Dagur - 30.12.1989, Síða 8

Dagur - 30.12.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1989 Guðmundur Bjamason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: „Iit bjartsýnn tU framtíðar þrátt fvrir tímabundna erfiðleika“ Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. „Það sem mér fínnst hafa ein- kennt þetta ár öðru fremur er samdrátturinn í þjóðfélaginu,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra og 1. þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, er hann var beðinn að líta um öxl og fram á veginn, eins og tíðkast gjarnan um áramót. „Þjóðartekjur hafa minnkað og það hefur auðvitað haft mjög mikil áhrif út um þjóðfélagið allt. Áhrifanna gætir fyrst í undir- stöðuatvinnugreinunum en í ár hafa þau komið sterklega fram í þjónustugreinunum. Af þeim sökum hefur mjög dregið úr þenslu, t.d. á höfuðborgarsvæð- inu, og var vissulega ekki vanþörf á. Samdráttareinkennin eru einnig mjög áberandi víðar eins og t.d. á Akureyri, þar sem þjónustu- starfsemi hefur verið mjög öflug. Umskiptin hafa verið of mikil á skömmum tíma og segja má að í þessu eins og öðru sé hinn gullni meðalvegur vandrataður. Það er auðvitað mjög slæmt þegar sam- dráttur þjóðartekna verður svo mikill að hann leiði til stórfellds atvinnuleysis. Við þessa erfið- leika hafa stjórnvöld verið að glíma á árinu og reynt að mæta. Ég vil leyfa mér að fullyrða að okkur hafi miðað vel áfram og tekist að treysta rekstrargrund- völl þeirra fyrirtækja sem hafa verið máttarstólpar í atvinnulíf- inu. Hins vegar eru mörg vanda- mál óleyst enn og verkefnin sem bíða á nýja árinu mörg og erfið. Svo ég víki aðeins að þeim málaflokki sem ég er í forsvari fyrir, heilbrigðis- og trygginga- málunum, þá hafa þau ekki farið varhluta af samdrættinum í þjóð- félaginu. Reynt hefur verið að gæta fyllsta aðhalds í útgjöldum ríkisins og hefur það bitnað mjög á heilbrigðisþjónustunni á þessu ári. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hafa þurft að takast þar á við mjög vandasöm verkefni, því þetta er sú þjónusta sem einna erfiðast er að draga saman. En við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og því var niðurskurður þarna eins og annars staðar óhjákvæmi- legur. Mér finnst að starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónust- unni hafi brugðist vel við og vil nota tækifærið og þakka þeim gott samstarf á árinu sem er að líða. Þrátt fyrir tímabundna erfið- leika verðum við íslendingar að gæta okkar á því að tala ekki ein- göngu í neikvæðum tón um ástandið í þjóðarbúskapnum. Staðan hefur lagast og er t.d. betri í útflutningsgreinunum nú en á sama tíma í fyrra. Við horf- um þó enn fram á það að þurfa að draga úr sjávarafla auk þess sem fyrri hluti loðnuvertíðar hef- ur brugðist. Þess vegna er ljóst að áfram verða erfiðleikar í sjávar- útveginum og vegna einhæfni okkar efnahagskerfis hefur það auðvitað áhrif á alla þætti þjóð- lífsins. Okkar bíður jafnframt að leysa vanda nokkurra byggðar- laga, sem þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi ári, er mikill. Þetta á t.d. við í mínu kjördæmi svo sem í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, en þar hafa verið miklir erfiðleikar í atvinnu- lífinu eins og flestum er kunnugt. Það verður auðvitað að leita allra leiða til að aðstoða íbúa þessara byggðarlaga við að komast út úr vandanum. Sú skylda hvílir enn á stjórnvöldum. Þrátt fyrir tímabundna erfið- leika lít ég bjartsýnn til framtíð- ar. íslenska þjóðin hefur oft áður þurft að takast á við erfið verk- efni og leyst þau farsællega af hendi. Ef við erum samtaka um það að reyna sníða okkur stakk eftir vexti og eyða ekki um efni fram á okkur að takast að komast farsællega á sléttan sjó. Ef samningar á vinnumarkaði verða hóflegir, eins og horfur eru á nú, óttast ég ekki framvindu efna- hagsmála á nýja árinu. Sú skylda hvílir á herðum stjórnvalda að beita öllum þeim aðferðum sem þau eiga tiltæk til að veita slíkum samningum brautargengi. Þar á ég sérstaklega við aðhald í verð- lagsmálum og enn frekari lækkun fjármagnskostnaðar. Ég treysti því að þjóðin nái samstöðu um að vinna sig út úr erfiðleikunum. Það er engin vá fyrir dyrum þótt við getum ekki stöðugt haldið áfram að þenja út velferðarkerfið. Þótt við þurfum að rifa seglin um sinn, eigum við alla möguleika á að búa okkur enn betra þjóðfélag en það sem við nú búum í. Að því skulum við stefna, öll sem eitt á árinu 1990. Ég vil svo að lokum óska Norð- lendingum og landsmönnum öll- um gleðilegs árs, með ósk um það megi færa þeim farsæld og hamingju í ríkum mæli.“ VINNUMALASAMBAND SAMVINNUFELAGANNA SAMBANDSHÚSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK SÍMI 686855

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.