Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 18
oí „ diiíiAn — nppj- iRíiiflcj!- Tl' innRh'iKruiR I 18 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1990 Góð heimsókn til KFUM og K á Akureyri Miðvikudaginn 21. febrúar n.k. er væntanlegur í stutta heimsókn til Akureyrar, Ulrich Porzany, aðalframkvæmdastjóri KFUM í Vestur-Þýskalandi. Porzany er staddur hér á landi í boði hinna ýmsu leikmannahreyfinga innan íslensku þjóðkirkjunnar. Hann talar á samkomum í Bústaða- kirkju í Reykjavík frá 18.-25. feb. að miðvikudeginum 21. frá- töldum, en þá verður hann, sem fyrr segir hér á Akureyri og talar á samkomu í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð. Sam- koman hefst kl. 20.30. Ulrich Porzany er áhrifamikill predik- ari. Hann hefur tekið talsverðan þátt í alþjóðlegu samstarfi innan kirkjunnar m.a. í Lausanne- hreyfingunni, og var einn af ræðumönnunum á Lausanne II ráðstefnunni í Manila á Filippseyj- um sl. sumar. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á samkomuna í Sunnuhlíð og eru allir þeir, sem áhuga hafa á Kristni og eflingu trúarlífs, hvattir til þess að koma og hlýða á þennan merka predik- ara. Porzany flytur mál sitt á ensku en túlkað verður jafnharð- an á íslensku. Leikfélag MA: Síðdegisvaka á suramdag Leikfélag Menntaskólans á Akureyri fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af þessu tilefni boðar leikfélagið til síð- degisvöku í Möðruvallakjallara kl. 16 á sunnudaginn. Á síðdegisvökunni ætla félagar úr LMA að rifja upp leikrit sem félagið hefur sett upp á undan- förnum fjórum árum. Fluttir verða kaflar úr verkunum. Einnig verða önnur atriði á dagskrá og óvæntar uppákomur. Priðji bekkur stendur fyrir kaffi- sölu meðan á skemmtuninni stendur og þá verða myndir til sýnis úr sögu Leikfélags Mennta- skólans á Akureyri. TILKYNNING Frá föstudegi 16. febrúar verður starfsemi raf- eindaverkstæðis Raflands hf. hætt. Viljum við þakka viðskiptavinum okkar viðskiptin á liðnum árum og benda þeim á verkstæði Hljómvers við Glerárgötu. Raftækjaverslunin verður starfrækt áfram. 01 Sl Rafland hf. Rafeindaverkstæðl Raftækjaverslun Sunnuhllð 12 • P.O.Box 516 602 Akureyri ■ Sími 96-25010 Nýtt úr notuðu! Endurvinnslan hf. KA-heimilinu við Dalsbraut tilkynnir: Opið virka daga frá kl. 13.00-18.00, nema á miðvikudögum er lokað. Munið aðra móttökustaði einnota umbúða á Norðurlandi. [MWRMHSIAN Hf KA-heimilinu við Dalbraut. Sími 23482. hvað er að gerast Guðmundur Ármann í nýrri vimiustofu í dag, laugardaginn 17. febrúar kl. 16-20 opnar Guðmundur Ármann nýja vinnustofu í Listaskálanum, Kaupvangsstræti 16 (bak við Myndlistarskól- ann). Af þessu tilefni heldur Guðmundur sýningu á grafík og málverkum. Sýningin verður opin kl. 16-20 alla virka daga, en kl. 14-20 um helgar. Þessa mynd tók KL af Guðmundi í nýju vinnustofunni. SS Eyfirðingafélagið í Reykjavík: Árshátíð um aðra helgi Tónlistarskólinn á Akureyri: Tónleikar á sunnudagiim Örnólfur Kristjánsson sellóleik- ari og Nigel Lillecrap píanóleik- ari munu halda tónleika næst- komandi sunnudag, 18. febrúar, kl. 17.00 á sal Tónlistarskólans á Akureyri. Örnólfur stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs hjá Páli Gröndal og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunnari Kvaran. Hann stundaði framhaldsnám við Mannes College of Music í New York þar sem hann lauk prófi árið 1988. Nigel Lillecrap er Englending- ur og stundaði hann nám við Royal Northern College of Music í London. Örnólfur og Nigel eru báðir starfandi sem kennarar við Tón- listarskólann á Akureyri. Á efnis- skránni eru verk eftir J.S. Bach, Vivaldi, Brahms og Fauré. Priggja daga hugleiðslunámskeið verður haldið á Akureyri dagana 23. til 25. febrúar. Námskeiðið er ætlað byrjendum í hugleiðslu og hugrækt, og er ætlað fólki sem vill opna sig fyrir betri skilningi á sjálfu sér á vatnsberaöld. Einn Árshátíð félagsins verður haldin í Félagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2, laugardaginn 24.02. 1990. Húsið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Fjölbreyttur matur við allra hæfi. Ræðumaður kvöldsins verður Halldór Blöndal. þáttur kennslunnar fjallar um þá tegund hugleiðslu sem er grund- völlur huglækninga einstaklings- ins á eigin líkama. Upplýsingar gefur Árný í síma 21312, milli kl. 19 og 21 næstu kvöld. Mjög eftirsóknarverðir happ- drættisvinningar, m.a. 2 málverk eftir hinn ágæta listamann Krist- inn G. Jóhannsson á Akureyri, flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar og margt fleira. Hin bráðskemmtilega hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar sér um fjörið. Vonast er til að þeir Eyfirðing- ar í heimahögum, sem staddir verða sunnanlands um þessa helgi, noti tækifærið og skemmti sér með okkur. Forsala aðgöngumiða verður miðvikudaginn 21.02. 1990 í félagsheimilinu milli kl. 20.00 og 22.00. Bráðnauðsynlegt er að sækja miðana og panta borð á þeim tíma. Utanbæjarfólk getur pantað miða í síma á sama tíma. Allar upplýsingar gefa: Lilja, sími 43295; Anna, sími 43159; Gunnlaug, sími 41202. Akureyri: Hugleiðslimámskeið íyrir byrjtMidur Utsafo Útsalan hefst mánudaginn 19. febrúar Utsata 'Jliku.vQ’iiLun J>teínunnú.t_ —Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.