Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1990 motarkrókur Hallfreður Örgumleiðason: Táknræn mynd fyrir kjarasamningana. Til vinstri er smánartaxtalaunþeginn sem er búinn að herða sultarólina í botn. Til hægrí er síðan fulltrúi launþegans í samninganefnd í góðum holdum. Þórarinn segist bestur í uppvaskinu, enda hali hann keypt uppþvottavél fyrir nokkrum árum. Mynd: kl „Matarkrókur“ vikunnar: Betri í „standard“ kallaréttum - segir Þórarinn E. Sveinsson sem fékk uppskrift af kjúklingasalati hjá konunni Matarkrókurinn hefur nú breytt um svip eins og lesendur taka vafa- laust eftir. Framvegis er ætlunin að hafa það snið á, að uppskriftirn- ar verði fengnar með áskorunum manna á milli. Sá sem ríður á vaðið er Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur- samlagsstjóri hjá KEA með meiru og gefur hann lesendum upp- skrift. af köldu kjúkl- ingasalati og heima- bökuðum hornum með. „Ég skal íúsiega vidurkenna það hér og nú, að það er því miður ekki mín deild að elda mat hcima hjá mér, nema þessa „standard" kallarétti cins og slátur og grjónagraut, pylsur, bjúgu og hamborgara. Ég er nokkuö góður í þessunt réttum og sömuieiðis er ég cinstaklega góður í að hella upp á kaffi og opna gosflöskur og nrjólkur- fcrnur. Mín deiid er miklu frek- ar að laga til eftir matinn. Upp- vaskið cr mitt verk, enda keypti ég uppþvottavél fyrir nokkrum árum.-' Pegar hér var komið sögu, ákváðum við að ganga hreint til verks og fengum uppskriftina beint frá Ingu Einarsdóttur, eig- inkonu Þórarins. Hún sagði að uppskriftina hcfði hún fyrst prófað á námsárunt þeirra í Noregi en þar byrjuðu sömu- leiðis tilraunir þeirra með ger- bakstur enda Norðmenn dug- legir við hann. Og hér fáum við uppskriftirnar: Kalt kjúklingasalat I grillaður kjúklingur - kaldur 1 lítil dós mais 1 lítil dós anaitas í eigitt safa 4 gróft rifnar gulrœtur I salathöfub, t.d. iceberg l rauð paprika Kjúklingurinn er skorinn í bita. Safanum af maís og anan- as er hellt, ananasinn, paprikan og salatið cr skorið t bita og öllu blandað saman í skál. Sósa með I dl majones 1 dós sýrðttr rjómi 2 tsk. sinnep c.a. 6 dropar tabasco sósa örlítið af cayenne pipar Með þessu er boröað nýtt brauð eða heimabökuð horn og fylgir hér uppskrift af þeirn frá Þórarni og Ingu: Horn 400 g hveiti 100 g heilhveiti 3,5 dl mjólk 75 g sntjörlíki 2 tsk. salt 50 g pressuger 2 tsk. sykttr Egg til penslunar, birki eða sesantfræ ef vill Bræðið smjörlíkiö og hitiö mjólkina í c.a. 37 gráður. Gerið er sett útí og þurrefnum svo blandað samanvið. Deigið er látið hefast í c.a. 1 klukku- stund. Skiptið því næst deiginu í 3 hluta, hver hluti er flattur út og skipt í 6-8 þríhyrninga (sneiðar). Rúllið hverri snciö upp, breiða endanum fyrst. Lát- ið hornin lyfta sér í c.a. hálfa klukkustund, penslið þau með eggi og setjið fræ á ef þess er óskað. Bakist við 250 gráður í 10-15 mínútur. Þórarinn skorar á samflokks- konu sína, Úlfhildi Rögnvalds- dóttur bæjarfulltrúa í næsta þátt. Aðspurður hvers vegna sagði Þórarinn að hann hefði borðaö hjá henni og ekki orðið minni maður af, í orðsins fyllstu merkingu. Úifltildur hefurtekið áskoruninni og fá lesendur að sjá uppskrift frá henni að hálf- um mánuði liðnum. VG Góðan daginn, ágætu launþeg- ar. Það er bjart framundan því launahækkanirnar fara að streyma í umslögin. Langir og strangir samningafundir skil- uðu að vanda miklu pappírs- flóði, fjölmiðlafári, orðagjálfri og andvökunóttum, en að þessu sinni virðast samnings- aðilar hreinlega hafa gleymt að semja um kauphækkanir. í fávisku minni hélt ég að kjara- samningar væru til þess fallnir að semja um kaup og kjör. Launþegar, þessir venjulegu vinnuþrælar sem fá rækilega sundurliðaða launaseðla frá atvinnurekendum, hafa þurft að grípa til sultarólarinnar einn ganginn enn og axla mikla kaupmáttarskerðingu. Samn- ingar voru loks lausir þegar ólin var komin í þrengsta gat og bjóst maður þá við ein- hverri leiðréttingu, ekki síst til handa óbreyttu láglaunafólki og smánartaxtaþrælum. En sú von brást, þú getur farið tvisv- ar til rakarans næsta árið fyrir kjarabæturnar, launþegi góður, það er allt og sumt. Sjálfur er ég að hugsa um að sleppa því að fara til rakarans og kaupa mat fyrir það litla sem þjóðarsáttin skilar mér. Eða kannski blóm handa kon- unni á konudaginn. Hitt er svo annað mál að maður getur sætt sig við rýra kauphækkun ef verðbólgan kemst niður á heil- brigt stig, verðlag hækkar ekki og greiðslubyrði lána snar- minnkar. Vissulega er óráðlegt að gera út á slíkar forsendur því það eru of margir eigin- gjarnir og gráðugir menn í þjóðfélagi voru til að slíkt geti gengið upp. Auðvitað á matur, innlendur sem innfluttur, eftir að hækka í verði. Sömuleiðis þjónusta og flestir liðir sem telja í framfærsluvísitölunni. Það er ekki pólitískur vilji fyrir þjóðarsátt. Eiginlega ætlaði ég að fjalla um snjó og snjómokstur í dag, en þar er afskaplega heitt mál á ferðinni og óráðlegt að blanda sér í þær deilur. Á hinn bóginn getur maður óhræddur fjasað um kjaramál því enginn hefur áhyggjur af þeim lengur. Gott dæmi um þennan sof- andahátt er hrikalega léleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um samningana í flestum stéttar- félögum. Það er engu líkara en að langsoltin alþýða hafi gefið upp alla von og láti nú bjóða sér næstum hvað sem er án þess að æmta eða skræmta. Skopfígúrur á borð við Guð- mund og Ásmund sýna leikræn tilþrif á mannamótum en klappa sér á ístruna þess á milli, hæstánægðir með hlut- skipti sitt. En ég var að ræða þjóðarsátt og væntanlegar verðhækkanir. Þær eru víða vísitölutryggðu hækkanirnar í þjóðfélagi voru. Hitaveitan hækkar, afnota- gjöld, verðtryggð lán, svo og vörur og þjónusta af ýmsu tagi. Og það er nokkuð sama hvaða fyrirheit eru gefin, innkaupa- karfan verður sífellt dýrari. Eftirlit er lélegt og því miður eru kaupmenn margir hverjir duglegir að smyrja á og breyta verði. Kannski skilja þeir ekki hvað átt er við með hugtakinu þjóðarsátt. Besta vörnin er verðskyn neytenda. Látið í ykkur heyra, skrifið í blöðin þegar þið sjáið menn rugla saman þjóðarhag og eiginhags- munum. Jæja, það er best að vera ekki svartsýnn. Það á eftir að koma í ljós hvernig þjóðarsátt- in reynist. Þessi furðulega vest- ræna neysluþjóð af víkinga- kyni getur staðið saman þegar á reynir. Við stöndum vel sam- an þegar strákarnir okkar vinna glæsta sigra í handbolt- anum. Líka þegar tollar eru lækkaðir á bílum, eldgos og snjóflóð herja á byggðarlög, lambakjöt sett á útsölu og þannig mætti halda áfram að nefna dæmi um samstöðu ís- lendinga. Sannarlega hjart- næmt. Stundum hef ég bent á þá einföldu staðreynd að við get- um öll lifað mannsæmandi lífi ef við vinnum saman og reyn- um að skipta kökunni á réttlát- an hátt. Ég ætla því að halda í vonina, dansa með hinum og bölsótast þegar bíllinn situr fastur en brosa þegar launin standa í stað. Brosa í bankan- um, kíma við gluggaumslögum og skellihlæja í helgarinn- kaupaferðum. Sláist í förina og brosið með. Kætumst yfir kjaraskerðingTi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.