Dagur - 30.12.1989, Síða 1

Dagur - 30.12.1989, Síða 1
 72. árgangur Akureyri, laugardagur 30. desember 1989 252. tölublað Pórður Friðjónsson, forstjóri Pjóðhagsstofnunar leggur áramótakapal: Búist við hækkun á verði sjávarafurða Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að gott útlit sé með verð fyrir sjáv- arafurðir á mörkuðum erlendis á næsta ári og líkur séu til að það verði nokkru hærra en gengið hafi verið út frá við gerð nýrrar þjóðhagsáætlunar. Hann segir að margt bendi til að botni efnahagslífsins sé náð og búast megi við að birti til á síðari hluta næsta árs og á árinu 1991 sé gert ráð fyrir eins til tveggja prósenta hagvexti. Þórður segir að viðamikil skuldbreyting fyrir tilstilli Atvinnutryggingasjóðs hafi óneitanlega lagfært greiðslustöðu svokallaðra undirstöðufyrirtækja verulega og þessi bætta staða samfara lækkuðum fjármagns- kostnaði og raungengislækkun hafi bætt afkomu þeirra verulega frá fyrra ári. „Á sjávarútvegsfyr- irtækjum var mikið t^p árið 1988 en í nóvember sl. töldum við að botnfiskveiðar og -vinnsla hafi verið rekin með 2-3 prósenta hagnaði. Hallinn var hins vegar tæplega 5% á árinu 1988. Við- snúningurinn nemur því hvorki meira né minna en 7-8%.“ Pórður telur að skuldbreytingu í sjávarútvegi sé nú að mestu lok- ið en hins vegar séu enn miklir erfiðleikar í atvinnugreinum eins og ullariðnaði og fiskeldi og óvissa um hvernig þeim reiði af. Að sögn Þórðar má almennt segja að fyrirtæki á landsbyggð- inni hafi verið að bæta afkomu sína undanfarið en hins vegar gildi hið gagnstæða um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. „Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega hvenær botninum er náð en mér sýnist við vera ansi nálægt honum nú og framundan sé betri tími. Við gerum áfram ráð fyrir sam- drætti á næsta ári en hann verður minni en á þessu ári. Ég tel víst að menn séu ekki búnir að bíta úr- nálinni með gjaldþrot fyrirtækja. Á fyrrihluta næsta árs eiga trú- lega eftir að koma upp á yfir- borðið erfið viðfangsefni í atvinnulífinu. Ég hygg að það verði mest í öðrum greinum en sjávarútvegi." Þórður segir að mikil óvissa sé með kjarasamninga og alla þætti í efnahagsmálunum er lúti að verðbólgu. Hvað framleiðslu- greinarnar varðar segir hann að óvissu gæti með loðnuveiðarnar og tekjur þjóðarbúsins af henni, í öðru lagi með ullariðnaðinn og í þriðja lagi fiskeldið. „Hins vegar er fremur búist við að verð á sjáv- arafurðum hækki og líklega meira en gert var ráð fyrir í okkar áætlunum." Þá segir Þórður að mikil óvissa sé með hlut áliðnaðarins í þjóð- arbúskapnum á næsta ári. Ef tek- in verði ákvörðun um byggingu nýrrar álbræðslu á íslandi í upp- hafi næsta árs og framkvæmdir hefjist strax á árinu, sé ljóst að hagvöxtur verði meiri á árinu 1991 en spár Þjóðhagsstofnunar geri ráð fyrir. óþh Lögreglan Akureyri: Fangi kveikti í teppum - eldur í íbúð við Skarðshlíð Talsverð ölvun var í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt. Ungur inaður sem fluttur hafði verið í fangageymslur lögreglunnar af þessum sökum tók sig til og kveikti í teppum í fangaklefa sínum, en honum hafði tekist að leyna inná sér kveikjara. Talsveröur reykur hafði myndast í klefanum þegar þetta uppgötvaðist og var fanginn fluttur á Sjúkrahúsið á Akur- eyri. Talið var aö hann hefði hlotið einhverja reykeitrun. Síðdegis á fimmtudag var slökkviliðið á Akurcyri kallað út vegna reyks í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð. íbúar í húsinu höfðu orðið varir við reyk sem lagði frá einni íbúð hússins. Einn íbúi bjó í íbúðinni og hafði hann sofnað út frá pönnu á eldavél. Nokkur reykur var í íbúðinni en eftir læknisskoðun varð það úr að íbúinn yröi ekki fluttur á sjúkrahús. Lögreglan á Akurcyri sagði nokkuð um aö fólk kveiki í ára- mótaflugeldum fyrirfram og hlutust t.d. nokkrar skemmdir vegna „e!dverks“ sem kveikt var í innanhúss í fyrradag. VG Ljósavatnsskarð: Rúta ók útaf Stór rúta frá Sérleyfísbílum Akureyrar lenti útaf veginum viö Ljósavatn á fímmtudags- kvöld. I rútunni voru 25 flug- farþegar á leiö til Húsavíkur. Enginn meiddist en töluverð- ar tafir urðu, því veghefíl þurfti til aö koma rútunni upp á veginn á ný. Áætlunarvélin frá Reykjavík gat ekki lent vegna vinds á Húsavíkurvelli á fimmtudags- kvöld. Vélin lenti á Akureyri og var farþegum ekið til Húsavík- ur. Er rútan var við Ljósavatn á hægri ferð, rétt innan við Kross, kom vindsveipur og rann rútan undan honum yfir veginn og útaf. Mikil hálka var á veginum. Flugfarþegarnir, sem ekiö var frá Húsavík til Akureyrar, komust ekki til Reykjavíkur um kvöldið því fluginu var frestað til gærmorguns, og gistu þeir á Akureyri. IM Næsta blað kemur út miðviku- daginn 3. janúar. Auglýsendur sem vilja koma auglýsingum í það blað, eru bcðnir að skila inn handritum fyrir kl. 11.00, þriðjudaginn 2. janúar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.