Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 07.04.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 7. apríl 1990 akandi hefur farið um flugbraut- ina á sama tíma og vélar FN eru á henni. Menn voru farnir að velta því fyrir sér hvort brautin væri að breytast í göngustíg. 11) Hvað sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, um rekstur KEA á síðasta ári? (1) „Reksturinn var mjög viðun- andi en fjármagnskostnaður er enn að sliga okkur og ég lít á þetta sem mjög alvarlegan hlut.“ (X) „Taprekstur hjá félaginu annað árið í röð er mjög alvarleg- ur hlutur og verður að leita allra leiða til að snúa þessu við.“ (2) „Reksturinn var óviðunandi og það er mjög alvarlegur hlutur að hann skuli snúast svona gjör- samlega við á einu ári.“ 12) Sveitasinfónía hefur verið sýnd að undanförnu að Breiðumýri í Reykjadal og Melum í Ilörgárdal. Hver er höfundur Sveitasinfóníu? (1) Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. (X) Ragnar Arnalds, alþingis- maður. (2) Jónas og Jón Múli Árnasynir. SS Við þökkum þeim sem sendu okkur svarseðla og hvetjum sem flesta lesendur til að setjast niður við getraunina og taka þátt í þessum leik. SS Hvaða einstaklingar eru það seni æfa sig í „apabúrum“? Mars var mánuður fannfergis og vetraríþróttahátíðar. En það gerðist vitanlega ýmislegt í þessum mánuði og ætlum við að rifja nokkra atburði upp í fréttagetraun marsmánaðar. Fyrirkomulag getraunarinnar ætti að vera orðið nokkuð skýrt. Spurningarnar eru 12, svarmöguleikar þrír en aðeins eitt svar rétt. Vinsamlegast fyllið út svarseðilinn, eða skrif- ið rétta röð niður á blað með nafni og heimilisfangi, og sendið okkur fyrir þriðjudag- inn 8. maí. Dregið verður úr réttum svörum og úrslitin kunngerð í Helgar-Degi laug- ardaginn 12. maí. 1) Sagt er frá styrkveitingu úr Þróunarsjóði grunnskóla. Til hvaða verkefnis fékk Gagn- fræðaskóli Akureyrar styrk? (1) Til að efla töluvukost skólans og jafnframt að gera tilraunir með töluvædd samskipti milli grunnskóla á Norðurlandi. (X) Vegna tilraunar með sam- skipan náms, kennslu og annarra starfa í skólanum. (2) Vegna tilraunar með sérstaka stúlknabekki í tengslum við athugun á sjálfsmynd og sjálfsör- yggi stúlkna í 7. bekk. sjá í Degi, en hverjir stunda þessar æfíngar? (1) Slökkviliðsmenn á Akureyri. (X) Skíðafólk í Ólafsfirði. (2) Fimleikafólk á Dalvík. 4) Til hvers vildi Ólafur Þ. Þórðarson láta „virkja iðnað- arráðherra“? (1) Til að kanna hvort hugsan- lega væri olíu að finna í Öxar- firði. (X) Til að þrýsta á Atlantal hóp- inn með það í huga að nýtt álver rísi við Eyjafjörð. (2) Til að rétta rekstur Álafoss við. 5) Útvarpsráð fékk undir- skriftalista í hendurnar. Frá hverjum voru þeir og hverju var verið að mótmæla? (1) íbúar á Sauðárkróki vildu fá sérstakt svæðisútvarp fyrir Norðurland vestra og mótmæltu því að vera hjáleiga frá svæðisút- varpinu á Akureyri. (X) íbúar á Raufarhöfn voru arg- ir mjög yfir því að geta ekki hlustað á Þjóðarsálina og sendu þeir undirskriftalista í mótmæla- skyni. (2) íbúar á Akureyri vildu fá Meinhornið inn í Svæðisútvarp Norðurlands. 2) Hvaða verktakar fengu bróðurpartinn af úthlutuðum lóðum í Giljahverfí á Akureyri og hvað heita göturnar tvær sem lóðirnar eru við? (1) Aðalgeir Finnsson hf. og SS Byggir sf. Göturnar heita Steina- gil og Glerárgil. (X) Haraldur og Guðlaugur hf. og Aðalgeir Finnsson hf. Göturn- ar heita Tóbakströð og Stekkjar- tröð. (2) SS Byggir sf. og Aðalgeir Finnsson hf. Göturnar heita Tröllagil og Drekagil. 3) Stunda æfíngar í „apabúri“. Svohljóðandi fyrirsögn mátti Vinmngshafar í febrúar- geíraun Yinningshafar í fréttagetraun febrúarmánaðar eru: Sigríður Steinþórsdóttir, Akureyri, Guðbjörg Jónína Eyjólfsdótt- ir, Garði í Mývatnssveit, og Adam Jónsson, Tóvegg í Kelduhverfí. Þessi nöfn voru dregin úr kassanum góða sem geymir svarseðla í fréttaget- rauninni. Hinir heppnu fá hljómplötuút- tekt í viðurkenningarskyni og mun pósturinn færa þeim sér- staka úttektarmiða. Rétt röð í febrúargetrauninni var þessi: 1) 1 7) X 2) 2 8) 2 3) X 9) X 4) X 10) X 5) 2 11) 2 6) 1 12) X 6) Hvaða veitingar fékk fólk sem fagnaði lokasprenging- unni í Múlagöngunum? (1) Kampavín, kaffi og nýbakað- ar vöfflur ásamt öðru bakkelsi. (X) Koníak, kaffi og hnallþórur. (2) Brennivín, kaffi og flatbrauð með hangikjöti. 7) Hvað sagði Auður Eiríks- dóttir, oddviti Saurbæjar- hrepps, um afíeiðingar fann- fergis í hreppnum? (1) „Bændur í Sölvadal hafa þurft að hella niður mjólk og það sama gildir um Leyning og Villingadal. Þeir geta ekki komið mjólkinni frá sér í ófærðinni.“ (X) „Þetta hefur blessast að mestu leyti en þó verður að segja að félagslífið hefur verið gjör- samlega lamað og fólk er mjög niðurdregið í þessari einangrun." (2) „Það eru allir sparipeningarn- ir okkar t'arnir í snjómokstur og meira til. Ég veit ekki á hverju við lifum það sem eftir er ársins." 8) Hvað hcitir stúlkan frá Olafsfírði sem hreppti titilinn besti flytjandinn í keppninni um landslagið á Stöð 2? (1) Sigrún Eva Ármannsdóttir (Þórðarsonar). (X) Eva Signý Óskarsdóttir (Sig- urbjörnssonar). (2) Sólveig Eva Skúladóttir (Páls- sonar). 9) Pétur Antonsson, Jóhann Pétur Andersen og fleiri hafa sótt um leyfí til að byggja verk- smiðju á Akureyri. Hvernig verksmiðju? (1) Rækjumjölsverksmiðju. (X) Buxnaverksmiðju. (2) Niðursuðuverksmiðju. 10) Flugbrautin í Ólafsfírði hefur orðið fyrir töluverðum átroðningi hópa sem þar eiga ekki heima. Hvaða umferð er hér um að ræða? (1) Hestamenn hafa notað braut- ina fyrir kappreiðar á milli ferða hjá Flugfélagi Norðurlands, enda hesthúsahverfið þarna skammt frá. (X) Hér er átt við gríðarlegt mávafargan á brautinni. Þeir dvelja þar í stórum hópum, flug- mönnum til ama og óþæginda. (2) Gangandi fólk og jafnvel Hvaða veitingar voru í boði þegar lokakaflinn var sprengdur í Múlagöngum? Svarseðill (1, X eða 2) 1. 2. 7. 8. 3. 9. 4. _ 10. 5. 11. 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 Pósthólf 58 ■ 602 Akureyri Fréttagetraun marsmánaðar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.