Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 17.02.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. febrúar 1990 - DAGUR - 13 Sveitahraðkeppni BA og Sjóvá-Almennra: Sveit Grettis í efsta sæti Sveit Grettis Frímannssonar er efst eftir eitt spilakvöld af þremur í sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar og Sjóvá-Almennra. Keppnin hófst í Félagsborg s.l. þriðju- dagskvöld en verður fram haldið þriðjudaginn 20. feb. og líkur svo þriðjudaginn 27. febrúar. Ellefu sveitir taka þátta í keppninni en staða efstu sveita er þessi: stig 1. Grettir Frímannsson 303 2. Örn Einarsson 292 3. -4. Stefán Vilhjálmsson 277 3.-4. Hermann Tómasson 277 5. Zarioh Hamadi 276 6. Sigfús Hreiðarsson 272 7. Ormarr Snæbjörnsson 271 Reglugerð um landverði Menntamálaráðherra hefur sett reglugerð um landverði. Byggist hún á breytingu sem Alþingi samþykkti sl. vor á lögum nr. 47/1971 um náttúru- vernd. Reglugerðin snýr fyrst og fremst að eftirliti og fræðslu land- varða í þjóðgörðum og friðlýst- um svæðum sem eru í umsjá Náttúruverndarráðs. Hlutverk landvarðanna er að gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúru- verndarlaga séu virt, auk þess sem þeir koma á framfæri upplýs- ingum og fræðslu til ferðafólks um náttúru og sögu þeirra svæða sem þeir vinna á. Kveðið er á um það í reglu- gerðinni að Náttúruverndarráð skuli standa fyrir opnum nám- skeiðum fyrir alla þá sem hafa í hyggju að vinna við Iandvörslu. F>ar er megináhersla lögð á náttúrufar og þjóðlíf á íslandi, náttúruvernd og umhverfisrétt, umhverfisfræðslu og dagleg störf við landvörslu. Náttúruverndarráð hefur sam- þykkt að þessi námskeið skuli haldin á tveggja ára fresti, og verður væntanlega auglýst eftir þátttöku í næsta námskeið í lok þessa árs. Landverðir starfa nú á vegum Náttúruverndarráðs í þjóðgörð- unum í Skaftafelli og Jökulsár- gljúfri og í friðlöndum að Fjalla- baki og á Hornströndum. Þá hef- ur Náttúruverndarráð samstarf við ferðafélög um landvörslu í Herðubreiðarlindum, Hvanna- lindum, á Hveravöllum og í Landmannalaugum. Nýfar vörur Blóma- húsið GrÍérárgötu 28 Síxni 22551 Opið til kl. 21.00 alla daga 15. febrúar 1990 BREYTING Á REGLUGERÐUM Læknaþjónusta Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni. 0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu- tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni- falin er ritun lyfseðils. 500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag- vinnutíma og á helgidögum. Innifalin er ritun lyfseðils. 400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag- vinnutíma. 1000kr.-Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan dagvinnutíma. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og komur á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúss. 900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamót- töku sjúkrahúss. 300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkra- húss. Greiðslur fyrir rannsóknir og röntgengreiningu. 300 kr. - Fyrir hverja komu. 100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu aldrei greiða samanlagt hærri fjár- hæð en kr. 3000 á einu almanaksári fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á göngudeild, slysadeild, bráðamót- töku sjúkrahúss, rannsóknir og röntgengreiningu. Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum greiðslum. ~ Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir. Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Lyjjakostnaður Greiðslur fyrir lyf. 550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista. 170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista. 750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. 230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja- skammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja- búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. SKÝRINGAR Á FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁITTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA í LÆKNISHJÁLP O.FL. Koma til helmilis- eða hellsugæslulæknis Koma til heimilis- eöa heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl- ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun. Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu- tima greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinllnis sjálfur ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma. Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann- sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkul ifeyrisþega) i hverri komu. Koma til sérfræðings Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkuIffeyrisþega) í hverri komu. Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr. 900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Koma á slysavarðstof u Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) vegna komunnar. Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Rannsóknirá rannsóknarstofu Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar, sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar- beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn- ar, sem fram fór á sýnistökustað. Röntgengreining Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og örorkul íf eyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingurkemur, þ.e. frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi. Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúkiingum en að framan greinir, þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.