Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 17
I Laugardagur 17. febrúar 1990 - DAGUR - 17 efst f hugo Engin æsifrétta mennska hér Hugtökin jákvætt og neikvætt eru oft viö- höfö um fjölmiðlun og þá sérstaklega hið síöarnefnda. Fjölmiðlar eru sakaöir um aö greina aöeins frá gjaldþrotum og öör- um miður skemmtilegum atburöum í þjóðlífinu en láta þess ógetiö sem vel er gert. Viö sem störfum hjá fjölmiðlum verðum auðvitað að skoöa gagnrýni af þessu tagi og ganga úr skugga um hvort hún eigi viö rök að styðjast. Kröfuna um hlutlausa fréttamennsku veröur að virða svo fólk missi ekki allt traust á fjölmiðlun- um, en á hinn bóginn getum við ekki ráð- ið því hvort einstök mál séu í eðli sínu neikvæð eða jákvæð. Gjaldþrot fyrir- tækja geta aldrei verið jákvæð en okkur er skylt að greina frá þeim gjaldþrotum sem við fréttum af. Á sama hátt er okkur skylt að geta þess þegar fyrirtæki ganga vel eða koma með merkilegar nýjungar, en af einhverjum ástæðum fréttum við mun sjaldnar af slíkum atburðum. Ætli almenningur telji fréttir ekki vera fréttir nema þær séu neikvæðar? Dagur er háður lesendum sínum í sambandi við efnisöfiun. Blaðamenn leita frétta um allt Norðurland og fá líka stundum upphringingar eða ábendingar. Þannig fæðast fréttirnar. Að sjálfsögðu vakir það ekki fyrir okkur að smjatta á einhverjum hörmungum eða bágindum og við tökum jafn fúslega við fréttum burtséð frá því hvort þær teljast góðar eða slæmar. Blaðamaður sem kominn er með ákveðið mál í hendurnar vinnur úr því og skýrir frá staðreyndum. Þetta virðast ekki allir skilja. Stundum rjúka menn upp og kenna blaðamanni um orð sem höfð eru orðrétt og innan gæsa- lappa eftir nafngreindum viðmælanda. Þeir segja jafnvel upp blaðinu vegna þess að þeir eru ekki sáttir við einhver ummæli sem þar birtast. Ég get auðvitað aðeins talað fyrir munn blaðamanna Dags þegar ég segi að við höfum frjálsar hendur í fréttaflutn- ingi. Okkur er ekki fyrirskipað að ráðast á neinn eða hlífa öðrum, aðeins að upp- lýsa lesendur um þaö sem er að gerast í kringum okkur. Þessu virðist öfugt farið t.d. á DV. Það er engu líkara en að fréttastefna blaðsins sé í því fólgin að ráðast á íslenskan landbúnað. Ég er hræddut um að það yrði sprenging ef Dagur færi að birta svipaðar „fréttir" um ákveðna atvinnugrein, s.s. lögfræöi eða tannlækningar. Sem betur fer þurfum við ekki að þola slík höft. Þið getið litið á fréttir Dags í vikunni sem er að líða. Þær koma úr ýmsum áttum og eru meira að segja langflestar jákvæðar. Auðvitað fréttum við ekki af öllu sem er að gerast, en þar geta lesendur komið til hjálpar og bent okkur á hvaö er á seyði. En nú er rýmið á þrotum og læt ég staðar numið. Stefán Sæmundsson. TIL SÖLU EÐA LANGTÍMA LEIGU Fyrsta flokks skrifstofuhúsnæði Staðsetning: Húsnæðið er á 2. hæð, að austan í Tryggvabraut 22. Góð aðkeyrsla að sunnan og norðan (snjóbræðslu- kerfi) og næg bílastæði, laus við þrengsli miðbæjarins og aðkeyrsluvandamál Glerárgötunnar. Að innan: Húsnæðið er allt nýinnréttað. ★ Stærð, um 170 m2 að innanmáli og 200 m2 með sameign. ★ Lýsing, vönduð niðurhengd Ijós. ★ Gott andrúmsloft, slitsterkur nýr linoliumdúkur á mestum hluta gólfflatar. ★ Tengingar, rafmagns- og tölvulagnir í veggstokkum, sér tengi fyrir tölvur. ★ Bjart húsnæði, opið, útsýni út fjörðinn, rúmgóð kaffistofa (og bakarí á neðri hæðinni), steypt skjalageymsla með hillum. ★ Innifaldir nokkrir lengdarmetrar af áföstum beykifráleggs- borðum í vinnuhæð og álrimlagardínur eru fyrir öllum gluggum. ★ Tengt símakerfi getur fylgt með. Verð og greiðslukjör: Verð er undir framreiknuðu kostnaðarverði. Langtíma greiðsluskilmálar eru vel til umræðu. Nánari upplýsingar veita: Valtýr og Gunnar í síma 26600. Ijósvakorýni Stephan G. Stephansson kvað: Bundinn gestur að ég er allra best ég gleymi þegar sest á sumri hér sól í Vesturheimi. Næstu vísu orti Sveinn Hannesson. Tilefnið virðist liggja ljóst fyrir. Hafði ungur hóf við Svein. Hreyfðu ei þungum nótum. Eiturslunginn á hann flein undir tungurótum. Pá koma þrjár gamanvísur eftir Ólínu Jónasdóttur. Endurfundir: Peim hefur verið þörfað sjást, þrá í æðum blossar. Skyldu þeir í ætt við ást allir þessir kossar. Lækningin: Ást ei fipast enn sitt starf, úr þér hripar gigtin og í svipan einni hvarf árans piparlyktin. Piparsveinninn: Öruggt rennir út á svið, unaðs kennir sálin. Hann er enn að álpast við ásta- og kvennamálin. Halldór Friðriksson mun hafa kveðið þessa vísu í sjúkra- húsi. Hann var frá Helgastöð- um í Reykjadal: Svefns á vængjum víða fer, verður Ijúft að dreyma ef í blundi birtast mér brekkurnar mínar heima. Þóra Sigurgeirsdóttir er síðar bjó að Hrappsstöðum í Kinn, orti þessa 14 ára að aldri: Roðna fjöll í árdagseldi ymur loft af fuglasöng. Par sem ríkir vorsins veldi verður engum nóttin löng. Baldvin skáldi kvað: Reykjadalur reynist skárst rauna sviptur trega. Par er heilög hjónaást haldin allavega. Baldvin stóð að slætti er þessi vísa varð til: Grundu á er gott að slá gilið háa viður. Fagurbláum fyrir Ijá falla stráin niður. Þessi ágæta vísa er eftir Jóhann Ólafsson í Miðhús- um. Proskun andans má sín mest, metum land og framann með að vanda verk sem best vinna og standa saman. Jón Jónsson Skagfirðingur kvað: Ég vil heyra hetjuraust helst það léttir sporin þess, sem yrkir undir haust eins og fyrst á vorin. Páll Jónsson á Laugum sá pilt og stúlku sitja saman á mið- stöðvarofni og vísa varð til: Unga parið eitt ég sá áðan, hvar það tafði á meðan vermdist heitum ofni á ást, sem hafði kólnað neðan. Á hundavaði, heita þessar vísur Torfa Guðlaugssonar: Hálfa ævi heilann braut hvort af leiddi skaði, áfram þó ég eins og naut æddi á hundavaði. Og þegar lífs ég lít um veg líst mér einfalt svarið. Á hundavaði hefi ég helming leiðar farið. Pó að fúinn fari knör finnst mér lítill skaði eða lúinn Ijúki för lífs á hundavaði. Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík Þá koma heimagerðar vísur. Á fjörugum dansleik: Víst er rétt að varast má viðbrögð glettin fríðra svanna en hér er létt að hrasa á hálublettum freistinganna. Á leiðinlegum félagsfundi: Daufur finnst mér fundurinn, fáir menn og kerling ein, enda hímir andi minn eins og dróg við hestastein. Jón Rafnsson orti er hann fór um Meyjarskarð að vorlagi: Oft á mínum vegi varð visin jörð og lítil spretta. Margoft fór ég meyjarskarð miklu gróðursælla en þetta. Næstu vísurnar þrjár kvað Haraldur Zophoníasson. Þorri. Sýndi veðra dillidans dróttum, þorri góður. Festi í vitund frónbúans fagran minjagróður. Þíðviðri. (Sléttubönd.) Sjatna fannir, geislagamm geysa vorið lætur. Vatnahrannir falla fram. Frerasporið grætur. Veðurbreyting. Brugðið er átt til betra veðurlags. Blíður er svipur þessa maídags. Góðviðrisblika vefur himins höll. Hýrvindar blása vestur yfir fjöll. LAHDSBANKI í S L A N D S NÁM A-N NÁMU NÁMSSTYRKIR Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki sem veittir verða NÁMU-félögum. á’i Einungis aðilar að námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, NÁMUNNI, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. B Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁM- UNNI fyrir 15. mars 1990, eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. B>i Hvor styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur og verða þeir afhentir í byrjun apríl 1990. gj Umsóknir er tilgreini námsferil, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka ís- lands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. B.HB Umsóknir sendist til: Landshanki íslands, Markaðssvið, b.t. Ingólfs Guðmundssonar, Austurstrœti 11, 155 Reykjavík. Náman er nafn á heildarþjónustu Landshanka íslands, sem er sér- staklega sniðin að þörfum námsfólks. Allir námsmenn 18 ára og eldri eiga rétt á að sœkja um aðild að þessari þjónustu. t NÁMUNNl er nú m.a.: - Einkareikningur með yfirdráttarheimild, 3 ókeypis tékkhefti, einkareikningslán o.fl. - Kjörbók, háir vextir, ekkert úttektargjald efkeypt eru verðbréf. - Visa-kort strax við upphaf viðskipta. - Námslokalán, allt að 500.000,-, lánstimi allt að 5 ár, viðtal við bankastjóra óþarft. - Ráðdeild, þjónusturit Landsbankans, ókeypis áskrift. - Filofax-minnisbók, ókeypis eftir 6 mánaða skilvís viðskipti. - Slyrkveiting, tveir styrkir á hverju ári. - Dreifing og móttaka gagna fyrir Lánasjóðinn, eyðublöð og bœklingar LÍN liggja frammi í afgreiðslum Landsbankans. Af- henda má öll gögn sem eiga að fara til LÍN í afgreiðslum bankans. Viðkomandi afgreiðslustaður sér siðan um að koma gögnunum til LÍN samdœgurs. - Ráðgjöf og upplýsingar, sérstök mappa með upplýsingum, út- reikningum á greiðslubyrði lána o.fl. Til að öðlast þessi réttindi þarf aðeins að stofna Kjörbók og Einka- reikning. Peir námsmenn sem fá lán frá LÍN verða einnig að leggja námslánin inn á Einkareikning. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.