Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. febrúar 1990 - DAGUR - 7 carmina „Okkur fannst Steingrímur J. svolítið afalegur 44 Árið er 1979 og dagurinn 17. júní. Fæðingardagur Jóns forseta Sigurðssonar, en jafn- framt útskriftardagur í Mennta- skólanum á Akureyri. Tugir hvítra kolla á götum bæjarins. Þetta er þeirra dagur, síðasta blaðsíða lokakafla sögu fjög- urra gáskafullra ára í MA. Einn af hvítu kollunum á þess- um 99. útskriftardegi Mennta- skólans á Akureyri er mála- deildarkona, söngkona, hlát- urgefin og ærslafengin Akur- eyrarmær, Erna Hildur Gunn- arsdóttir. „Jú, auðvitað voru þetta skemmtileg ár og eftirminnileg. Ég held ég megi segja að þau hafi verið góð blanda af leik og námi,“ segir Erna þegar hún er beðin að rifja upp menntaskóla- Sjokk að koma í MA „Pað kom aldrei neitt annað til greina hjá mér en að fara í MA. Ég var ákveðin í að fara í háskólanám og menntaskólinn var jú lykillinn að því. Ég neita því ekki að það var út af fyrir sig mikið sjokk að koma þarna inn. Þarna var margt fram- andi og allt í föstum skorðum. Mér til mikillar hrellingar lentum við vinkonurnar ekki í sama bekk á fyrsta ári en fljótlega fékk ég mig flutta yfir í þriðja bekk eff, sem var hreinn stelpubekkur. Þetta var stórskemmtilegur bekkur og er margs að minnast frá þessum fyrsta vetri í skólan- um. Ég get t.d. nefnt að bekkur- inn hélt dagbók yfir hvernig einn kennarinn klæddi sig. Við veitt- um því nefnilega fljótt athygli að samsetning klæðnaðar umrædds kennara, sem ég sleppi því að nefna hér, var það skrautleg að við sáum ástæðu til að halda dag- bók yfir hana. Því miður er þessi ágæta dagbók líklega glötuð.“ Sérstakt samband 3.F og 6.U „Þá er vert að geta þess að 3.F átti í sérstæðu sambandi við hreinan strákabekk, 6U. Ég man einu sinni eftir því að við brutum skólareglur og færðum þeim kampavínsflösku inn í tíma. Þetta má auðvitað alls ekki því að bannað er með öllu að hafa með höndum áfengi innan veggja skólans. Það var þó bót í máli að flöskunni voru gerð skil utan skólans. Ef ég man rétt vorum við að kaupa okkur frið með kampa- vínsflöskunni. Þannig var að einn góðviðrisdag sátu þeir ásam.t Aðalsteini sögukennara undir vegg og létu fara vel um sig. Við stelpurnar sáum okkur leik á borði og helltum úr fullum rusla- dalli af vatni út um gluggann og yfir þá. Okkur þótti verst að taska Aðalsteins varð fyrir stærstu gusunni. Annars litum við mikið upp til strákanna í 6U. Þarna voru for- kólfar í félagslífi í skólanum og þóttu miklir andans menn. Fremst- ur í flokki var Steingrímur J. Sigfússon, núverandi ráðherra, sem við kölluðum afa. Hann var þá þegar orðinn þunnhærður og óneitanlega fannst okkur hann svolítið afalegur. En það var hins vegar engin meinfýsni í því.“ Rafn og Stebbi eftirminnilegir Erna valdi máladeild og lenti í B- bekknum, miklum og annáluðum ærslabekk. Uppátækin á þeim bæ þóttu með eindæmum og mörg- um fannst nóg um. Auk Ernu Gunnars. voru m.a. í B-inu hinir tveir angar „E-tríósins“, Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir, Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður, Friðrik Rafnsson, útvarpsmaður, Einar Kristjánsson, málarameistari, og Gunnar Jóhannsson, rannsókn- arlögreglumaður. „Við höfðum marga eftir- minnilega kennara en af öðrum ólöstuðum vil ég nefna hér tvo, Rafn Kjartansson, enskukennara og Stefán Þorláksson, þýsku- og stærðfræðikennara. Mér fannst Rafn afburða góður kennari og hann varð þess valdandi öðrum fremur að ég kaus enskuna í Háskólanum. Stebbi Þorláks. er ógleymanlegur, ekki síst fyrir all- ar drápurnar sem hann flutti í kennslustundum." Á toppinn með 12-6-12 Flestir sem voru í MA á þessum árum muna eftir Ernu Gunnars. sem einni af þremur söngkonum í hljómsveitinni Hver. Hinar voru áðurnefndar Erna Þórarins. og Eva Ásrún. „Við byrjuðum í Hver í fjórða bekk. Strákarnir í hljómsveitinni höfðu starfað eitthvað saman áður en við duttum inn í hljómsveit- ina. Segja má að boltinn hafi farið að rúlla eftir að við frumfluttum lagið 12-6-12 eftir Bjarna Hafþór Helgason á 1. des. Síðar um veturinn fór fram spurninga- keppnin „Menntaskólarnir mætast“ í sjónvarpinu og það var til siðs að hver skóli sendi skemmtiatriði með sínu liði.“ I gallabuxum, vestum og með karlmannabindi „Tryggvi skólameistari fór þess á leit við okkur að hljómsveitin kæmi fram í sjónvarpssal. Þetta var rnikil upplifun, en ég viður- kenni að við vorum nær dauða en lífi af stressi. Við minnumst þess ennþá að einn sviðsstjórinn gekk fvvEM Svona sá teiknarinn Einar Kristjánsson Ernu fyrir sér í Carmínu ’79, að sjálfsögðu með hljóðnemann á lofti og tilbúna í létta sveiflu!! Nafn: Erna Hildur Gunnarsdóttir Aldur: 30 ára, fædd 24. maí 1959. Stúdent: MA árið 1979 Heimili: Steinahlíð 6b Akureyri Starf: Enskukennari við VMA Maki: Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Barn: Guðmundur Egill Gunnarsson, fæddur 1. janúar 1989 Foreldrar: Lilja Guðmundsdóttir og Gunnar Árnason um í sjónvarpssal með stórt karton sem á stóð „Brosa, brosa", til þess að freista þess að fá okkur að minnsta kosti til að brosa út í annað. Við stöllurnar vorum í þröng- um gallabuxuni, vestum og með karlmannabindi utan yfir vestin. Bindin voru svo breið að það hefði með góðu móti mátt sauma kjól úr þeim.“ Erna Hildur Gunnarsdóttir ásamt syni sínum, Guðmundi Agli Gunnarssyni, sem fæddist á nýársdag 1989, fyrsta barn síðasta árs á Norðurlandi. Mynd: óþh Hver spilaði fyrir dansi á menntaskólaböllunum og á sveita- böllunum á sumrum. Hljómsveit- in var áberandi og hljómsveit- armeðlimir í sviðsljósinu. „Ég skal fúslega viðurkenna að okkur stelpunum og raunar öllum í hljómsveitinni, fannst hreint ekki leiðinlegt að eftir okkur væri tekið," segir Erna og skellihlær. „Árin með Hver voru meiriháttar skemmtilegur tími og óneitan- lega standa þau upp úr í endur- minningunni." Og leiðin lá til Grikklands Margt kemur upp í huga Ernu þegar MA-árin cru rifjuð upp. Vert er að geta hér ferðar fimmta bekkjar til Grikklands haustið 1978. íslenskukennurunum Böðvari Guömundssyni og Sverri Páli Erlendssyni var ætlað það ábyrgðarfulla hlutverk að vera einskonar siðgæðisverðir í ferð- inni en Erna segir að þeir hafi fljótlega uppgötvað að það væri með öllu vonlaust verkefni. „Það skeði margt spaugilegt í Grikklandi. Ég get nefnt að vel metinn tannlæknir hér í bæ gerði sér lítið fyrir og labbaði í gegnum glerhurð og annar núverandi tannlæknir afrekaði ásamt félaga sínum að fara með kodda upp á Akropoiis og gista þar yfir nótt. Þá minnist ég þess að nú vel met- inn lögfræðingur týndi gleraug- unum þegar hann ældi út um glugga á leigubíl! Þetta var engu líkt. Við spiluð- um fótbolia á göngunum á hótel- inu og fyrir vikið var margsinnis hótaó að henda okkur út. Satt best að segja hugsa ég að hafi verið óþolandi fyrir aðra gesti að búa þarna." óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.