ekki
síður erindi til annarra þjóðfé-
lagshópa. James L. Brooks, sem
gerði hina hugljúfu Terms of
Endearment, skrifar hér handrit-
ið, framleiðir myndina og er jafn-
framt leikstjóri. Hann er enn á
býsna hugljúfum nótum en hlífir
okkur þó við óþarfa væmni.
Endirinn hefði t.d. auðveldlega
getað orðið að einskærri sykur-
leðju en Brooks bjargar sér úr
þeirri klípu.
Það er best að fjölyrða ekki um
endi myndarinnar, nær væri að
byrja á byrjuninni. Aðalpersón-
urnar fá ítarlega kynningu í byrj-
un þannig að bakgrur.nur þeirra
er áhorfendum ljós áður en
myndin hefst fyrir alvöru. Þetta
eru þau Tom (William Hurt),
Jane (Holly Hunter) og Aaron
(Albert Brooks). Þau vinna á
lítilli sjónvarpsstöð í Bandaríkj-
unum og samkeppnin er í al-
gleymingi. Jane er útsendingar-
stjóri, yfirmáta stressuð að sjálf-
sögðu, Aaron er þrautreyndur
fréttamaður en Tom er nýr og
verður brátt skæðasta vopn
stöðvarinnar.
Til að gera langa sögu stutta, já
hún er býsna löng, þá er hér
kominn hinn klassíski ástarþrí-
hyrningur og slíkt kann varla
góðri lukku að stýra á vinnustað.
Hvað þá þegar vinnustaðurinn er
sjónvarpsstöð. Myndin líður
áfram með skemmtilegum uppá-
komum og togstreitu en alvar-
legri atburðir koma líka til sögu-
nnar, s.s. aðhald og uppsagnir.
Broadcast News sýnir fjöl-
miðlaheiminn á býsna raunsæjan
hátt en heimur sjónvarpsstöðvar
í Bandaríkjunum er óneitanlega
harðari en heimur dagblaðs á
Norðurlandi. Þarna beita menn
ýmsum vafasömum brögðum og
eitt slíkt hefur mikil áhrif á gengi
gulldrengsins Tom í einkalífinu.
Tæknilega er Broadcast News
vel gerð og leikur er líka með
ágætum, sérstaklega hjá William
Hurt, sem sjaldan klikkar, og
Holly Hunter kom þægilega á
óvart. Þetta er þriggja stjörnu
ræma, eða hátt í það. SS
1/ Samtök íslenskra myndbandaleiga: incaali icti i mi/nHhnnrlin
V Sæti Áður Mynd (Útgefandi)
1. H Crocodile Dundee . (Háskólabíó)
2. (3) Little Nikita
3. (4) Fatal Beauty (J.B. Heildsala)
4. (8) Saigon
5. (19) A Prayer for the Dying (J.B. Heildsala)
6. (17) Buster ... (Arnarborg)
7. (5) Broadcast News
8. (20) Cop (Myndbox)
9. (7) Barfly (Myndbox)
10. (6) Plains, Trains And Automobil . (Háskólabíó)
11. (9) Police Academy 5 (Steinar)
12. (12) Can’t Buy My Love
13. (11) Vice Versa (Skífan)
14. (8) Frantic
15. (15) Biloxi Blues (Laugarásbíó)
16. H The Telephone
17. (24) Stars and Bars
18. (-) Pulze
19. (14) Baby Boom
20. (16) Colors . (Háskólabíó)
21. (10) Fatal Attraction . (Háskólabíó)
22. (13) Wall Street
23. (-) Killing Time (Myndbox)
24. (27) The last Embrace (Steinar)
25. (-) Young Again (Bergvík)
26. (25) Fear ... (Myndform)
27. H Húsið við Carolstræti . (Háskólabíó)
28. (28) Firstborne (Bergvík)
29. (-) Trouble in City of Angels ... (Arnarborg)
30. (23) My Demon Lover (Skífan)
31. (18) Hero and the Terror (Myndbox)
32. (37) Deadlock ... (Myndform)
33. (21) Hostage
34. (*) Shakedown
35. H Dangerous Attraction (Myndbox)
36. (36) Moonstruck (J.B. Heildsala)
37. (26) Þrír menn og barn (J.B. Heildsala)
38. (*) Cry Freedom (Laugarásbíó)
39. (33) War of the Worlds . (Háskólabíó)
40. (-) Made in USA (Skífan)
(-) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt á listanum.
(*) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er að koma inn á listann á nýjan leik.