Dagur - 12.12.1989, Page 7

Dagur - 12.12.1989, Page 7
Þriðjudagur 12. desember 1989 - DAGUR - 7 Gúmmívinnslan hf. stundar merkilega starfscmi á sviði endurvinnslu sem margir binda vonir við. séu vel ígrundaðar áður en farið er af stað. Staðreyndin er sú að oft er hægt að spara mikla pen- inga með því að leggja meiri vinnu og fjármagn í grundvallar- útreikninga. Það getur verið dýrt að spara sér ráðgjöf. Félagið tel- ur skynsamlegt, hvað varðar nýja starfsemi, að byggja fyrst og fremst á íslenskri þekkingu og reynslu og íslenskum auðlindum. Það hefur oft orðið mönnum að falli að fara langt út fyrir sitt þekkingarsvið. Forvarnarstarf er ekki síður mikilvægt. Það er oftast nær mun ódýrara að verja atvinnutækifæri en skapa ný. Með það í huga nrá segja að besta leiðin til að halda atvinnuleysi í skefjum sé að verja þá atvinnustarfsemi sem við höfum. Vandamálið er hins vegar það að fyrirtæki leita sér aðstoðar alltof seint. Það er eins og for- svarsmenn þeirra hafi ekki nógu góðar uplýsingar um það hvernig reksturinn gangi og/eða trúi því að þetta bjargist allt einhvern veginn. IFE hefur t.a.m. fengið slík erfið dæmi til úrlausnar í ár. Þá snýst dæmið ekki lengur um að ná aukinni framleiðni og fram- legð með endurskipulagningu rekstursins, heldur einvörðungu um það hvernig hægt sé að ná skuldum niður. Á þessu þarf auð- vitað að verða breyting. Um þennan þátt hafa eigendur og framkvæmdastjórar mest að segja. IFE getur átt hlut að máli, en á óhægt með að banka upp á hjá einstökum fyrirtækjum að fyrra bragði til að taka út rekstur þeirra. Á næsta ári verður áfram unn- ið að ferðamálum. Stjórn félags- ins telur að vaxtabrodd sé að finna í ferðaþjónustu í Eyjafirði, enda hefur ferðamönnum fjölgað jafnt og þétt seinustu ár. Tekjur af ferðamönnum eru umtalsverð- ar og má nefna að áætlað er að ferðamenn eyði um 1 milljarði kr. á ári einungis á Norðurlandi eystra. Með því að auka þann tíma sem ferðamenn dvelja á svæðinu og fjölga þeim tækifær- utn sem þeir hafa til afþreyingar getur veltan aukist umtalsvert og styrkt þannig þau fyrirtæki sem starfa í greininni. IFE mun halda áfram að vinna að uppbyggingu Háskólans á Akureyri. Með eflingu Háskól- ans geta skapast mörg atvinnu- tækifæri í framtíðinni ef vel verð- ur á málum haldið. Sérstaklega er áhugavert að vinna að því að skólinn verði miðstöð rannsókn- arstarfsemi í sjávarútvegi. Stóriðjumálin eru á viðkvæmu stigi um þessar mundir þar sem samningar íslendinga við erlenda aðila eru ekki frágengnir. IFE er nú tengiliður Eyfirðinga við iðn- aðarráðuneytið um þessi mál og mun fylgjast vel með framgangi mála. Hvers eðlis þau verkefni eru sem IFE mun vinna fyrir At- vinnumálanefnd Akureyrar er að sjálfsögðu undir nefndinni komið. Ljóst er að töluverður tími mun fara í úrvinnslu hug- mynda, sem borist hafa Hug- myndasamkeppni Atvinnumála- nefndar Akureyrar, en skilafrest- ur rennur út 15. desember nk. Niðurlag IFE hefur átt því láni að fagna að mikil samstaða hefur ríkt um félagið meðal eignaraðila. Sú samstaða hefur leitt til þess að félagið er nú öflugasta iðnþróun- arfélagið í landinu. í öðrum landshlutum er einungis einn iðn- ráðgjafi á hverjum stað. Starf- semi iðnþróunarfélags á að vera í sífelldri endurskoðun. Hraði tæknibreytinga er ör og breyti- leikinn í hagkerfinu það mikill að menn þurfa að vera vakandi fyrir því að breyta um áherslur. Meg- inspurningin er því um áherslur þ.e. hvernig starfseminni sé best háttað til að hún skili sem bestum árangri í atvinnuuppbyggingu Eyjafjarðar. Sæplast lif. cr dæmi uni ört vaxandi og vel rekið fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæö- inu. -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------.. AKUREYRARBÁER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 14. desember 1989 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Sigríður Stefánsdóttir til viðtals á skrifstofubæjar- stjórnar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNiN Frá Pósti og síma Akureyri Á virkum dögum til jóla verða póststofurnar opnar til kl. 18.00. Laugardagana 16. og 23. des. verður opið frá kl. 10.00-16.00. Síðasti skiladagur á pósti innanlands er mánu- daginn 18. desember. Frímerki eru seld á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Jónasar, KEA Hrísalundi, Möppudýrinu Sunnuhlíð og AB búðinni Kaupangi. Stöðvarstjóri. SPREK ÚR FIÖRU W ÓDLÍFSÞÆTTM JÓN KR. GUDMUNDSSON á Skáldsstödum Sprek úr fjöru Þjóðlífsþættir eftir Jón Kr. Guðmundsson, bónda á Skáldsstöðum í Reyk- hólasveit. Bók sem í senn er full af þjóðlegum fróðleik og fræðslu um líf genginna kynslóða. Verð aðeins kr. 1.870,- BÓKAÚTGÁFAN HILDUR Sóleyjarsumar eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Norðlensk skáldsaga í sérflokki. Aldrei hefur hinum vin- sæla höfundi tekist betur en nú. Verð aðeins kr. 2.925,- BÓKAÚTGÁFAN HILDUR EfllR MJ TROMPA HENDI? SKILAFRESTUR i HUGMYNDASAMKEPPNI ATVINNUMÁLANEFNDAR ER AÐ RENNA ÚT. t LOKADAGUR ER 15. DESEMBER 1989. Atvinnumálanefnd Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.