Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febrúar 1990 - DAGUR - 5 „Brúarvinnan var heilmikið ævintýri. I þá daga voru skúrarnir ekki komnir til sögunn- ar og því urðum við að sofa í tjöldum. Þessi tjaldbúskapur var mikil lífsreynsla. Tjöldin voru kynt með gömlum stórhættulegum Alladin-ofnum. Ég minnist þcss eitt sumar- ið að við vorum í tjöldum austur í Reykja- dal fram í október. Það sumar smíðuðum við þar tvær brýr og eina í Bárðardal. Brúarsmíði er töluvert frábrugðin húsa- smíði. Þetta er miklu grófari vinna og er að miklu leyti í vatni. Frítíminn í brúarsmíðinni var af skornum skammti. Við unnunr til sjö á kvöldin og síðan var kannski tekið í spil áður en menn lognuðust út af. Unnið var alla daga og aðra hvora helgi. Eitt suntarið vorum við hjónin bæði í brúarvinnunni. Hún kokkaði ofan í mann- skapinn og bjó ásamt annarri ráðskonu og syni okkar í ráðskonuskúrnum. Égsvaf hins vegar með öðrum í vinnuflokknum í tjaldi Yar álitinn brjálaður Árið 1978 hafði heilsu föður Hreiðars hrak- að nokkuð. Hann hafði unt hríð búið félags- búi nteð Eiríki syni sínum. Hreiðar ákvað að hætta hjá Vegagerðinni og vinna fremra við garðyrkjuna á móti Eiríki. Að vísu flutt- ist fjölskyldan ekki frameftir fyrst í stað en fljótlega hófst bygging íbúðarhúss, sem nefnist Skák og stendur skamnrt vestan við Vín. Þeir bræður Hreiðar og Eiríkur ráku sam- an garðyrkjustöðina Laugabrekku urn fimm ára skeið en þá stofnaði Eiríkur garðyrkju- stöðina Grísará en Hreiðar hélt áfram rekstri Laugabrekku í tvö ár. Bygging blómaskála var ekki skyndihug- detta Hreiðars. Hún tók að sækja á hann á þeim árum er hann vann hjá Vegagerðinni. „Ég hafði ætlað mér að ráðast í þessa frarn- kvæmd um það leyti sent ég fór í félagsbúið á móti Eiríki. Áformin frestuðust um fimrn ár, kannski sem betur fer því auðvitað var maður í þá daga illa undir það búinn að byggja stóran blómaskála" Haustið 1983 voru sökklar steyptir og vet- urinn eftir vann Hreiðar að mestu við járn- grind hússins. „Ég get ekki neitað því að ég var hálf ráðalaus þegar ég tók ákvörðun um að fara af stað með byggingu blómaskálans og flest- ir ráðlögðu mér að gleyma þessu. Um vorið 1984 þegar tók að skýrast hversu stór skál- inn yrði hélt fólk að ég væri að verða brjál- aður. Fjölskyldan studdi mig þó þegar ég var kominn af stað og hún sá að ég væri ólæknandi af þessu. Síðar kom á daginn að maður átti rniklu fleiri góða kunningja og vini en mann hafði órað fyrir, sem lögðu á sig ómælda vinnu við að koma þessu upp með mér.“ Hreiðar leggur á það áherslu að sveitarstjórn Hrafnagilshrepps hafi allt frá byrjun sýnt þessu skilning og aldrei hafi 'staðið á ýmsum nauðsynlegum leyfum frá henni Ævintýramennska og óróleiki „Ég held satt best að segja aö hrein ævin- týramennska eða ákveðinn óróleiki hafi ráðið mestu urn að ég fór út í þessa bygg- ingu. Frumteikningar af húsinu og innrétting- urn gerði ég sjálfur en Sigtryggur Stefánsson hannaði burðarþolið. Þetta þurfti allt að vinnast hratt og á kvöldin þegar ég kom heim settist ég niður og rissaði á blað það sem þurfti að gera daginn eftir. Það hjálpaði ntér við að koma þessu af stað að á þessum tíma var lítið unt að vera í atvinnulífinuu og ntörgum fannst að þyrfti að finna upp á einhverju nýju. Þrátt fyrir það var í fáa sjóði að sækja með fyrir- greiðslu. Með hálfgerðum brögðum tókst þó að fá út á gróðurhúsið 800 þúsund kröna lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins. Bankinn minn studdi mig í byrjun en svo fannst honum þelia vua orðið alltof stórt og ekkcrt vit í þessu. Ónóg fyrirgreiðsla gerði mér auðvitað mjög erfitt fyrir og víst er aö ef ég hefði ver- ið skuldsettur þegar ég byrjaði hefði þetta ekki tekist. Jafnframt sýnist mér líklegt að ef ég hefði fengið allan þann pening sem ég óskaði eftir væri ég ekki eigandi af blóma- skálanum í dag.“ Ongþveiti fyrsta daginn Vorið 1984 voru límtrésbitar hússins reistir og eftir það var atburðarásin hröð. Menn unnu nótl sem nýtan dag við að koma skálanum undir þak og undirbúa að taka á móti fyrstu gestunum. Loks rann hin stóra stund upp, opnunar- dagurinn. Fólk streymdi að og greinilegt var að það var forvitið að sjá þetta undrahús með eigin augum. „Skálinn fylltist alveg gjörsamlega fyrsta daginn, það var hrein- lega öngþveiti.“ Hreiðar hafði gengið út frá ákveðnum fjölda gesta í forsendum að byggingu Vínar. Þessi áætlun stóðst ekki, gestirnir urðu fleiri. Hins vegar skildi hver gestur eftir sig færri krónur en hann hafði reiknað með. „Þetta kont mér óneitanlega nokkuð á óvart. En síðar sá ég að í svona rekstri er óraunhæft að ætla miklar tekjur af hverjum gesti. Flestir setjast niður með kaffibolla og meðlæti eða ís.“ Nýtt anddyri á teikniborðinu Blómaskálinn Vín er opinn allt árið en álag- ið er þó fyrst og fremst yfir sumarmánuðina. Þá cr starfsfólki fjölgað og vinnudagurinn langur og strangur, opið kl. 9 að morgni til 23.30 að kvöldi. Á góðum dögum nægja 150 sæti í sal engan veginn. Rekstur Vínar hefur verið með svipuðu sniði frá opnun 1984. Veitingarnar eru sem fyrr stærsti þátturinn. Hreiðar nefnir að áhersla sé lögð á afþreyingu. Yfir vetrar- mánuðina er minigolf á boöstólum og það er síðan fært út á sumrum. Þá hefur stærsta fiskabúr landsins aðdráttarafl. Hreiðar segir að reksturinn hafi verið heldur erfiður á síðasta ári. Fólk hafi greini- lega haft minni peninga á milli handa en oft áður. „En það bendir allt til að þetta ár verði miklu betra í rekstri," bætir hann íbygginn við. Hreiðar segir nauðsynlegt að fjölga sætr um í skálanum til að geta boðið öllum gest- unt sæti á álagsdögum yfir sumarmánuöina. „Það er komið á teikniborðið hjá mér að byggja anddyri og fá þannig meira pláss og skemmtilegri aðkomu að húsinu. Hugsan- lega byrja ég á þessu í haust." Fyrstu árin erfíð Spurningunni um hvort liann myndi óhikað byrja í dag á upphafsreitnum svaraði hann neitandi. „Nei, ég myndi sennilega ekki þora að leggja aftur út í slíkar framkvæmdir og ég niyndi ekki ráðleggja nokkrum manni að l'ara út í nokkuö þessu líkt með jafn lítið fjármagn að baki. Það var þannig fyrsta árið sem ég rak Vin að maður þoröi hvorki aö leggjast til hvílu á kvöldin eða vakna aö morgni. En eftir það fór bankinn aö trua meira á reksturinn og veita mér fyrir- greiðslu. Fyrstu tvö árin voru geysilega erfiö en síðan korn mikiö uppsveitluár 1987. Þaðolli rnanni hins vcgar vonbrigðum hve síöasta ár var þungt. 1 fyrravetur var veöur nær undantekningalítið slæmt um helgar, scm dró mjög úr aðsókn. Vorið kom seint en góður júlímánuður bætti þetta aðcins upp." Hreiðar segir að veöur hafi afgerandi þýðingu með aðsókn. „Veörið verður að vera passlega gott. Heppilegast er ef eru nokkrir skýjabólstrar yfir Vaðlahciðinni. Þá fer fólk síður í sunnudagsbíltúrinn austur fyrir heiði. Hins vegar er best aö hafa sól og blíðu þegar á annað borð er kominn mikill fjöldi ferðafólks á svæðið." Vil sjá þjónustumiðstöð rísa á Hrafnagili Hreiðar segist hafa trú á Hrafnagili og ná- grenni sem ferðaþjónustusvæði framtíðar- innar. „Ég tel að hér eigi að rísa þjónustu- miðstöð fyrir ferðamenn. Ég las grein sl. sumar í Degi þar scm tæpt var á þeirri hug- mynd að ríkið hlutaðist til um aö komið yröi upp þjónustumiðstöðvum á sex eða átta stöðum á landinu. í greininni voru tilgreind þrjú atriði sem þyrftu að vera til staðar á viðkom- andi stað. í fyrsta lagi jarðhiti, í öðru lagi þyrfti hann að vera við veg inn á há- lendið og í þriðja lagi yrði að vera margt markvert að sjá í nágrenn- inu. Hrafnagi! uppfyllir öll þessi skilyrði og ég væri í að leggja stofn- un þjónustumið- stöðvar hér lið.“ Hreiðar er með vélsleðadellu og nýtir allar stundir sem gefast til að þeysa út uin víðan völl á sleðanum sínum. Hann gerir mikið af því að fara í sleðaferðir upp á hálendið og segir að jöklaferðir séu toppurinn. Hreiðar er óhress með samstöðuleysi aðila í ferðaþjónustu. Hann segir að tor- tryggni ferðaþjónustumanna í garð hvors annars sé áberandi. Þá segir hann að stjórn- völd tali á tyllidögum um ferðamannaþjón- ustu sem framtíðaratvinnugrein, en það sé meira í orði en á boröi. Jöklaferðir er toppurinn Eitt er það áhugamál sem Hreiðar segist vera hejllaður af og sé nánast ólæknandi baktería. Bakterían heitir vélsleðar og vél- sleðaferðir. „Segja má að maður sé heltek- inn af þessari dellu og ógjörningur er að losna viö hana. Erfitt er að skýra út hvað er svona heill- andi viö vélsleöana, nema ef væri spennan. Maður veit aldrei nákvæmlega hvernig færið er og heldur ekki hvcrnig snjórinn liggur. Það er ólýsanlegt að þeysa um snjóbreið- urnar í sól og blíðu. Maður byrjaði smátt, en hcfur síðan brölt upp á við í þessu." Hreiðar segir að hér á árum áður hafi hann haft gaman af veiði. en atvinnan geri þaö að verkum að engar frístundir gefist yfir sumariö. Hins vegar sé auðveldara að finna frítíma yfir vetrarmánuöina og því falli vél- sleðadellan vel að vinnunni. Einn mikilvægur liöur í vélsleðasportinu er félagsskapurinn. Hreiöar segir að mynd- ast hafi samheldinn hópur vélsleðamanna sem þeysi um fjöll og firnindi og inn á há- lendiö. „Toppurinn er aö komast inn á jökla. Þar er spennan mest," segir hann. „Jöklaferöir geta vissulega verið rnjög hættulogar og því er nauðsynlegt að í þær fari ekki færri en fjórir saman." Hef gaman af vondum veðrum Fáar konur stunda vélsleðaíþróttina og segir Hreiðar aö válynd veður kunni að skýra það aö nokkru le-yti. „Maður kemst ekki hjá því að lenda einhverntímann í vondum veðrum upp á hálendinu. Tilfellið er að ntaður kynnist vélsleðamönnum fyrst í vitlausu veöri fjarri byggð. Þá kemst rnaður að raun um hvort menn hafi þörf fyrir þá spennu sem þessu fylgir. Ég veit dæmi þess að menn hafi lent í miklum hrakningum og ekki snert á vélsleðunum eftir þaö. Satt best aö segja hef ég gaman af vond- um veðrum og af þeim sökum er maður kannski of kærulaus með að leggja í hann í slæmu veöri. En grundvallaratriöi er að vera alltaf meö allan hugsanlcgan búnað, átta- vita, lóran, talstöð, tjald, álpoka og fleira. Slys geta alltaf oröið og það er mikilvægt að gcta látið vita af sér og óskað cftir hjálp ef á þarf að halda.“ Nafli alhcimsins í Laugafelli Síöastliöið haust flutti hópur vélsleðamanna skála inn í Laugafell. „Það er mikilvægt að hafa þarna upphitað hús. Laugafell er að áliti margra vélsleðamanna nafli alheimsins. Þaðan er stutt á alla staði, hvort sent förinni er heitið á Hofsjökul eða Hveravelli." Nokkrir áhugasamir menn tóku sig til og byggðu skálann. „Mál æxluðust þannig að við fengum æskuheimili mitt í Laugabrekku til niðurrifs og nýttum úr því það sem nýti- legt var en brenndum restina. Við byrjuðum af krafti á skálanum í júlí og fluttum hann tilbúinn inneflirsl. haust." Skálinn varskírður Hjörvarsskáli í höfuð- ið á Angantý Hjörvari Hjálmarssyni, kennara á Hrafnagili. Hreiðar segir að ann- að nafn hafi vart komið til greina því nafn Angantýs Hjörvars sé svo nátengt allri upp- byggingu inn í Laugafelli. Sem dæmi sé sundlaugin þarna innfrá mikið til hans verk og sama gildi um hitaveituna. Þegar hér var komið sögu var langt liðið á kvöld og einungis ómur frá ísvélinni rauf kyrrðina í Vín. Lokaspurningin til Hreið- ars, öðru nafni Kugga, var sú hvort hann teldi að eftir 10 til 15 ár yrði hann í sömu sporum; að afgreiða blóm, kaffi, vöfflur og ís í Blómaskálanum Vín. „Ég held ég geti lofað því, það er að minnsta kosti ekkert sem bendir til annars. Það er orðið stolt manns að halda skálanum opnum og tarnir sem þessum rekstri fylgja henta mér vel.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.