Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1989 Mmnisverðir atburðir... Örn Friðriksson. Sr. Örn Friðriksson, Skútustöðum: Lélegt sumar til ljósmyndunar „Athyglisverdast á árinu fínnst mér vera þessi frelsisalda í Austur-Evrópu,“ sagði sr. Örn Friðriksson, Skútustöðum í Mývatnsssveit. „Mér er minn- isstætt að Ólafur Skúlason var valinn biskup. Hann er mikill ágætismaður og mikill vinur minn. Svo er mér minnisstætt að veð- ur var yfirleitt ekki mjög skemmtilegt. Á miðvikudag fyrir páska vorum við 10-11 tíma á leiðinni frá Akureyri til Húsavík- ur, og mér fannst að slíkt ferða- lag gæti reynst lífshættulegt, því ég var ekki of vel búinn. Pessi ferð var skelfileg lífsreynsla, bíl- inn okkar lenti útaf veginum en björgunarbíll kom og dró okkur upp og nokkrar vélar hjálpuðu til á leiðinni. Það sást varla út úr augum vegna veðurs og ég gat rétt séð í afturljós á bíl sem ók á undan okkur í Kinninni. Síðan þetta var hef ég oft hugsað um að Vegagerðin þyrfti að fara að gera almennilegan veg yfir Fljóts- heiði, það finnst mér eiginlega meira aðkallandi verkefni en flest önnur vegaverkefni sem ég veit um. Við eigum dóttur sem er gift og býr í Þýskalandi. Hún og hennar maður dvöldu hjá okkur í hálfan annan mánuð í sumar og það er okkur minnisstætt. Tengdasonur minn hefur verið töluvert hér á landi í sambandi við rannsóknar- leiðangra frá þýskum háskóla. Nú ætlaði hann að nota dvölina til að ferðast til Vestfjarða, en andstyggilegt veður kom í veg fyrir þá ferð, eða að hann gæti farið nokkuð annað sér til ánægju. í sumar fór ég í tveggja tíma útsýnisflug með vini mínum, m.a. yfir Mývatnssveit, Öskju og Herðubreið, einn hinna fáu góð- viðrisdaga í maí. Petta er mér minnisstæð ferð, en ég er áhuga- ljósmyndari. í júní og byrjun júlí voru miklir þurrkar og gróður grár og litlaus, en síðan endalaus- ar rigningar, svo þetta var lélegt sumar fyrir ljósmyndara. Persónu- lega er mér minnisstæður þáttur sem sýndur var í Sjónvarpinu, en í honum var spjallað við mig og sýnt safn mitt af gömlum ljós- myndavélum.“ Að lokum sagði sr. Örn: „Annars er mér mjög minnisstætt í síðari tíð, hvað ég er að verða minnislaus.“ IM Björn Jónasson. Björn Jónasson, forseti Bæjarstjórnar Siglufjarðar: Atvinna var þokkaleg þegar á heíldma er litíð „Mér er minnisstæðast stjórn- leysið í þjóðfélaginu og hvern- ig búið er að undistöðuatvinnu- vegunum. Eg held að það sé flestum minnisstæðast frá þessu ári. Einnig gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga. En það eru margir hlutir jákvæðir líka. Atvinna var þokkaleg þegar á heildina er litið hérna á Siglufírði og ég held að fólki hafí liðið vel. Veðrið var ágætt en þó komu svona hryðjur inn á milli, er það ekki alltaf svoleiðis? Það er aðeins snjóföl hjá okkur núna þannig að manni bregður við að sjá þessar snjómyndir frá Akur- eyri og Reykjavík. Petta hefur nú oftast verið öfugt, en ætli þetta sé ekki að snúast við eins og svo margt í þessu þjóðfélagi. Næsta ár leggst alls ekkert illa í okkur, við eigum alveg þokkaleg- an kvóta. Það veltur allt á því hvað kemur upp úr sjónum, þannig að það leggst ekki verr í okkur umfram aðra landsmenn. Við erum bjartsýnir hérna á Siglufirði ef okkur tekst að vinna saman að því að byggja bæinn upp.“ Þorlákur Sigurðsson. Porlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey: Fjárveiting til haftiarinnar og feijukaupa „Ég vil fyrst nefna fjárveitingu til hafnarframkvæmda í Grímsey á næsta ári svo og heimild til kaupa á ferju. Bygging sundlaugarinnar var mikið gleðiefni. Ekki má ég heldur gleyma lengingu flug- brautarinnar og öllu grjótnám- inu sem fylgir þeim fram- kvæmdum. Þetta eru stórir atburðir fyrir okkur. Þá kom 9 tonna bátur til Grímseyjar í haust og kannski verður annar keyptur. Þetta gerir sjósókn- ina öruggari,“ sagði Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey. „Það eru gleðitíðindi fyrir okk- ur eins og aðra hve miklar breyt- ingar hafa orðið í Austur-Evr- ópu, en vissulega hörmulegt að þetta skuli þurfa að gerast með mannfórnum í Rúmeníu," sagði Þorlákur aðspurður um erlend tíðindi. Meðal minnisverðra atburða í íslensku þjóðlífi vildi Þorlákur nefna göngin í Ólafsfjarðarmúla. „Það eru góð tíðindi fyrir norðanmenn og dreifbýlisfólk að framkvæmdir við göngin skuli ganga svona vel. Ég vona bara að næst verði farið í Vestfirðina og Austfirðina til að gera lífið bæri- legra fyrir íbúana þar. Þetta er það sem koma skal. Ég tel það skref í rétta átt að bankar og tryggingarfélög skuli slá sér saman. Þetta er sparnaður í húsakynnum og mannahaldi." Að lokum nefndi oddvitinn að tvö börn hefðu fæðst í Grímsey sl. vor og sagði hann það jákvæða þróun því eyjan væri vel fallin til búsetu. SS Bjarni Aðalgeirsson. Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður á Húsavík: Sviptingar í efnahagslífinu „Af erlendum vettvangi koma mér fyrst í hug hin miklu umskipti sem orðið hafa í Austur-Evrópu, og þá einkum hvað breytingin hefur orðið á skömmum tíma. Þessi breyt- ing, úr viðjum kommúnism- ans, til frjálsari og Iýðræðis- legri stjórnarhátta, á örugglega eftir að hafa mikil áhrif í lífi þessara þjóða. Þá verður að ætla að þetta leiði til mun nán- ari samvinnu Austur-Evrópu- þjóða við aðrar Evrópuþjóðir, þannig að ætla má að hugtakið sameinuð Evrópa verði víð- tækara en annars hefði orðið,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarmaður á Húsavík. „Af innlendum vettvangi kem- ur helst í hugann sviptingar í efnahagslífinu, fjárhagserfiðleik- ar og vaxandi fjöldi gjaldþrota, bæði fyrirtækja og einstaklinga. Þetta er að sjálfsögðu afleiðing af samdrætti í framleiðslu og allt of háum fjármagnskostnaði. Ef heldur fram sem horfir verður um enn meiri tilflutning á fólki að ræða en verið hefur hingað til. Hinar veikari byggðir standa þetta ástand ekki af sér mikið Iengur, fyrirtækin gefast upp og fólkið flýr óvissuna og fer til þeirra staða þar sem fjölbreytni og stöðugleiki er meiri. Þátt fyrir ýmsa erfiðleika eru alltaf góðir og jákvæðir hlutir að gerast. Ég tel að hin mikla vakn- ing sem varð á þessu ári hér á Húsavík, fyrir gróðurvernd og uppgræðslu lands, sé mjög jákvætt mál. Hafist var handa um að girða bæjarlandið og gróðursetn- ingu á trjáplöntum, og í framtíð- inni verður haldið áfram gróður- setningu og ræktun bæjarlands- ins. Hér er um mikið og merki- legt mál að ræða sem mun gera Húsavík að enn betri bæ. Fyrir mig persónulega var árið sem nú er að líða allgott ár, ef frá er talinn aflabrestur loðnuveið- anna í haust. Ég hef, ásamt öðr- um störfum, sýslað við eigin útgerð sl. þrettán ár og það er ávallt eitthvað sem kemur á óvart í slíkum rekstri, eitthvað sem erf- itt er að spá fyrir um, og þannig var það einnig með loðnuveið- arnar nú.“ IM Margrét Bóasdóttir. Margrét Bóasdóttir, söngkona, Grenjaðarstað: Þetta var múr á milli fólks „Það er þrennt sem mér er hugstæðast af heimsviðburð- unum. Fyrst eru það atburð- irnir í Kína í vor og hryggð yfir hvernig fór. Síðan er það jafn- mikil gleði yfír 9. nóv. þegar hliðin á landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands voru opnuð. Þetta var múr á milli fólks, sem hindraði mannleg samskipti, og það snertir mig á annan hátt en erfiðleikar í efnahagslífí gera. Núna um jólin finn ég bæði fyr- ir von og ótta vegna ástandsins í Rúmeníu. Við eigum nána vini í Rúmeníu og gerum okkur grein fyrir hvað heimurinn er í raun lítill, þegar eitthvað bjátar á þar sem við þekkjum vel til,“ sagði Margrét Bóasdóttir, söngkona, Grenjaðarstað í Aðaldal. Þess má geta að Margrét og maður hennar hafa búið í Þýskalandi í átta ár, þau hafa komið að múrn- um og ferðast um Austur-Þýska- land. „í sambandi við tónlistina hér heima rís hæst að ég söng með Kammersveit Akureyrar 1. des. Exultate Jubilate eftir Mozart, en það er eitt af frægustu verkunum fyrir sólósópran. Þetta er verk sem mig hefur alltaf langað til að takast á við og sú glíma varð mér mjög lærdómsrík og ánægjuleg. Ég vil nefna heimsókn Islensku óperunnar að Ýdölum í október. Hún var dæmi um það sem hægt er að gera þegar allir leggja saman. Síðast, en ekki síst er ég þakklát fyrir að ég og mínir nánustu skul- um vera heilbrigð og hress. Um áramótin í fyrra gerði ég það að nýjársloforði að ég ætlaði í sumarfrí og ég er að hugsa um að reyna þetta aftur, því þetta tókst ekki hjá mér. Nú ætla ég að láta það takast.“ IM Valgerður Sverrisdóttir. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Lómatjörn: „Eftinrnnnilegast þegar við hjónin eignuðumst þriðju dótturina“ „Hvað snertir mig persónulega er merkasti atburðurinn að við hjónin eignuðumst þriðju dótt- urina, heilbrigða og yndislega á árinu. Þetta er dásamleg upplifun, ekki síst þegar mað- ur er orðinn þetta fullorðinn. Ef leyfíst að vera með áróður í áramótaspjalli vil ég koma því til fólks að það fjölgi mannkyninu, eða „rækti þjóð- ina,“ eins og einn aldraður vin- ur minn komst að orði í jóla- korti til mín. Mér eru ofarlega í huga, þegar litið er út fyrir veggi heimilisins, atburðirnir í Austur-Evrópu, einkum Rúmeníu. Ótrúlegt er að þetta sé að gerast svona nálægt okkur, og dapurlegt að byltingin skuli þurfa að kosta svo mörg mannslíf óbreyttra borgara. Á þessu ári upplifði ég það í fyrsta skipti að fara austur fyrir jarntjaldið, þegar ég fór ásamt öðrum þingmönnum á ráðstefnu um umhverfismál í Moskvu. Þetta var ógleymanleg ferð, mér var mikið áfall að sjá hversu allt var frumstætt og í niðurníðslu þar í borg, og gjörólíkt því sem við lánsamir Vestur-Evrópubúar eigum við að búa. Mér leið þann- ig þegar ég steig aftur fæti vestan- megin að það sem við værum að tala um sem vandamál væri lítil- ræði miðað við þessi ósköp. Þó ber þess að geta að mjög vel var tekið á móti okkur eystra af hendi stjórnvalda. Af innlendum atburðum vil ég nefna að mjög vel hefur tekist að bæta stöðu undirstöðuatvinnu- greinanna, bæði gegnum sjóða- kerfið og með því að lækka raun- gengi og raunvexti. í þinginu var veturinn frekar leiðinlegur, fyrst og frCmst vegna þess hversu Sjálfstæðismenn voru ómálefna- legir í stjórnarandstöðu. Mér eru einnig minnisstæð þau mörgu umferðarslys sem urðu á árinu. Hörmulegt er til þess að vita að tfu manns a.m.k. hafa far- ist í umferðinni á Norðurlandi eysta sl. ár. Varðandi næsta ár er megin- málið að takist að semja á skynsamlegum nótum milli aðila á almennum vinnumarkaði. Von mín er sú að þjóðin komist út úr þessu samdráttarskeiði síðari hluta næsta árs, sem von er um ef marka má spá Þjóðhagsstofnunar og annarra sem um það fjalla. Þá má ekki gleyma því að á næsta ári eru sveitarstjórnarkosningar,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.