Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. febrúar 1990 - DAGUR - 11 er um ferðamenn en í Waikiki. á norðurhluta eyjarinnar þar Gamalt Búddahof, Byodo-In, skammt frá húsinu í Kaneohe þar sem ég bjó, Frá Honolulu urinn var ekki sem verstur né heldur kol- krabbakjötið. Bragðið? Ætli ég verði ekki að nota sömu lýsingu á því og gamli bóndinn austur á landi sem fékk að smakka nýstárlegan rétt á öðrum bæ og sagði hann hafa verið „dæmislíkastan nashyrningskjöti" ! En einhvern tíma brennir sá sig sem öll soðin vill smakka. Akkílesarhæll minn var poi-grauturinn, gerður úr jarðstöngli tarójurtarinnar sem lengi var ein helsta fæða frumbyggja Hawaii. Grautur þessi líkist að áferð og útliti jógúrt nema hvað hann er grár og bragðið líkast því sem maður getur ímyndað sér af bráðnu gúmmíi. Sakir eðlislægrar háttvísi minnar, sem iðulega kemur mér í koll, lét ég þess getið eftir að hafa smakkað lítillega á poi-inu að bragð- ið væri „einkar áhugavert". Þetta hefði ég betur látið ósagt því að gestgjafar mínir töldu sig hafa hitt fyrsta útlending- inn sem kynni að meta poi. Skipti því engum togum að þeir settu fyrir mig kúf- aðan disk af þessu gráa supli með mjólk og sykri út á. Var nú ekki annað virðing- arvænna en að reyna að koma þessu nið- ur með góðu eða illu - og jókst ógleði mín með hverri skeið. Einhvern veginn tókst mér að klára af diskinum en ég átti líka brýnt erindi á baðherbergið á eftir. Vina- fólk mitt gladdi mig svo með því við brottförina að séð yrði til þess að birgðir yrðu til af poi-graut næst þegar ég kæmi í heimsókn. Mér varð ekki svefnsamt nóttina eftir poi-átið og hafði því nógan tíma til að hlusta á herbergisfélaga minn við iðju sína. Það var smáeðla eða „gekkói" sem lítt lét á sér kræla á daginn en varð þeim mun starfsamari eftir að ljósin voru slökkt. Gekkóar eru skordýraætur og þykja mikil þarfaþing í húsum á Hawaii. Frá einu fínasta hverfi Honolulu þar sem húsin kosta tugi milljóna. Hér kynnu þeir að búa Magnum einkaspæjari og hjartaknúsarinn Richard Chamberlain. Þeir hafa sogblöðkur á fótum og fara hratt yfir veggi og gólf á næturna í leit að matföngum. Hljóðin sem þeir gefa frá sér minna á skoltaskelli í manni sem tyggur með of víðan falskan góm í munni; og er notalegt að sofna út frá þeim. Eins og títt er um íslendinga stendur mér rótgróinn beygur af öllu skordýrakyns og gestgjaf- ar mínir voru ekki búnir að stríða mér lít- ið fyrir heimsóknina á allri skordýrafán- unni sem ég ætti eftir að sjá á Hawaii. Þ.á m. er eitt einkennisdýra eyjanna: Fljúgandi kakkalakkar. Raunar eru skor- dýr plága í húsum á Hawaii og þótt víða sé ekkert gler í gluggum eru þar alls stað- ar þéttriðin vírnet í staðinn til að varna kvikindunum inngöngu. En lánið lék við mig: Ég sá engan fljúgandi kakkalakka og moskítóflugurnar létu mig alveg í friði. Ég á það örugglega mest að þakka „herbergisfélaga" mínum sem lét ekki sitt eftir liggja við að tryggja mér sálar- og svefnfrið. Lifi gekkóarnir! Á ferð um Oahu Velsældin á Hawaii olli því smám saman að kaup verkafólks á plantekrum hækk- aði svo mjög að sykurrófur og ananas þaðan var ekki lengur samkeppnisfært við framleiðsluna frá láglaunasvæðum Suður- og Mið-Ameríku. En þá kom ann- að til bjargar: Ferðamannaútvegurinn sem nú er aðalatvinnugrein eyjaskeggja. Miðstöð hans er eins og áður segir á Oahu, nánar tiltekið í Waikiki. Þar eru flest hótelin og vinsælustu baðstrend- urnar. Auðurinn sem ferðamennirnir færa með sér veldur því að Hawaii er nú eitt fylkja Bandaríkjanna án atvinnuleys- is. Ástæðan fyrir því að fólk flyst ekki þangað unnvörpum frá öðrum stöðum er eingöngu hátt lóða- og íbúðaverð. Það er mun hærra en á íslandi, hvað þá á meginlandi Bandaríkjanna, og í fínustu hverfum Honolulu getur gott einbýlishús á íslenskan mælikvarða kostað allt að 60 milljónir. Mig langar til að gefa löndum minum heillaráð: Ef þið hafið einungis áhuga á sól, strand- og næturlífi þá er engin ástæða fyrir ykkur til að eyða peningum í ferð til Hawaii. Það er ekkert það í Waikiki sem ekki má fá fyrir minna verð annars staðar, t.d. við Miðjarðarhafið. Að vísu er gaman að berast með ólgandi manniðunni milli glæsilegra verslana- halla eftir að skyggja tekur en á daginn er Waikiki eins og hver önnur baðströnd. Það er hins vegar full ástæða til að sækja Hawaii heim fyrir njótendur náttúru og menningar. Þá er besta ráðið að leigja sér bíl og aka um Oahu-eyju sem er raun- ar yfrið verkefni í fyrstu ferð til Hawaii þótt ekki sé eyjan stór i ferkílómetrum: Aka má hringinn í kringum hana á einum degi. En þar er margt að staldra við og skoða. Nauðsynlegt er að eyða lungan- um úr einum degi í Menningarmiðstöð Pólýnesíu í Laie á norðausturströndinni. Menningarmiðstöð þessi, sem rekin er af Brigham Young háskólanum og að mestu mönnuð stúdentum frá Hawaii og öðrum Suðurhafseyjum, er nokkurs kon- ar sambland af safni og skemmtigarði. Þar fá gestir að njóta og taka þátt í menningu frumbyggjanna, m.a. með kennslu í ýmiss konar handbrögðum og dansi. Deginum lýkur svo með glæsilegri skrautsýningu og veislu að pólýnesísk- um sið (luau). Öðrum degi þarf svo að eyða í Sædýrasafninu á suðausturströnd eyjarinnar þar sem sæljón og höfrungar leika ótrúlegustu listir og skoða má gamlan hvalbát - en hvalveiðar voru um tíma mikilvæg atvinnugrein á Hawaii. Nokkru sunnar er svo náttúrlegt sædýrasafn: Hanauma-flói þar sem lit- prúðir fiskar synda um og éta úr lófa strandgesta. Þannig mætti lengi telja. Þessi litla eyja Oahu er með fjölda þjóðgarða og safna nánast óþrjótandi skoðunarefni fyrir áhugasaman ferðamann. Auk þess er náttúmfegurðin víða slík að við Paradís eina er að jafna; já, slík að draumsýnin gamla um dulúð eyjanna bliknar frammi fyrir veruleikanum. Honolulu, þar sem „bylgjan brotnar", er einnig mjög skemmtileg borg fyrir þá sem hætta sér burt frá Waikiki. Ég mæli með Minjasafn- inu (Bishop Museurn) og Arizona-minnis- merkinu sem reist er yfir flaki eins þeirra herskipa sem Japanar sökktu í Pearl Harbour. Þá er nóg af lokkandi „Kringlum" fyrir kaupglaða og matsölu- húsum með úrvali frá öllum heimshorn- um. Bestu sjávarréttamáltíð sem ég hef borðað um dagana fékk ég á veitinga- húsi John Dominis sem er mjög í dýrari kantinum en kostaði þó aðeins tæpar 4500 krónur fyrir tvo. Fyrir þá sem hafa vit á að varast poi- graut verður heimsóknin til Hawaii eitt óslitið ævintýri. Það er aðeins einn galli við ferð eins og mína. Vinafólk mitt var svo duglegt við að aka mér milli áhuga- verðra staða að ég fékk ekki að eyða nema dagsstund á ströndinni. Ég sneri því heim á leið aftur nánast jafnfölur og fyrr. Þar með var ekki nema tveggja kosta völ: Svo að nokkur tryði því að ég hefði dvalið um nær tveggja vikna skeið á Hawaii varð ég að kaupa mér tíma á sólbaðsstofu á Akureyri eða skrifa þessa grein. Ég valdi seinni kostinn. Höfundur, sem kennt hefur við M.A., stundar dokt- orsnám i heimspeki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.