Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1990 kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Ég skal hundur heita ef Dýpið er ekki við þitt hæfi. Stórkostleg kvikmynd Borgarbíó sýnir: Dýpið (The Abyss). Leikstjóri og höfundur handrits: James Cameron. Aðalhlutverk: Ed Harris, Mary Eliza- beth Mastrantonio og Michael Biehm. 20th Century Fox 1989. Einhvern tíma afréð ég að þrýsta skilgreiningar-merkimiða á allar bíómyndir er ég sæi og skrifaði um. En það tók svo upp á heilann að ákveða hvort myndin var reif- ari eða eitthvað annað að ég gafst fljótlega upp á að veita ykkur þessa sjálfsögðu bíóþjónustu. Og nú, eftir að hafa séð Dýpið í ann- að sinn, þakka ég mínum sæla fyrir að þurfa ekki að þrykkja á hana einföldum merkimiða. Dýpið er ástarsaga, svolítið í ætt við Love Story, hún er einnig ævintýramynd náskyld E.T. og síðast en ekki síst spennumynd eins og þær gerast bestar. Ed Harris og Mary Elizabeth Mastrantonio eru hjón. Köfun er lifibrauð þeirra; Harris er kafari en Mary hugsuðurinn, og upp- finningamaðurinn. En það er byrjað að kólna á milli þeirra hjóna þegar myndin hefst, skilnaður stendur fyrir dyrum en margt fer á annan veg en ætlað er. Bandarískur kjarnorkukaf- bátur ferst rétt hjá hreyfanlegri neðansjávarstöð þeirra og þau eru ráðin til að komast að honum þar sem hann liggur á miklu dýpi. Miklir atburðir verða, á yfirborði geisar óveður og neðansjávar heyja hjónin og aðstoðarmenn þeirra baráttu upp á líf og dauða. Óvæntir atburðir verða og ævintýrið tekur á sig mynd. Þessi nýjasta mynd James Camerons hlýtur að teljast hreint tækniundur. Myndin gerist að miklu leyti neðansjávar, birtan er erfið og atburðarásin hröð. Margs konar leikhljóð ýta undir raunveruleika myndarinnar og tónlistin undirstrikar sorg og gleði sögupersónanna og hlýtur að teljast ákaflega vel heppnuð eins og reyndar allt sem við sjá- um og heyrum í Dýpinu. Danmerkur- pistill Borgiii við Sundið Kaupmannahöfn hefur lengi verið tengd sögu íslands og íslendinga. Sagt er að á engum stað utan Þingvalla við Öxará séu fleiri sögustaðir íslenskir en j Kaupmannahöfn. Þúsundir íslendinga hafa búið hér frá því ferðir þeirra hófust hingað, einkum eftir að háskóli var stofnaður árið 1479. Mörgum íslendingum finnst eins og aðí koma heim að koma til Hafnar, þótt þeir hafi aðeins verið hér gestir fáa daga. Þetta er undarlegt þegar þess er gætt að margt varð íslending- um mótdrægt hér í Kaupmanna- höfn. Héðan var íslandi stjórn- að með harðri hendi á mestu hörmungarárum þjóðarinnar, hér höfðu einokunarkaupmenn aðstetur sitt og hingað voru menn sendir í fangelsi fyrir litlar eða engar sakir - þaðan sem fáir áttu afturkvæmt. Þó á þetta sér ef til vill allt eðlilega skýringu. Kaupmanna- höfn varð höfuðborg íslendinga löngu áður en nokkurt þorp myndaðist á fslandi. Glæstar sögur fóru af staðnum, sumar sveipaðar ævintýraljóma. Hing- að leituðu íslendingar til há- skólanáms um aldir og verk- menntun fslendinga er hingað Tryggvi Gíslason skrifar frá Danmörku sótt. Héðan efldist íslensk kaupmannastétt og hér kynnt- ust íslendingar fyrst vellysting- um og munaði Evrópu. Ög svo er Kaupmannahöfn og hefur lengi verið töfrandi borg, auk þess sem Danir eru þægilegt fólk - þrátt fyrir allt. Ráðhústorg, Tívolí, Kóngs- ins nýja torg og Hviids Vinstue, þaðan sem Jónas gekk síðustu ferð sína heim í Sankt Peder- stræde í maí 1845 - allt skipar þetta sérstakan sess í hugum Islendinga, Langalína, þar sem Gullfoss lagðist að, og Litla haf- meyjan, Austurport og Rósen- borgarhöll - og háskólahverfið þar sem spor margra íslendinga hafa legið frá Garði (Regensen) um Stóra kanúkastræti með húsi Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Árna Magnússonar sem brann með bókum og íslenskum hand- ritum í október 1728, að háskól- anum eða að Sívalaturni við Kjötmangaragötu, Köbmager- gade, eins og gatan er nú nefnd - allt er þetta hluti af sögu íslands og íslendinga. Og ekki má gleyma Brimarhólmi, Hólmsins kirkju og Kristjáns- borgarhöll, þar sem áður stóð Bláturn sem hýsti bæði Guð- mund Andrésson og Jón Indía- fara í svartri dýblissu og af eru furðulegar sögur. Og þá er enn ónefnt hús Jóns Sigurðssonar við Austurvegg, andspænis þar sem fyrrum stóð Stokkhúsið, ill- ræmdasta fangelsi í Kaupmanna- höfn - og svo margt annað. Fyrir norðan borgina í Dyre- haven er ennþá að finna Hjart- arkershús, þar sem Vísur íslendinga (Hvað er svo glatt) voru sungnar fyrsta sinn 27da júni 1835, og þar er einnig Pílkristínarölkelda þar sem Eiríkur frá Brúnum/Steinar bóndi undan Steinahlíðum gekk að kaupa sér vant fyrir tvo aura og hitti aftur Þjóðrek biskup og gat því eigi komið til íslands að sinni því við þann mann átti hann skapnaðar erindi. Mörgum sveitardreng ofan af íslandi hefur orðið starsýnt á Kaupinafn í fyrsta sinn. „Á sjálfan höfuðdaginn 29. ágúst, kom ég loks hingað í hvössu norðanveðri og gekk í land hér á hádegi. Stóð frændi (Ög- mundur Sigurðsson, síðar prest- ur að Tjörn á Vatnsnesi) þá á bryggjunni og tók mér báðum höndum og leiddi mig strax til sinna heimkynna gegnum geysi- margar götur og fólki alsettar, svo að ég hugði mig vera annað- hvort í leiðslu eða draumi þar ég aldrei hefði getað rúmað í höfði mér slíkan skarkala, org og ósköp, sem hér í einu umkringdu mig á allar síður," skrifar Tómas Sæmundsson í bréfi til föður síns frá Kaup- mannahöfn 30. ágúst 1827. Nú hefur ferðum íslendinga til Kaupmannahafnar fækkað og leiðir mörlandans liggja víðar. Enn er þó margt eins og væri í leiðslu eða draumi þeim sem fyrst koma hingað til Hafnar, borgarinnar við Sundið, þessarar gömlu höfuð- borgar íslands. P0R5HAMAR HF. Við Tryggvabraut • Akureyri Sími 22700 Fax 27635 DAIHATSU Feroza ’QQ Bíll fyrir þig

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.