Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1990 Hreiðar “Kuggi“ Hreiðarsson, eigandi Blómaskálans Vínar í Eyjafirði greinir frá veitingarekstri, brúarsmíði, vélsleðum og ýmsu öðru „Við erum verslunarstjórar, auglýsingastjórar, sjáum um blómaverslun, veitingarekstur, bensínsölu og guð má vita hvað. Svo hafa krakkarnir okkar lagt sitt af mörkum og unnið hér baki brotnu.“ Þórdís Bjarnadóttir og Hreiðar Hreiðarsson. Myndir: kl Hann átti sér draum og lét hann rætast. Það kostaði margan svitadropann en með mikilli þrautseigju var langþráðu takmarki náð sumarið 1984, þrátt fyrir þá trú margra að draumurinn byggðist á ofurmannlegri bjartsýni. Hreiðar Hreiðarsson, oftast nefndur Kuggi í Skák, lét allar hrakspár sem vind um eyru þjóta og opnaði fullskapað hugarfóst- ur, Blómaskálann Vín við Hrafnagil. Tæpra sex ára braut blóma- skálans hefur oft á tíðum verið þyrnum stráð en hann hefur smám saman skapað sér nafn og eigandinn er bjartsýnn á framtíðina. Helgarblað Dags rekur að þessu sinni garnir úr Hreiðari um Vín, ferðamannaþjónustu, brúarsmíði, vélsleða og fleira. „Þetta er auðvitað mjög erilsamt, ekki síst vegna þess að reksturinn mæðir mest á okk- ur hjónunum. Við erum verslunarstjórar, auglýsingastjórar, sjáum um blómaverslun, veitingarekstur, bensínsölu og guð má vita hvað. Svo hafa krakkarnir okkar lagt sitt af mörkum og unnið hér baki brotnu. Án þeirra hefði þetta verið afar erfitt. Segja má að 70% af rekstrinum sé veit- ingasala. Blómin hafa haldið sínum hlut en óneitanlega hefur þrengst um á þeim mark- aði. Fólk sem lítur hér við kaupir mest kaffi og brauð. Þá er ísinn alltaf vinsæll og vin- sældir hans fara vaxandi," segir Hreiðar þegar ég bið hann að segja mér í stuttu máli frá starfsemi Vínar. Blómaskálinn Vín er við Hrafnagil í Eyjafirði, aðeins nokkrum kílómetrum sunnan Akureyrar. Hreiðar telur staðsetn- inguna góða og vill álíta að slíkur rekstur gangi ekki á Akureyri. „Ég tel það vera minn styrk að vera fyrir utan bæinn. Akur- eyringar vilja setjast upp í bílinn og fá sér kaffi út í sveit. Ef eitthvað er hugsa ég að í framtíðinni verði Vín of nálægt Akureyri." Fékk garðyrkjuna í æð Hreiðar er fæddur og uppalinn spölkorn frá Hrafnagili, í Laugabrekku, sem tilheyrir Kristnestorfunni. „Maður eyddi öllum sín- um æskustundum í kringum hælið, sem kannski var ekki mjög aðlaðandi leik- svæði," segir hann og brosir. Foreldrarnir heita Hreiðar Eiríksson og Ragnheiður María Pétursdóttir. „Pabbi er með þeim fyrstu sem útskrifuðust með garð- yrkjupróf frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Peg- ar hann kom norður tók hann land á leigu og byggði á því tvö gróðurhús. Maður reyndi að hjálpa til og fékk því garðyrkjuna fljótlega í æð.“ Hreiðar fékk sem smápolli það sérkenni- lega gælunafn Kuggi. Ekki segist hann vita hvernig á þessari nafngift stóð, en hann hafi heyrt að pabbi hans hafi fyrstur byrjað að nefna hann þetta. Til gamans má geta þess að í Menningarsjóðsorðabókinni er orðið kuggur gefið og merking þess lágvaxinn gildur maður. Sú merking á hins vegar ekki með réttu við spengilegan Kugga, eiganda Vínar. Sveinspróf í húsgagna- og húsasmíði Á unglingsárunum vann Hreiðar með skólanum á vinnustofu SÍBS í Kristnesi og 16 ára gamall hóf hann að læra þar hús- gagnasmíði undir handleiðslu Friðriks Kristjánssonar frá Tjörnum. Leiðin lá síðan í Iðnskólann þar sem lokið var við bóklegt nám í húsgagnasmíði. „Málin þróuðust þannig að ég hætti fljótlega í húsgagnasmíð- inni og Sveinn Jónsson í Kálfsskinni réði mig í húsasmíðar. Á þessum tíma tók að halla undan fæti í húsgagnasmíði í landinu auk þess sem mér fannst ég frekar vera á réttri hillu í húsasmíðinni. Ég eignaðist marga og góða félaga í vinnuflokknum hjá Sveini. Stærsta verkefn- ið var smíði skólans hér á Hrafnagili. Ég fór á samning hjá Sveini og þurfti ekki nema tvö ár ofan á sveinspróf í húsgagnasmíðinni til þess að ljúka sveinsprófi í húsasmíði. Síðar náði ég mér í meistararéttindi í fag- inu." Med Alladin-ofna í brúarvinnu Eftir þrjú ár hjá Sveini, sem Hreiðar kallar „alveg stráheilan kall", lá leiðin til Akureyr- ar. Par rugluðu þau Hreiðar og Þórdís Bjarnadóttir kona hans saman reitum og festu kaup á íbúð. Hreiðar fékk vinnu sem flokksstjóri hjá Vegagerðinni við brúar- smíði og skúrasmíði á vetrum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.