Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 3
r 111 n i Laugardagur 17. febrúar 1990 - DAGUR - 3 fréttir Jámtækni hf. kaupir Fjölnis- götu 1 á Akureyri - trésmiðjan Börkur flutt í nýtt húsnæði I vetur hefur verið meira um flutning akureyrskra iðnfyrir- tækja innanbæjar en oft áður. Fyrir skömmu flutti eitt af eldri fyrirtækjum í trésmíðaiðn, Börkur, í nýtt húsnæði í Frostagötu 2. Jafnframt keypti Járntækni hf. eldra verkstæð- ishús Barkar. Dagur hafði samband við ann- an eiganda Barkar sf., Guðmund Óskar Guðmundsson, og spurð- ist fyrir um hver væri ástæða flutninganna. „Börkur sf. er stofnaður árið 1970, af mér og Víkingi Antonssyni. Við rákum fyrirtækið sem almennir verktak- ar í byggingariðnaði og verk- Eining: SamiðviðAkur- eyrarbæ í gær I gærmorgun tókust samningar milii Verkalýðsfélagsins Ein- ingar og Akureyrarbæjar um kjör Einingarstarfsmanna hjá Akureyrarbæ. Með þessum samningi er lokið allri samn- ingagerð við Akureyrarbæ vegna allra sérkjarasamninga Einingar og sömuleiðis hefur verið samið við ríkið vegna starfsfólks á Sólborg. Að sögn Sævars Frímannsson- ar formanns Einingar eru samn- ingarnir samhljóða kjarasamn- ingi ASÍ og vinnuveitenda sem gerður var nýlega. í næstu viku verða haldnir fundir með starfs- fólki sem tengist ofangreindum samningum þar sem þeir verða kynntir og bornir undir atkvæði. VG Kjarasamningarnir: biningarmeim samþykkja Félagsmenn í Verkalýðsfélag- inu Einingu í Eyjafirði hafa samþykkt nýgerðan kjara- samning ASI og vinnuveit- enda. A fundi sem haldinn var á Akureyri í gær voru greidd atkvæði í Akureyrardeild og þau talin ásamt atkvæðum félagsmanna í öðrum deildum. Niðurstaða talningar var sú, að 210 félagsmenn samþykktu samninginn, 12 voru á móti og 3 atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Um 120-130 manns sátu fund- inn á Akureyri í fyrrakvöld. Litl- ar almennar umræður fóru fram á fundinum, enda var ítarlega farið í að skýra samninginn og virtust fundarmenn nokkuð sáttir við hann. VG stæðisvinnu til ársins 1986, er rekstrinum var breytt á þann hátt að hluti starfsmanna keypti hlutabréf og fyrirtækinu breytt í hlutafélag, sem heitirTrésmiðjan Börkur hf. Á þessum árum upp- lifðum við bæði góða og erfiða tíma, en reksturinn stóð þó það vel að ekki var ástæða til að leggja starfsemina niður, en við tilbúnir til að gefa fleirum tæki- færi til að spreyta sig með okkur. Reksturinn og vélarnar voru seldar „nýja Berkinum," en við tveir áttum áfram húseignina Fjölnisgötu 1, sem við leigðum Berki hf. fyrstu fjögur árin. í fyrra ákváðu hluthafar Barkar hf. að reisa nýtt verkstæðishús, og því valinn staður á lóðinn Frosta- gata 2. Flutt var í húsið um sl. áramót, en við það losnaði eldra húsrýmið. Það var auglýst til sölu, og gengið til samninga við Járntækni hf. um mánaðamótin janúar-febrúar." Guðmundur Óskar var spurð- ur urn verðið sem fékkst fyrir Fjölnisgötu 1, og kvaðst hann ekki geta sagt annað en að hann teldi það viðunandi fyrir báða aðila. - Járntækni fékk eftirsótta lóð við Hjalteyrargötu á sínum tíma. Var hún yfirtekin eða kom hún á annan hátt inn í þessi við- skipti? „Nei, hún er þessum samning- um alveg óviðkomandi, og ég þekki ekki áform þeirra um hana,“ segir Guðmundur Óskar Guðmundsson. EHB Nú er gaman karlar! Konudaguriim er nk. sunnudag Við bjóðum ineira úrval af blómum og blómaskreytingum en nokkrvi sinni fyrr. Opið í Ilafharstræti laugardag og sunnudag írákl. 09.00-18.00. vrni(iii)! Seljum konudagsblómin í Sunnuhlíð allan laugardagbm frá kl. 10-20. Verslið tímanlega meðan úrvalið er xnest. Blómabúðin Lat il ás Halharstræti 96, sínii 24250. Smmuhlíð 12, sími 26250. sem er þess virði að skoða Ót febrúar bjóðum við '&J* ^ Hamborgara m/frönskum kr. 320 _ y Coke-dós frítt með 2 kjúklingarbita m/frönskum, sósu og salati kr. 500 Coke-dós frítt með Grænmetispítu m/frönskum kr. 305 Coke-dós frítt með AKUREYRI Fundur starfsfólks við Háskól- ann á Akureyri 15. febrúar 1990 mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á framlagi ríkis- sjóðs til stofnkostnaðar vegna sjávarútvegsdeildar. Fundurinn varar við því ábyrgðarleysi sem stjórnvöld sína með aðgerð þessari og áréttar miklivægi Háskólans á Akureyri fyrir byggðastefnu og atvinnu- þróun. Fjölskyldupakkar 2 manna kr. 1000-2 Coke dósir írítt með 3 manna kr. 1500-5 Coke dósir frítt með 4 manna kr. 2000 • 1/2 ltr. Coke frítt með 5 manna kr. 2500 • IV2 ltr. Coke frítt með Niðurskurður fjárlaga: Starfsfólk HA mótmælir Skipagötu 12 Sími 21464'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.