Dagur - 30.12.1989, Page 4

Dagur - 30.12.1989, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMl 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ef allir leggjast á eitt . . . Nú er liðið að lokum ársins 1989. Þótt ávallt sé erfitt að meta sögulegt mikilvægi líðandi stundar, og jafnvel ógerlegt, má í fljótu bragði ætla að ársins 1989 verði ekki minnst sem sérstaks merkisárs í íslandssögunni, þegar fram líða stundir. Árið sem senn er liðið er ár samdráttar og vaxandi atvinnuleysis. Erfiðleikar atvinnufyrirtækja eru víða miklir, sem m.a. má sjá af því að gjaldþrot á íslandi hafa aldrei orðið fleiri á einu ári en nú. Vaxandi fjöldi gjaldþrota er bein afleiðing af rangri efnahagsstjórn undanfarinna ára og offjár- festingu á fjölmörgum svið- um atvinnulífsins. Stjórn- völdum hefur þó, með víð- tækum efnahagsaðgerðum, tekist að bæta rekstrarskil- yrði undirstöðuatvinnuveg- anna verulega á árinu og koma þannig í veg fyrir hrun heilla atvinnugreina. Með þessum aðgerðum hefur stjórnvöldum tekist að afstýra því að þær hrika- legu spár um atvinnuleysi rættust, sem settar voru fram í byrjun árs af tals- mönnum atvinnurekenda. Engu að síður er atvinnu- leysi hér á landi stórfelldara nú en um langt árabil. Sú þróun er öllum áhyggjuefni. íslendingar hafa lengst af verið blessunarlega lausir við stórfellt og viðvarandi atvinnuleysi á borð við það sem nágrannaþjóðir okkar , búa við. Hér á landi hefur það talist til sjálfsagðra mannréttinda að eiga kost , á fullri atvinnu. Atvinnu- j leysisdraugurinn er tví- mælalaust versti óvinur íslenskra launþega, hvar í stétt sem þeir standa. Því þarf þjóðin að leggjast á eitt við að kveða hann niður fyrir fullt og allt. Þótt við eigum við tíma- bundna erfiðleika að etja í efnahags- og atvinnumál- um, megum við ekki láta hugfallast. Máltækið segir að öll él birti upp um síðir og eru það orð að sönnu. Því er spáð að samdráttar- tímabilinu ljúki síðari hluta þess árs, sem senn gengur í garð. Þá ætti þjóðin að sjá fram á „betri tíð með blóm í haga“, ef skynsamlega verður á málum haldið. Við skulum hafa það hugfast að þrátt fyrir tímabundið harð- æri; samdrátt í þjóðartekj- um, kjararýrnun og atvinnu- leysi, erum við íslendingar auðug þjóð og höfum því fyllstu ástæðu til bjartsýni. Áramót marka upphaf nýs tímabils. Það tímabil sem hefst á miðnætti 31. janúar 1989 getum við gert að nýju framfaratímabili, ef allir leggjast á eitt. Með þeim orðum þakkar Dagur lesendum sínum og öðrum landsmönnum samfylgdina á árinu 1989 og óskar þeim farsældar og friðar á nýju ári. BB. Smásagnasamkeppni Dags og MEN0R: „Keppnin var mér nvatning“ - segir Svavar Eór Guðmundsson, höfundur sögunnar Takmark einmana drengs Svavar Þór Guðmundsson hlaut aukaverðlaun í smásagnasam- keppni Dags og MENOR, 20 þúsund krónur. Hann gat ekki tekið á móti verðlaunum sín- um er þau voru aflient í Gamla Lundi því hann var þá að keppa í sundi í Þýskalandi, en Svavar er þekktur sundkappi og ætlr með Sundfélaginu Oðni á Akureyri. Svavar er 18 ára gamall nem- andi í Menntaskólanum á Akur- eyri og er til heimilis aö Vana- byggö lOd. Hann er afrekspiltur og kunnugir segja að hann nái góöum árangri í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Gott dæmi um þaö er þegar hann settist niö- ur til að skrifa smásögu og útkoman var Takmark einmana drengs. Dagur spjallaði viö Svavar er hann kom frá Þýskalandi og fyrsta spurningin var hvort hann hefði skrifað mikið. „Nei, ég hef ekkert verió aö skrifa. Þetta var smá hugmynd sem hefur veriö að byggjast upp í höfði mér og þaö var mér hvatn- ing að koma sögunni á blað þcgar þessi samkeppni var auglýst. Það virðist hafa gengið ágætlega. Keppnin var mér hvatning til að gera góða sögu, ef hún hefði ekki komið til hefði sagan aklrei kom- ist á blað. Þá voru góð verðlaun í boði og metnaöurinn því meiri að gera góða sögu." „Hefði alveg eins getað verið borðtennismaður“ Takmark einmana drengs er fyrsta fullbúna smásaga Svavars og óvenju góð þegar það er haft í huga. Áður hafði hann gert sögu sem hann skilaði sem ritgerð í skólanum, en þegar keppnin var auglýst langaði hann til að reyna við smásögu. - Ætlar þú ekki að halda áfram að skrifa fyrst þér gekk svona vel? „Það gæti vel komið til greina. Maður veit aldrei en vissulega gæti ég vel hugsað mér að skrifa meira." - Segðu mér aðeins frá tilurð verðlaunasögunnar. Aðalpersón- an æfir sund, eins og þú, en fram- haldið er varla hægt að tengja við Þ'g- „Nei, ég var kominn með þessa hugmynd um lok sögunnar. Þeg- ar keppnin kom upp þá fór ég að búa til söguþráð og persónu og einhvern veginn atvikaðist það að aðalpersónan varð íþrótta- maður með takmark. Endirinn varð að sjálfsögðu að gerast í vatni, sem ég þekki ágætlega, þá lét ég hann vera sundmann. Hann hefði alveg eins getað verið borðtennismaður en þá hefði Svavar er þekktur sundgarpur og á fjölmörg met í þeirri íþrótt. Þessi mynd var tekin af honum í keppni 1983. Svavar Þór Guðmundsson. endirinn farið fyrir ofan garð og neðan. Þetta byégðist smám sam- an upp. Ég þekkti þessa persónu og takmarkið." „Má segja að ég sé Iestrarhestur“ - Hvenær fréttir þú af því að Takmark einmana drengs hefði unnið til verðlauna? „Ég frétti af því seinni keppn- isdaginn úti en ég hafði reyndar haft spurnir af því áður að ég myndi hljóta viðurkenningu. Þá vissi ég ekki hvort það yrði skjal eða eitthvað annað. Það kom vissulega á óvart og ég hafði alls ekki búist við að vinna til verð- launa þegar ég skrifaði söguna. Ég var meira að segja næstum búinn að guggna á því að skila henni inn." - Það mætti segja mér að þú værir bókmenntalega sinnaður. Lestu mikið? „Já, ég les mjög mikið. Það má segja að ég sé lestrarhestur og ég les það sem ég kem höndum yfir. Ég les lítið af ljóðum, skil þau yfirleitt illa, en ég hef mjög gam- an af góðum smásögum og skáld- sögum. Til dæmis fannst mér sag- an sem sigraði í keppninni mjög góð og ég er ekkert sár yfir því að hafa ekki sigrað." Svavar sagðist ekki eiga neinn sérstakan uppáhaldshöfund og hann les flestar bækur sem hann hefur tök á. Dagur óskar Svavari til hamingju með árangurinn. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.