Dagur


Dagur - 30.12.1989, Qupperneq 6

Dagur - 30.12.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1989 Iitið um öxl • Iitið u m öxl • Iitið um öxl • Iitið Þrennir tvíburar fæddust á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri í ágúst. Þeir fyrstu fæddust 17. ágúst, synir Katrínar Úlfarsdóttur og Jóhanns Ólafs Halldórssonar, næstu 21. ágúst, dætur Sólveigar Yalgerðar Stefánsdótt- ur og Jóns Péturs Líndals og 24. ágúst fæddust synir Kristínar Jónu Guðmundsdóttur og Gunnars Ævars Jóns- sonar. Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar: Samdráttur einkenndi þokkalegt ferðaár 1989 Gísli Jónsson. „Þetta hefur verið þokkalegt ferðaár, það hefur vissulega gætt samdráttar og á sumum sviðum verulegs samdráttar,“ sagði Gísli Jónsson forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar um árið sem er að líða og hvernig það hefur komið út fyrir aðila sem standa að ferðamálum. Gísli sagði ástandið ekki eins á öllum sviðum ferðaþjónust- unnar því aukning varð t.d. hvað snertir fjölda erlendra ferðamanna sem landið sóttu heim. „Það varð verulegur samdrátt- ur í ferðalögunt íslendinga til sól- arlanda miðað við árið áður sem reyndar var algert metár. Þá er mér ofarlega í huga undirbúning- ur einnar, jafnvel tveggja erlendra ferðaskrifstofa á að hefja beint leiguflug til Akureyr- ar næsta sumar, en ef af því verð- ur er það væntanlega stærsta skrefið í ferðamálum sem er að gerast á þessu svæði.“ Gísli segir að ef af beina fluginu verður, sé stefnt að a.m.k. níu ferðum beint til Akureyrar næsta sumar. Þá sé þetta mikil viðurkennig fyrir Akureyri sem ferðamannabæ. „Við erum auðvitað mjög ánægð- ir með að þetta skuii vera hægt og vonum auðvitað að þetta sé fyrsta skrefið í átt að reglu- bundnu áætlunarflugi til útlanda frá Akureyri." Af persónulegum atburðum segir Gísli að opnun Hótels Norðurlands á skömmum tíma verði vafalítið efst í hans huga síðar meir þegar litið verður til baka. „Af öðrum fréttnæmum viðburðum eru atburðirnir í Austur-Evrópu ofarlega í huga, ekki síst það sem hefur verið að gerast í Rúmeníu síðustu daga. Fréttir af þessum atburðum hafa að vísu verið nokkuð óljósar og menn gera sér ekki fyllilega grein fyrir hvað er að gerast þó flestir viti að þarna er eitthvað stórkost- legt á ferðinni.“ VG Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra: „Verkfall kennara í vor minnisstætt“ „Það sem haft hefur mest áhrif og menn muna mest eftir úr þessum fræðslugeira eru kenn- araverkföllin sem áttu sér stað síðastliðið vor. Þau komu illa niður á framhaldsskólunum en höfðu minni áhrif á grunnskól- ann þar sem færri kennarar voru í verkfalli. í grunnskólan- um höfðu þessar aðgerðir þó nokkur áhrif þar sem ekki voru haldin samræmd próf á árinu,“ segir Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis eystra um árið 1989 sem senn er liðið. „Sjálfsagt eiga skólarnir eftir að bíta úr nálinni með þessar aðgerðir einhver næstu árin. Ég held að þetta muni hafa áhrif lengur en rétt þá stund sem þetta stóð. Þetta hafði „mórölsk" áhrif á skólastarfið í heild og störf kennara. Það má segja að friður hafi komist á með nýjum samn- ingum en þó er stór hópur nemenda og foreldra sem er óánægður með stöðu kennarans í þessu vegna þess að þetta hafði áhrif á skólagöngu mjög margra. Ég óttast að þetta hafi kostað að margir misstu mjög trú á skóla- kerfinu," segir Trausti. Hann segir að þegar litið sé um öxl til þessa árs sem senn líður í aldanna skaut standi upp úr að betur gekk á árinu að ráða rétt- indafólk til starfa í skólakerfinu en oft áður. „Auk þess hafa ýms- ir nýir þættir komið inn í skóla- starfið sem menn hafa barist fyrir lengi. Þar á ég við nýja þætti s.s. árganga- og fagstjórn, leiðsögn með nýliðum og þróunarsjóð Trausti Þorsteinsson. grunnskóla, sem í ár var í fyrsta skipti veitt úr. Að mínu mati eru hér á ferðinni merkilegir nýir þættir sem maður bindur miklar vonir við að skili árangri í skóla- starfi.“ Ekki verða atburðir árins 1989 á sviði skólamála reifaðir án þess að vikið sé að Háskólanum á Akureyri og segir Trausti það einhver ánægjulegustu tíðindi fyrir Norðlendinga á árinu þegar ljóst var að kennsla yrði hafin á sjávarútvegsbraut skólans strax í upphafi næsta árs. „Þessi barátta virðist vera að skila árangri og það er ekki ómerkur áfangi í íslenskri skólasögu. Ég held að það sé ekkert launungarmál að það hefur verið þungt að koma þessu máli áfram og margir hafa reynt að koma í veg fyrir að þessi braut mætti hefja störf,“ segir Trausti Þorsteinsson. JÓH Sigurður Símonarson, bæjarstjóri á Egilsstöðum: Mikil gróska í menningarlífi á Austurlandi Sigurður Símonarson. „Ef ég lít fyrst á þetta svæði er mér ofarlega í huga mikil gróska í menningarlífi á þessu ári. í vor fór hér fram mjög vel heppnuð M-hátíð sem staðfesti skemmtilega grun sem blund- að hefur með mér, nefnilega þann að menningarlíf á lands- byggðinni sé mjög gott, en við byggðum hátíðina að verulegu leyti á þátttöku listamanna af sagði Siguröur bæjarstjóri á Austurlandi,“ Símonarson Egilsstöðum. Af öðrum viðburðum nefndi Sigurður móttöku 70 erlendra gesta frá vinabæjum Egilsstaða í júní og hafi sú móttaka frekar aukið hróður bæjarbúa en hitt. „Þá var mjög ánægjulegt að taka í notkun og afhenda íbúðir fyrir aldraða hér á Egilsstöðum. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að undanfarin ár, en byggingar- tíminn sjálfur var aðeins 14 mán- uðir.“ Lögin um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga telur Sigurður að muni marka tímamót. „Þar er verið að færa ábyrgð og fjármagn meira til sveitarfélaganna og gera tilraun til að hafa verkaskipting- una enn frekar á hreinu. Að vísu ber skugga á að það skuli hafa þurft að breyta frumvarpinu á síðustu stundu.“ Sigurður segist hafa fylgst vel með því sem verið hefur að ger- ast í Evrópu að undanförnu og hafi viðburðirnir þar snert vel flesta. „í sambandi við það er ánægjulegt hvernig breytingarnar hafa farið fram á flestum stöðum, þó vissulega beri skugga á hvern- ig þetta hefur borið að í Rúmeníu. Stefnubreytingin í lýðræðisátt er hins vegar til góða, þó ég óttist helst að hlutirnir komi til með að gerast of hratt og að fólkið sé ekki félagslega tilbúið til að taka breytingunum ef þær gerast of hratt.“ VG Frá verðlaunaafhendingu í smásagnasamkeppni Dags og MENOR. Frá vinstri: Bragi V. Bergmann, ritsjóri Dags, Haukur Agústsson, formaður MENOR, Tinna Thorlacius, unnusta Svavars Þórs Guðmundssonar, Sigurður Ingólfsson og Sverrir Páll Erlendsson, formaður dómnefndar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.