Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1990 Almennur fundur heimamanna með þingmönnum og fleirum á Kópaskeri sl. fimmtudagskvöld: „Vona að fundurinn sé upphaf að betri tíð í Presthólahreppi“ - sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti jFundurinn á Kópaskcri hófst um kl. 19 og stóð til miðnættis. Fundurinn var vel sóttur og málefnalegar umræður. Mynd: óhþ „Ég vona að þessi fundur verði upphafið að betri tíð í Prest- hólahreppi.“ Þetta voru loka- orð Ingunnar St. Svavarsdótt- ur, oddvita Presthólahrepps, á opnum fundi hreppsbúa með þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra og embættis- mönnum á Kópaskeri sl. fimmtudagskvöld. Fundurinn var vel sóttur og tóku margir til máls, bæði heinta- menn og gestir. Vandamálið sem byggðarlagið stendur frammi fyr- ir er stórt og umræðuefni fundar- ins því víðfeðmt og snerti marga málaflokka. í framsögu sinni sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti, að atvinnuástand væri með versta móti sem stendur. Vegna hráefn- isskorts væri hvorki rækjuvinnsla né saltfiskverkun starfrækt um þessar mundir og það leiddi óneitanlega hugann að byggða- kvóta. Hún sagði að kaupfélagið á staðnum væri að lognast út af. Uppsagnir hefðu tekið gildi og þónokkrir misst atvinnuna. Hún sagði að ljósið í myrkrinu væri stofnun tveggja fyrirtækja, Tré- lits sf., sem veitt hefði 6-7 manns atvinnu síðan fyrir jól og Véla- verkstæðis Hauks Oskarssonar, sem veitir 3-4 mönnum atvinnu. Fram kom hjá Ingunni að mikillar óvissu gæti með framtíð verslunar á staðnum, en síðustu mánuði hefur Kaupfélag Þingey- inga séð um þann rekstur. „Spurningin er hvort hægt væri að fá skýrari línur með framtíð kaupfélagsrekstursins. Hvað verður eftir, ef af gjaldþroti verður. Okkur finnst vera meira en tímabært að fá þetta á hreint,“ sagði Ingunn. Hún sagði að þrátt fyrir núver- andi svartnætti í atvinnumálum á Kópaskeri missti fólk ekki kjark- inn og þar væri öflugt félagslíf. Hún nefndi að í hreppnum væru starfandi 12 félög. Þá nefndi Ingunn að þessa dag- ana væri verið að koma á fót dagvist fyrir aldr^ða þrisvar í viku, í samstarfi við Dvalarheim- ili aldraðra í Þingeyjarsýslu. „Við eigum okkur draum um hitaveitu. Það mun kosta okkur um 50 milljónir króna að koma hitaveitu í gagnið í samstarfi við Öxfirðinga. Það er sárt til þess að vita að héðan flyst fólk meðal annars til þess að lækka heimilis- útgjöld og fer til staða þar sem kyndingarkostnaður er lægri á meðan við þurfum 40-50 sekl af 97 gráðu heitu vatni upp úr Selja- landsholunni sem við eigum okk- ar hlut í hér fyrir botni Öxarfjarð- ar. Sveitarfélagið hefur ekki bol- magn til að ráðast í þessa fram- kvæmd óstutt," sagði Ingunn. I lok ræöu sinnar sagði Ingunn að þrátt fyrir gott mannlíf á Kópaskeri þrifist þar enginn án fjölbreyttra atvinnutækifæra. Hún lagði og áherslu á að efla þyrfti samvinnu milli sveitar- félaga, m.a. í sláturhúsamálinu og úrvinnslu á eldisfiski. Lokaorð Ingunnar voru eftir- farandi: „Ef máltækið sem hljóð- ar svo „þegar neyðin er stærst er hjálpin næst“ reynist satt, þá gæti ég vel trúað að verðlaunavísan á þorrablótinu okkar reyndist líka sönn: Brátt við heyrum kópa káta kyrja nýjan þorrabrag. Ei þeir hyggja undan láta ögn þó blási um þeirra hag. Garðari Eggertssyni var tíð- rætt um gjaldþrot Arlax hf. og stöðu þess fyrirtækis nú. Hann sagði að búið væri að leggja í 60- 170 milljóna króna fjárfestingu á Kópaskeri og til þess að ljúka uppbyggingu stöðvarinnar þar þyrfti viðbótarfjármagn. Hann nefndi að orðað hafi verið sam- starf aðila á Fáskrúðsfirði við þrotabú Árlax og áætlanir þar að lútandi lagðar fyrir Byggðastofn- un. Hins vegar hefðu engin svör borist. Garðar sagði að krefja yrði stjórnvöld svara um það hvert hlutskipti Kópaskersbúa ætti að vera í nýrri byggðastefnu. Hann sagði að á meðan engin svör bær- ust væri ekki von til þess að nokkrum manni dytti í hug að fjárfesta í hvorki laxeldi né öðru á Kópaskeri. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði að eins og fram hefði komið væru málefni nokkurra byggðarlaga til skoðun- ar í ríkisstjórn, Byggðastofnun og hjá Atvinnutrygginga- og Hlutafjársjóði. Kópasker væri einn þeirra staða. Hann fullviss- aði fundarmenn um að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að snúa þróun mála við og ekki yrði staðar numið fyrr en viðhlítandi lausn finndist. Guð- mundur sagði að Kópasker hefði orðið útundan í björgunaraðgerð- um stjórnvalda á síðasta ári í gegnum áðurnefnda sjóði, en ástæðuna mætti e.t.v. rekja til þess að þar væri ekki eitt atvinnu- fyrirtæki öðru fremur sem gæti talist burðarás. Guðmundur varpaði því m.a. fram að ástæða væri til að huga í ríkari mæli að samvinnu sveitar- félaga á NA-svæðinu og það sama gilti um mörg önnur svæði landsins. í máli Halldórs Blöndal, alþingismanns, kom fram að samgöngumál væru mikilvægur þáttur í að snúa við öfugþróun í byggðamálum. Hann upplýsti að Gefla hf. væri með umsókn á borði Hlutafjársjóðs og ekki væri hægt að trúa öðru en að sjóður- inn og Byggðastofnun myndu í sameiningu leggja málinu með einhverjum hætti lið. Halldór sagði nauðsynlegt að nýta húsnæði sláturhússins á staðnum með einum eða öðrum hætti. Hann varpaði þeirri spurn- ingu fram hvort ekki væri ástæða til að skoða einhverskonar niðursuðu í því sambandi Landbúnaðarráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, sagði að na- svæðið hefði orðið mjög illa úti í samdrætti í landbúnaði, einkum sauðfjárframleiðslu á undanförn- um árum. Hann sagðist telja að þau svæði sem stæðu höllum fæti í byggðalegu tilliti, eins og NA- svæðið, ættu að hafa forgang í sauðfjárframleiðslu. Slíkri stýr- ingu hefðu forsvarsmenn bænda hins vegar verið nokkuð tregir að koma á og inætti að ýmsu leyti skilja það. Ráðherra vék að sláturhúsa- málinu og sagði orðið mjög brýnt að hagsmunaaðilar á NA-svæðinu kæmu ser saman um sameigin- lega niðurstöðu og hún þyrfti að Iiggja fyrir sem allra fyrst því lítill sem enginn tími væri til stefnu. Anna Helgadóttir sagðist telja að rót vandans væru stjórnvalds- aðgerðir. Með markvissum hætti væri stefnt á borgríki við Faxa- flóa og um leið verið kerfisbundið unnið að því að draga allan þrótt úr landsbyggðinni. Jón Grímsson ræddi um rann- sóknir Orkustofnunar-manna á setlögum í Öxarfirði og niður- stöður þeirra sem ótvírætt bentu til þess að þarna væri lífrænt gas, ekki ósvipað og á olíusvæðum. Hann vitnaði til skýrslu sem Jarð- hitadeild Orkustofnunar hefði í apríl sl. sent til Iðnaðarráðuneyt- is þar sem fram kæmi sú skoðun að nauðsynlegt væri að fylgja þessum gasfundi eftir með ítar- legri rannsókn, ekki síst vegna þess að slík rannsókn gæti haft þýðingu fyrir mat manna á líkum þess að olíu- eða gaslindir sé ein- hversstaðar að finna í þykkum setlögum undan Norðurlandi. í ljósi þessa sagði Jón óskiljan- legt að þessu máli hefði ekki ver- ið gefinn neinn gaumur og engu líkara væri en þetta væri feimn- ismál. Hann lét í ljós þá von að fjárveitingavaldið brygðist skjótt við og veitti fjármunum til þess- ara rannsókna. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði að á sl. sumri hefðu þingmenn kjör- dæmisins í bréfi til orkumála- stjóra óskað eftir að þetta mál yrði skoðað. Hann upplýsti að málið hefði síðan farið rétta boðleið á borð fjárveitinganefnd- ar en ekki hefðu fundist fjármun- ir þetta árið til rannsókna. Guð- mundur sagðist telja að ekki væri um svo háar fjárhæðir að ræða, sem samkvæmt rannsóknaráætl- un væru ætlaðar á þessu ári til þessa verkefnis, að Örkustofnun ætti að geta af sinni fjárveitingu lagt málinu lið. Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, sagði að breyta þyrfti hugsunarhætti í þjóðfélaginu og með samstilltu átaki yrði að snúa við þeirri öfugþróun í byggða- málum sem hvarvetna blasti við í landinu. Hann sagði stjórnvöld- um bera skylda til að bregðast við vanda Kópaskers og annarra byggða sem ættu við svipaðan vanda að etja. Málmfríður Sigurðardóttir, alþingismaður, sagði að þrátt fyr- ir mikla erfiðleika mætti ekki missa sjónar af því að Presthóla- hreppur og NA-svæðið ætti miklar auðlindir. Hún nefndi heita vatn- ið og nýtingu þess í fiskeldi og æðarvarpið. Málmfríður benti á að atvinnuleysi á landsbyggðinni kæmi verst við konur og þess vegna hefði Kvennalistinn lagt til stofnun sérstakrar kvennadeildar við Byggðastofnun. Skólastjóri grunnskólans á Kópaskeri, Pétur Þorsteinsson, sagði að Byggðastofnunarmenn þyrftu ekki að gera sér ferð norð- ur í land til þess að segja heima- mönnum ítarlega frá hversu mik- ið hefði fækkað fólki á svæðinu á undanförnum árum. Hann beindi þeirri spurningu til fulltrúa Byggðastofnunar hvort stofnunin hefði hugað að stuðningi við fjar- vinnslustofur á landsbyggðinni. í svari Sigurðar Guðmunds- sonar kom fram að Byggðastofn- un hefði komið að því máli, t.d. á Selfossi, Vík í Mýrdal og nú síð- ast á Hvammstanga. óþh Kópasker: Áskorun sem samþykkt var á ftmdinum „Almennur fundur hreppsbúa Presthólahrepps með þing- inönnum kjördæmisins ásamt embættismönnum haldinn á Kópaskeri 15. febrúar 1990 beinir þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar og Byggðastofn- unar að leitað verði allra leiða í samráði við heimaaðila til að renna styrkum stoðum undir atvinnulíf í hreppnum á ný. Er þar fyrst og fremst átt við framleiðslugreinar, sem eru og eiga að vera kjölfesta byggðar- innar, en hafa oröið fyrir þung- um áföllum. Fundurinn telur að hér sem annars staðar sé fjölbreytni í atvinnulífi forsenda l'yrir stöð- ugri búsetu og hér dugi því eng- in ein aðgerð, heldur þurfi að huga að öllum möguleikum og sem bestri nýtingu á þeim mannvirkjum, sem fyrir eru: 1. Vinna þarf að því að útvega aukinn kvóta, bæði rækju- og bolfiskkvóta, til að skapa sjávarvinnslufyrirtækjum á staðnum rekstrargrundvöll og möguleika á að halda uppi stöðugri atvinnu. Vel mætti hugsa sér að leysa þau mál í tengslum við aðgerðir á Þórshöfn. 2. Matfiskeldinu á Kópaskeri verði komið á legg á ný, í tengslum við þær aðgerðir sem eru í farvatninu í seiðaeldinu í Ártungu í Kelduhverfi. Reyk- ing cldisfisks verði endurvakin á staðnum. 3. Tryggt verði að sú aðstaða og fjárfesting sem liggur í slát- urhúsinu á Kópaskeri verði nýtt til slátrunar og/eða úrvinnslu sauðfjárafurða, þannig að það skapi sem inesta atvinnu árið um kring. 4. Byggðastofnun verði falið að aðstoða heimamenn við undirbúning og stofnun alhliða matvælavinnslufyrirtækis, sem m.a. geti nýtt og unnið úr sauðfjárafurðum og eldisfiski. 5. Gripið verði til sérstakra ráðstafana til að bæta stöðu sveitarfélaga eins og Presthóla- hrepps, sem standa höllum fæti, vegna undangenginna áfalla í atvinnu- og byggðamálum. 6. Fundurinn skorar á fjár- veitingavaldið að veita fé til að áætlun um rannsókn á auðlind- um í jörðu í Öxarfirði sern starfsmenn Orkustofnunar gerðu í apríl 1989 verði hrint í framkvæmt nú þegar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.