Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 20
Loðnan: Bræla var komin á loðnumið- unum fyrir suðaustan land í fyrrinótt og því lítil veiði. A timmtudag var hins vegar besta veður og þá veiddu 18 skip 11240 tonn af loðnu. Guðmundur Ólafur ÓF var á leið til Ólafsfjarðar með 600 tonn í gær og Súlan EA og Örn KE voru bæði á leið norður fyrir land með fullfermi í gær. Loðnunefnd hafði þá borist óstaðfestar fréttir af því að skipin ætluðu til löndun- ar á Siglufirði. Nú hafa í heild veiðst 454 þús- und tonn af loðnu á vertíðinni. Eftir áramót eru komin 400 þús- und tonn á landi og segja má því að síðari hluti vertíðarinnar hafi bætt þann fyrri upp. JÓH Nemendur VMA munu reka útvarp á Opnum dögum í skólanum og hefjast útsendingar kl. 13.00 í dag. Sent verður út í sex daga og geta bæjarbúar hlustað á útsendingarnar á FM 104,9. Mynd: kl Líflegur opinn fundur á Kópaskeri sl. fimmtudagskvöld: Okkur sýnist að KNÞ verði tæpast forðað frá gjaldþroti - sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar „Eg legg til að Byggðastofnun verði flutt til Kópaskers,“ voru orð Jóhanns Helgasonar, bónda á Leirhöfn í Presthólahreppi, á fjölmennum opnum fundi í grunnskólanum á Kópaskeri sl. limmtudagskvöld með alþingismönnum Norðurlands- kjördæmis eystra, fulltrúum Samvinnubankans og Byggða- stofnunar. Til fundarins var boðað vegna alvarlegrar stöðu Presthólahrepps og þeirra miklu erfiðleika sem atvinnulíf á staðnum stendur frammi fyrir. Tilvitnuð orð Jóhanns Helga- sonar voru kannski meira í gamni en alvöru en þó var greinilegt að alvara bjó að baki. Miklar umræður urðu á fundinum og í máli manna mátti greina ugg með stöðu mála. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, talaði mjög tæpi- tungulaust um ástandið í hreppn- um og fannst mörgum heima- manna að óþarfa svartnættis gætti í hans málflutningi. „Okkur sýnist að kaupfélaginu verði tæpast forðað frá gjald- þroti,“ sagði Sigurður m.a. í sinni ræðu. „Sennilega er gjaldþrot nú dýrara og erfiðara en ef það hefði komið til fyrr. Sannast þar að illu er best af lokið.“ Sigurður sagði aðjjegar Sæblik hf. hafi fest kaup á Arna á Bakka ÞH á sínum tíma hafi starfsmenn Byggðastofnunar verið því mót- fallnir. „Engu að síður var í þau kaup ráðist. Fegar upp frá því dæmi var staðið hafði Byggða- stofnun þurft að afskrifa um 24 milljónir króna, en það sem verra var; sveitarfélagið var í fjárhags- legri rúst.“ „Ef við Byggðastofnunarmenn kæmum hér til að segja að fram- undan séu blómatímar, þá vær- urn við að blekkja ykkur og það viljum við ekki gera. Petta svæði líður nú fyrir það ábyrgðar- leysi sem viðhaft var í sambandi við Sæblik hf. og þó sérstaklega þegar Árni á Bakka var keyptur. Af þeim sökum stendur nú sveit- arsjóður uppi með vandamál sem er miklu stærra en svo að það verði leyst af þeim íbúum sem eftir eru í hreppnum, þrátt fyrir að tekist hafi að lækka skuldir og bjarga málum fyrir horn, í bili að minnsta kosti. Slíkt má að sjálf- sögðu aldrei gerast aftur, hvorki hér né annars staðar. Af þessum ástæðum er tómt mál um að tala að sveitarsjóður ráðist á næstu árum í neinar framkvæmdir eða rekstur til að bæta þjónustu við íbúða staðarins.“ Þrátt fyrir þá dökku mynd sem Sigurður dró upp af ástandinu í Presthólahreppi sagði hann þó að ekki væri allt jafn svart. Stærsti nýsköpunarmöguleiki byggðar- lagsins væri fólginn í nýtingu jarðhita. „Núna er nær eingöngu um að ræða fiskeldi en í framtíð- inni gæti fleira komið til. Byggða- stofnun hefur stutt rækilega við bakið á Silfurstjörnunni og þar sýnist okkur hafa tekist betur til en víða.“ Sjá nánar um fundinn á bls. 2. óþh Kaupfélag Eyfirðinga: Höepfner áfram opin - vöruverð lækkað Matvöruverslun KEA að Hafn- arstræti 20, betur þekkt sem Höepfner, verður áfram í full- um rekstri og opnunartími hef- ur verið ákveðinn óbreyttur. Þá verður vöruverð í verslun- inni lækkað, að sögn Björns Baldurssonar, fulltrúa kaup- félagsstjóra á verslunarsviði. Rekstur Höepfner hefur gengið brösuglega um skeið og af þeim sökum var gripið til aðgerða til hagræðingar í rekstri. Starfs- mönnum var sagt upp og áttu uppsagnir að taka gildi um næstu mánaðamót. Þeir hafa nú allir verið endurráðnir. Að sögn Björn Baldurssonar hafa fundist sparnaðarleiðir og náðst hefur að hagræða í rekstri verslunarinnar. Hann segir að vöruverð verði lækkað og eftir lækkun það sama og í kjörbúð í Brekkugötu 1. „Við lækkum vöruverðið og treystum því að það skili sér í aukinni verslun í vaxandi bæjarhluta," sagði Björn. Björn sagði að ekki væri ætlun- in að breyta skipulagi verslunar- innar, NETTÓ-búð í Hafnar- stræti 20 væri t.d. ekki á dagskrá, enda hentaði húsnæðið ekki fyrir slíka verslun. óþh ístess hf.: Starfsmenn á vaktir á ný Starfsmenn fóðurverksmiðj- unnar Istess hf. á Akureyri, eru farnir að vinna á tveimur 8 tíma vöktum á ný en frá því í nóvember hefur einungis verið unnin dagvinna í verksmiðj- unni. Að sögn Einars Sveins Ólafssonar verksmiðjustjóra, hafa þessar vaktir verið settar á vegna aukinnar fóðursölu bæði hér heima og í Færeyj- um. „Það er ekki hægt að segja annað en að útlitið sé bjart hjá okkur og að við sjáum heiðan Kjarasamningarnir og bændur: Mun fleiri lýstu áuægju sinni Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur Stéttarsambands bænda, kynnti bændum á Eyjafjarðarsvæðinu í fyrra- kvöld nýgert samkomulag bænda, vinnuveitenda og verka- lýðshreyflngarinnar sem gert var í tengslum við kjarasamn- ingana. Fram komu nokkrar raddir á fundinum sem lýstu efasemdum með að fórn bænda yrði þeim til góðs en þó var yflrgnæfandi meirihluti fundarmanna ánægður með samningana. Rætt var á fundinum um þá fyrirvara sem eru í samkomulag- inu og þótti mörgum þeir tryggja að ef mál þróuðust á annan veg en gert er ráð fyrir í forsendum kjarasamninganna þá fengju bændur sitt við endurskoðun. Einnig kom sterklega í Ijós á þessum fundi að bændum þykir þetta samkomulag hafa verið stórt skref í þá átt að bæta ásjónu bændastéttarinnar út á við. Þeir sem næst þessari samn- ingagerð höfðu staðið töldu að bændur hafi í tengslum við sámn- ingana nánast verið settir upp við vegg og ekki hefði verið urn ann- að að ræða en gera samkomulag- ið þar sem erfitt hefði verið fyrir bændur að bera ábyrgð á því ef samningar hefðu farið út um þúfur. JÓH himin,“ sagði Einar Sveinn enn- fremur. ístess kaupir loðnumjöl frá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og fékk þaðan 500 tonn um síðustu helgi, á von á 500 tonnum um helgina og öðrum 500 tonnum um næstu helgi. í verksmiðju ístess hf. vinna nú 13 manns. -KK Stjórnun fiskveiða: HaJldór og Jakob á firndi á Akureyri Sjávarútvegsráðuneytið gengst fyrir kynningarfundi á Akur- eyri, um nýtt frumvarp um stjórnun fiskveiða sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á sunnudaginn og hefst kl. 16.00. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra og Jakob Jakobs- son forstjón Hafrannsókna- stofnunar, munu fara yfir frum- varpið á fundinum en á eftir vcrða almennar umræður. -KK Helgarveðrið: Leiðinlegt og ekld ætlað ferðafólki „Þeir sem ætla að ferðast um helgina ættu að gera það í dag,“ sagði Magnús Jónsson veðurfræðingur í gær, en hann spáir ótryggu veðri um helg- ina. „Veðrið verður orðið ansi leiðinlegt hjá ykkur á morgun, víðast hvar verður hvasst og skafrenningur.“ Magnús segir að vindátt verði austlæg í dag sem þýði oft ágætis veður á Akureyri, en hins vegar er hún leiðinleg á annesjum og ættu Dalvíkingar, Ólafsfirðingar og Siglfirðingar að finna fyrir því. I dag má jafnvel búast við snjó- 'komu nteð og því ekkert ferða- veður, eins og Magnús sagði. Á morgun er sömuleiðis búist við snjókomu á Norðurlandi, þó viss möguleiki sé á að austurhluti Norðurlands sleppi. VG 400 þúsund tonn á land eftir áramót

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.